Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1972, Page 129
SIGURÐUR ÞÓRÐARSON TÓNSKÁLD
129
hann reyndi jafnvel að gera sér hljóðfæri úr reglustiku föður síns, tvinnaspotta og
smáspýtu. Það var ekki fyrr en fermingarárið, að rættist sá draumur Sigurðar að
eignast fiðlu. Arið áður hafði hann - þrettán ára - komizt í karlakórinn „Svani“,
sem þá var starfandi á Þingeyri. Stjórnandi kórsins var Bjarni Pétursson kennari
og kirkjuorganisti. Sigurður fór gangandi út á Þingeyri til söngæfinga, en þangað
var stundargangur frá Söndum. Kom þá stundum fyrir, að hann varð að gista í þorp-
inu vegna veðurs. Eftir ferminguna var hann einn vetur við nám við unglingaskóla
séra Sigtryggs Guðlaugssonar að Núpi, og þar hlaut hann nokkra tilsögn í að leika
á harmoníum, hjá Kristni, bróður séra Sigtryggs. Á þessum árum var Sigurður þeg-
ar farinn að semja lög, og lét séra Sigtryggur nemendur skólans æfa og syngja eitt
þeirra, sem einnig var síðar sungið á héraðsmóti að Mýrum í Dýrafirði. Ekki mun
Sigurður hafa hirt mn að halda til haga þessum æskuverkum sínum, og eru þau nú
flest eða öll glötuð. Ekki var auður í heimili prófastshjónanna á Söndum, lífsnauð-
synjar gengu fyrir þeim þörfum, sem voru ekki eins brýnar. Myndi unglingur í dag
láta sumarkaupið sitt fyrir eina nótnabók? Það gerði Sigurður. Fyrsta nótnabókin,
sem hann eignaðist, var Kóralbók séra Bjarna Þorsteinssonar, en hún kostaði sjö
krónur, eða það lambsverð, sem var sumarkaup hans. Nægi ekki þetta, sem hér hefur
verið talið, til að sannfæra lesanda um staðfestu og einbeitni hins unga og verðandi
tónlistarmanns, skal því við bætt, að næsta vetur eftir fermingu fór hann suður til
Reykjavikur til þess að stunda tónlistarnám. Að vísu leyfði fjárhagur foreldranna
9