Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1970, Side 203

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1970, Side 203
FRÁ HALLGRÍMISCHEVING 203 eins og í Hókon og Hákon etc. etc. - En eg sleppi þessu masi og sný huganum til ann- ars, sem honum er geðfelldara og rifjar upp fyrir honum yðar endurminning. Af því Indriði bróðir yðar er einn af alþingismönnum, gat eg ekki á mér setið að gera honum orð, að mig langaði til að sjá hann, áður hann færi héðan af þingi, og veittist mér sú skemmtun að sjá hann og tala við hann. Hann er þrekvaxinn maður og hærri en þið feðgar, nema ef það hefir tognað úr yður frá því eg sá yður seinast. Hann hefir karlmannlegt útlit og mikinn svip af föður sínum, þykir vera fríður karlmaður, þó faðir ykkar bræðra sé smáfríðari. En því lýsi eg honum fyrir yður, að liann var barn að aldri við burtför yðar úr foreldra húsum. Eg spurði Indriða eftir hálfbróður yðar Brynleifi. Sagði hann mér, að hann væri hvatlegur drengur og nú 5 vetra. Enn- fremur spurði eg Indriða, því faðir hans hefði látið drenginn heita svo fáheyrðu nafni. Hann svaraði: Af því faðir minn vildi láta harnið hafa í nafni sínu nokkuð af heiti þeirra beggja sra Ólafs og Brynjólfs Bogasonar kaupmanns í Flatey. Eg held þér verðið að láta búa til dálítið harnskip handa honum Brynleifi litla til að Ieika sér að á pollunum í Flatey og láta það heita í höfuðið á honum Katli yðar Gufu, þó loflblær en eigi gufa ráði ferðum þess. Eg hefi heyrt, að komin sé á prent dönsk útlegging Gísla sögu Súrssonar eftir studi- osus philologiæ Steingrím Bjarnason. Þá útlegging hefi eg ekki séð. Mikið þrái eg eftir áframlialdi yðar Oldnordiske Formlære. Þér munuð ekki, vonar mig, taka hart á höfundi bréfsins, þó elliglöp léti honum verða það á að byrja hréfið sitt blaðsíðuvillt. Reykjavík lsta August 1859 Ástskyldugast H. Scheving Elskulegi prófessor minn! Á bréfi yðar til mín með póstskipinu, sem nú fer héðan, sé eg, að þér hafið að vísu orðið naumt fyrir með yðar seinasta bréf til mín, en tekizt samt betur til fyrir yður en mér, því vegna seinlætis míns missti eg alveg af einni póstskipsferðinni í sumar, þá eg ætlaði að skrifa yður til. En þótt bréf þelta án rníns vilja kunni að verða yður til leiðinda, þá er það samt ekki því að kenna, að eg byrjaði of seint á því, heldur liinu, að hugskotið geymir öngan nýtan forða til bréfsefnis, því það, sem mér fyrir forvitnis sakir þætti mest gaman að vekja máls á við yður, veit eg ekki nema kunni að vera yður til ama. Allt um það get eg ekki á mér setið, af því við vorum einhverntíma svo kunn- ugir, að segja við yður eins og sumir hafa eftir Austfirðingum „skeytið þér mér for- vitni“, því mig langar og sárlangar að vita, nær vænta má annars heftis af yðar Old- nordiske Formlære. En ekki er hér með búið. Hvað líður íslenzku orðabókinni yðar? Hvern staf í henni hafið þér nú á prjónunum? Þetta tvennt langar mig öðru fremur eftir að vita. Með fleirum forvilnisspurningum þori eg ekki að mæða yður að þessu sinni. — Niðurlag bréfs yðar, hvar þér segizt hugga yður við, að betur muni blása með bréfa-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.