Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1970, Page 157

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1970, Page 157
FRÁ HALLGRÍMISCHEVING 157 Hallgrímur Scheving var fæddur á Grenjaðarstaö í ASaldal 13. júlí 1781. Faöir hans, sr. Hannes Scheving Lárusson, hafði þjónað þar frá 1775, en var um þær mundir að flytjast að Helgustöðum í Reykjadal. Karlleggur hans er rakinn svo í Þjóð- ólfi 1862: Hannes prófastur Lauritzson frá Urðum í Svarfaðardal Hannessonar sýslu- manns á Möðruvallaklaustri Lauritzsonar sýslumanns Hanssonar frá Schevingi á Jót- landi. Móðir Hallgríms var hins vegar Snjálaug Hallgrímsdóttir, er fram í ættir var skyld skáldinu Hallgrími Péturssyni: Systir Hallgríms Péturssonar Guðrún (eða GuSríSur) var gift Þorsteini Jónssyni. Meðal dætra þeirra var Snjálaug, gift Jóni Jónssyni, en sonur þeirra var sr. Eldjárn, prestur á Mööruvöllum (d. 1725), faðir sr. Hallgríms á Hrafnagili og síðar Grenjaðarstaö (d. 1779), föður Snjálaugar, móður Hallgríms Schevings. Þorsteinn, bróðir Snjálaugar, átti Jórunni Lárusdóttur Schevings, en meöal barna þeirra voru sr. Hallgrímur, faðir Jónasar skálds, og sr. Stefán, faöir Skafta Tímó- theusar, er seinna dvaldist um hríð á heimili Hallgríms Schevings, frænda síns, og þótti afbragö ungra manna, en lézt fyrir aldur fram við nám í Kaupmannahöfn. Hallgrímur Scheving var í hópi síÖustu stúdenta, er brautskráðir voru úr Hóla- skóla vorið 1802. I vitnisburSi Páls rektors Hj álmarssonar um Hallgrím, dagsettum á Hólum 20. maí 1802, segir m. a., að hann hafi setið í skólanum sex vetur og þann tíma stundað námið af miklu kappi, orðið vel kunnandi í grísku Nýja testamentisins og veriS óþreytandi við lestur þeirra höfunda, er vér köllum sígilda (classicos), og aflað sér þannig frábærrar þekkingar á latneskri tungu, er mikils megi af vænta. Þá segir Páll ennfremur, að Hallgrímur hafi verið hneigður fyrir sögu, einkum þó Róm- verjasögu.1 Sannaðist hér, að snemma beygist krókurinn til þess, er verða vill, því aS Hallgrím- ur lagði þau ár, er hann var við Hafnarháskóla, 1804-1808, höfuöstund á fornu málin, grísku og latínu, en kenndi síöan latínu samfleytt í 40 ár, 1810-1850, fyrst á Bessa- stöðum og svo (frá 1846) í Reykjavík. AS loknu aðgönguprófi við Hafnarháskóla vorið 1804 og síðara lærdómsprófi svo- nefndu ári seinna, hvorutveggja með 1. einkunn, sat Hallgrímur þrjá vetur í þeirri deild háskólans, er kölluð var seminarium pædagogicum, þ. e. kennaradeild með aðal- áherzlu á forntungunum og málfræði þeirra. Hallgrímur glímdi síðustu tvö árin m. a. við verkefni, er háskólinn hafði lagt fyrir hann, og hlaut fyrir úrlausnina árið 1808 gullpening skólans og heiðursviðurkenningu prófdómaranna.1 Jón Helgason víkur í síðara hindi útgáfu sinnar á ljóðmælum Bjarna Thorarensens (Kh. 1935) nokkrum sinnum að Hallgrími Scheving, og leyfi ég mér að hirta hér eftir- 1 Vitnishurður þessi er varðveittur í Þjóðskjalasafni, Bps. B viii, 28. 1 Viðfangsefnið var: Tetralogiae Græcae indolem omnemque rationem, ex ipsis, quæ habentur, Græcis dranratibus, dramatumque fragmentis, qva fieri possit, accurate exponere, þ. e. að skýra nákvæmlega og svo sem auðið er eðli og alla gerð hins gríska fjórleiks samkvæmt hinum grísku leikjum sjálfum, hvort sem unt heil verk eða brot er að ræða.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.