Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1970, Qupperneq 194

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1970, Qupperneq 194
194 FRÁ HALLGRÍMISCHEVING Fyrir nokkrum árum var um það talað, að Norðmenn ætluðu að gefa út Heims- kringlu Snorra Slurlusonar og Danir að taka þátt í kostnaði þeirrar útgáfu, en nú nefnir það engi. Ætli ekki eigi að verða meira af því? Eftir á að hyggja, skal ekki vera firrta í Norðmönnum við íslendinga síðan þeir áttu í stríði við þá um forna málið. Þér gátuð um í bréfi yðar, að þér hefðið á prjónunum íslenzka grammatík á dönsku og þjóðversku. Ekki skuluð þér gefa um að dedicera mér hana.1 Eg verð líklega kom- inn undir græna torfu um það hún er komin á prent. Af arkatölunni, sem mig minnir að þér í einhverju bréfi yðar til mín gjörðuð ráð fyrir að undir hana mundi þurfa, réði eg, að þér munduð ekki ætla að láta Syntaxis vera þar með, hennar þarf ekki heldur við með tilliti til útlendra manna, því ekki mun þurfa að gjöra ráð fyrir, að þeir gefi um að læra að rita íslenzku. Það væri samt rétt fyrir yður, þegar grynnir á þeim störfum, sem þér hafið tekizt á hendur, að ráðast fyrstur manna í það, að búa til Syntaxis í móðurmálinu fyrir landa yðar. Hvernig ímyndast yður - svo segja Sunn- lendingarnir - að þér mynduð vilja hafa hana, hvort laga eftir hinu eldra máli, meðan það var bezt, eða núveranda máli, ellegar leggja eldra málið til grundvallar og síðan taka það fram, í hverju hið yngra í syntatisku tilliti viki frá því. Þegar mér hér að framan varð minnzt á Norðmenn, láðist mér eftir að spyrja yður að því, sem mér er mikið forvitni á að vita, hvort íslenzka er að nokkru ráði kennd við háskólann í Kristianiu og hvort það beri á öðrum Norðmönnum, er hana kunni til nokkurrar hlítar en Munch og Unger. Af svensku ritunum, sem þér senduð mér, þótti mér langvænst um Förteckningen öfver islandska Handskrifterna. Þegar Norðmenn eru búnir með Stjórn, munu þeir líklega ekki láta lengi bíða að gefa út hvað eftir annað elztu íslenzku handritin í Stokk- hólmi, sem þeir af réttriluninni geta með nokkrum líkindum eignað sér. Það er sárt til þess að vita, að ekki skuli enn vera komin á prent upptalning og lýsing að minnsta kosti hinna merkilegustu íslenzku handrita í safni Árna Magnússonar, og á konungs stóru bókhlöðu. Það er þó nokkuð síðan byrjað var á því starfi. Þér minntuzt á burtflulning föður yðar og bróður úr Skagafirði vestur á land. Eg held þeir feðgar hafi viljað komast úr sínum gömlu átthögum vegna þess stapps, sem þar varð út af Grímsmálinu.2 Allajafna er faðir yðar eitthvað að starfa miðandi til fróðleiksauka, sem þér munduð hafa gaman af að blaða í, ef yður auðnaðist að finna þá feðga. Það munu ekki finnast margir bændur í Danmörk, sem annað eins liggi eftir og föður yðar. Þér munuð sjá um það, að það sem hann hefir safnað og samið, fari ekki á sundrung, þegar hans missir við. Þó mig langi lil að rita yður fleira, finnst mér hins vegar mál komið að hætta og 1 að dedicera mér hana, Konráð hefur skrifað sér til minnis á bréf Schevings frá 14/8 ’50: „Skrifað aftur með póstskipi haustið 1850 (og talað um að helga honum íslenzka grammatík á þjóð- versku þegar hún kemur út, ef g. l.)“ 2 út af Grímsmálinu, hér mun átt við norðurreið Skagfirðinga á fund Gríms amtmanns, en Gísli Konráðsson var þar framarlega í flokki.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188
Qupperneq 189
Qupperneq 190
Qupperneq 191
Qupperneq 192
Qupperneq 193
Qupperneq 194
Qupperneq 195
Qupperneq 196
Qupperneq 197
Qupperneq 198
Qupperneq 199
Qupperneq 200
Qupperneq 201
Qupperneq 202
Qupperneq 203
Qupperneq 204
Qupperneq 205
Qupperneq 206
Qupperneq 207
Qupperneq 208
Qupperneq 209
Qupperneq 210
Qupperneq 211
Qupperneq 212

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.