Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1970, Síða 135
SVEINN BERGSVEINSSON
HANDRITIÐ GERM. QUART. 2065
u
Handrit þaS, sem hér verður lýst að nokkru, er að finna í handritadeild Þýzka ríkis-
bókasafnsins í Berhn (Deutsche Staatsbibliothek, Unter den Linden 8, DDR). Þetta
er pappírshandrit — eða safn handrita - frá miðri 16. öld, 28x20 sm að stærð flatar-
máls, bundið inn í leður með tréspjöldum og tveimur látúnspenslum. Saga handrits-
ins má heita algerlega hulin móðu. Hafi hdr. komið í eigu safnsins fyrir stríð, þá hefur
það ekki verið skráð. í stríðinu riðlaðist safnið og var flutt út um hvippinn og hvapp-
inn í sem óhultasta staði, og enn er stór hluti þess ekki kominn heim, bæði handrit og
bækur, sem lentu vestan megin (í V-Berlín og Marburg), þó að hann sé lögmæt eign
safnsins.
Hdr. Germ. quart. 2065 (hér á eftir stytt í Gq 2065, Gq eða 2065) er í fyrsta sinni
skráð árið 1964 og þá í þessari handritadeild með stimpli Rikisbókasafnsins. Þegar
ég gekk þangað, ég má segja í byrjun árs 1969, af einskærri forvitni til að grennslast
fyrir um, hvort eitthvað kynni að leynast þar af íslenzkum handritum, t. d. frá síðustu
öld, þá upplýsti ungfrú Winter bókasafnsfræðingur, að þar væri eitt handrit á norræn-
um málum frá fyrri öldum, sem enginn skildi neitt í. Annars er handritaskráningin
þannig úr garði gerð, að ekki er hægt að finna slíkt eftir löndum (eða svo mun vera
a. m. k. um Norðurlönd), heldur höfundum. Þessi uppgötvun var því eins konar
slembilukka. Ég varð þannig fyrstur norrænna fræðimanna til að fá nasasjón af þessu
handriti, eftir að forstjóri deildarinnar, dr. Teitge, hafði talið slíka leit vonlausa. En
hann sagði við mig í kveðjuskyni „Weidmannsheil“ (= góðan feng), þegar hann
heyrði hjá ungfrú Winter, sem lengi hefur starfað við safnið, að ég hafði ekki farið
bónleiður til búðar.
STUTT ÚTLITSLÝSING
Þegar hdr. Gq 2065 var sett á borð fyrir framan mig í lestrarsal í fyrsta sinn, leit
það þannig út: Nokkuð þykk bók með ótölusettum blaðsíðum, pappírinn nokkuð
grófur og víða gulrandarflekkir á blöðum, eins og raki hefði komizt að. Fremra
spjaldið var laust, rifið frá við kjöl og slitið úr báðum hornum kjalarmegin á leðr-
inu. Bókinni hafði verið lokað með tveimur látúnspenslum, eins og áður var sagt, en
annað var brotið af. Efst á fremra spjaldi er þrykkt ártalið 1547 með rómverskum