Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1972, Side 10
10
LANDSBÓKASAFNIÐ 1971
Ragnar Jónsson hrl. gaf bréf Þuríðar Þorbjarnardóttur Grimaldi til Ragnhildar
Sigurðardótlur, konu Jóns Sigmundssonar úrsmiðs, en gefandi er sonur þeirra.
Sr. Gísli Kolbeins á Melstað í Miðfirði færði safninu úlfararræður föður síns,
sr. Halldórs Kolbeins, og voru þær gjöf ekkju hans, frú Ágústu Ólafsdóttur.
Indriði Indriðason frá Fjalli gaf Bæjarvísur, ortar af Helga Árnasyni bónda á
Gíslabæ í Breiðavíkurhreppi á Snæfellsnesi.
Dagbók (o. fl.) Jóns Guðmundssonar frá Grafargili í Önundarfirði, en hann var
lengi bóndi á Kirkjubóli í Valþjófsdal við Onundarfjörð. Gjöf frú Guðmundu dóttur
ritara, nú á Þingeyri við Dýrafjörð.
Guðrún frá Lundi: Utan frá sjó. Skáldsaga. Eiginhandarrit, er Gunnar Einarsson
forstjóri Leifturs gaf Landsbókasafni um hendur Geirs Jónassonar, nú borgarskj ala-
varðar.
Frú Ingibjörg Tryggvadóttir, ekkja Jakobs Kristinssonar fræðslumálastjóra, af-
henti að gjöf bréfasafn hans og fleiri gögn.
Sr. Gísli Brynjólfsson færði safninu að gjöf ræðusafn bróður síns, sr. Eiríks
Brynjólfssonar á Útskálum og síðast í Vancouver: útfararræður, stólræður, tæki-
færisræður.
Einar Bragi rithöfundur gaf safninu ýmisleg gögn: Við ísabrot, ljóð eftir Einar
Braga, Ríkisútvarpið og rithöfundarnir, grein gefanda í Samvinnunni, hvort tveggja
í eiginhandarriti; ennfremur eitt hréf Þuru í Garði og nokkur bréf Bjarna Benedikts-
sonar frá Hofteigi til Einars Braga; slitur af Veggblaðinu Verksmiðjukarlinum,
Raufarhöfn; líning varðandi Helga Valtýsson.
Lárus Sigurbjörnsson, fyrrum borgarskjalavörður, gaf Mathematiske Opgaver
1893—4' með hendi Knud Zimsens.
Sr. Benjamín Kristjánsson afhenti 31 bréf Stephans G. Stephanssonar til frænda
hans og mágs, Jóns Jónssonar þingmanns í Norður-Dakota, ennfremur tvö bréf Steph-
ans til Hólmfríðar Árnadóttur frá Skútustöðum.
Björn Kristjánsson, fyrrum kaupfélagsstjóri á Kópaskeri, gaf 15 sendibréf, er
hann hafði fengið á árunum 1904-17 frá Norðmanninum 0. Myklestad, en hann
var ráðinn til að vinna um skeið að útrýmingu fjárkláða á íslandi, og var Björn
fylgdarmaður hans um landið. Gísli Guðmundsson alþingismaður afhenti bréfin.
Frú Anna Mclntyre, nú búsett í Victoria, B. C., Canada, ekkja sr. Jóhanns P. Sól-
mundssonar, gaf Landsbókasafni um hendur drs. Richards Beck kvæðasyrpur og
ræður sr. Jóhanns.
Frú Mabel Sigurjónsson, Reykjavík, ekkja Lárusar Sigurjónssonar cand. theol.
og skálds, gaf safninu um hendur Péturs Péturssonar hagfræðings handrit kvæða
hans, bréfasafn og sitthvað fleira.
Frú Halldóra Kolka afhenti úr dánarbúi Páls V. Kolka læknis fyrir meðalgöngu
Aðalgeirs Kristjánssonar skjalavarðar Ágrip af Ileiðarvíga sögu, brot, Lækninga-
bók, brot, o. fl.
Marlin J. P. G. Magnússon, blaðamaður í Saskatoon í Canada, sendi Landsbókasafni