Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1972, Blaðsíða 172
OLAFUR F. HJARTAR
ÍSLENDINGUR f LIBRARY
OF CONGRESS
Fyrir nokkrum árum las ég grein eftir Arne Kildal bókafulltrúa í tímaritinu Biblio-
tek og forskning.1 Það vakti athygli mína, að meðal þeirra, sem Arne Kildal kynntist
í Bandaríkjunum, var Islendingur að nafni Steingrímur Stefánsson. Þá var Stein-
grímur næstæðsti maður í spj aldskrárdeild Library of Congress í Washington, hægri
hönd yfirmannsins, sem var Norðmaður að nafni Jens Christian Meinich Hanson,
þekktur maður í bókavarðastétt.
Þessi grein varð lil þess, að löngun vaknaði hjá mér að fá nánari vitneskju um
Steingrím. Leitaði ég í því skyni til The Newberry Library í Chicago, Library of
Congress í Washington og Arne Kildals í Osló. Þá rakst ég einnig á nafn hans í ís-
lenzkum heimildum, eins og frá verður greint.
Steingrímur fæddist 12. júní 1860. Foreldrar hans voru Stefán Stefánsson silfur-
smiður og hreppstjóri í Sviðholti á Álftanesi og Vigdís Steingrímsdóttir frá Hliði á
Álftanesi. Þau hjón áttu þrjár dætur, sem allar voru eldri en Steingrímur.
Grímur Thomsen kveður um Stefán látinn, og er síðasta erindi í kvæði hans
þannig:2
Hög var hönd og hagur andi,
hógvær lund og reglubundin:
varla mun á voru landi
verða betri drengur fundinn.
Steingrímur varð stúdent úr lærða skólanum í Reykjavík 8. júlí 1881.3 Varð hann
efstur á stúdentsprófi ásamt Þorleifi Jónssyni, síðar póstmeistara, og Jóhannesi Sig-
fússyni, seinna yfirkennara. Næstur þeim var skáldið Einar Hjörleifsson. Steingrím-
ur sigldi til Kaupmannahafnar og varð cand. phil. við háskólann þar 6. júlí 1882.
Hann lauk aðgönguprófi við Det polytekniske Læreanstalt sama ár.
Sökum fjárskorts mun Steingrímur hafa tekið þá ákvörðun að halda til Banda-
ríkjanna. í bók Bjarna Jónssonar frá Unnarholti um íslenzka Hafnarstúdenta er
beinlínis látið liggja að því, að Steingrímur hafi hætt námi sökum óreglu.4 En hvað
sem kann að vera hæft í því, þá fluttist Steingrímur til Bandaríkjanna og settist að í