Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1972, Page 135
SIGURÐUR ÞÓRÐARSON TÓNSKÁLD
135
Tvær kantölur eru enn ótaldar, sem liggja í handriti og hafa ekki til þessa dags
verið fluttar opinberlega, utan einn kafli úr Skálholtskantötu. Skálholtskantata, fyrir
kóra og einsöng með píanóundirleik, er samin við texta séra Sigurðar Einarssonar,
er í 7 köflum og flutningstími nálægt 45 mínútum. Mun styttra verk er Kirkjukantata,
fyrir kór, einsöng og píanóundirleik, við fjóra Davíðssálma í þýðingu Asgeirs Magn-
ússonar.
Rikisútvarpið efndi árið 1958 lil keppni á vegum Afmælissjóðs útvarpsins um
beztu lög við kvæði Jónasar Hallgrímssonar. Voru tvenn verðlaun veitt fyrir lög
við kvæðaflokka, og önnur tvenn fyrir lög við einstök kvæði. Sigurður Þórðarson
hlaut fyrstu verðlaun fyrir lagaflokkinn „Formannsvísur“ (Framróður - Seta - Upp-
sigling) fyrir karlakór, þrjá einsöngvara og píanóundirleik. 011 verðlaunaverkin voru
síðan frumflutt í dagskrá útvarpsins í ársbyrjun 1959. Á þeim vettvangi hafa „For-
mannsvísur“ oft heyrzt síðan. Einn lagaflokk samdi Sigurður fyrir einsöngsrödd
með píanóundirleik, „í lundi ljóðs og hljóma“, við sex kvæði Davíðs Stefánssonar frá
Fagraskógi. Ríkisútvarpið fékk þau Sigurð Björnsson óperusöngvara og Guðrúnu
Kristinsdóttur píanóleikara til að flytja lagaflokkinn í dagskrá fyrir nokkrum árum,
og er liljóðritunin síðan til afnota í safni tónlistardeildar.
Tónsmíðar Sigurðar Þórðarsonar voru að mestum hluta söngverk, sem skiljanlegt
er, þegar skoðaðir eru möguleikar til að koma á framfæri tónverkum hérlendis lengst
framan af starfsævi hans. Tvö hljómsveitarverk samdi liann þó, sem bæði hafa verið
flutt erlendis og hér heima. Forleikur í c-moll var saminn 1934 og frumflutlur í Kaup-
mannahöfn, en hefur síðan verið leikinn hér á landi. „Ömmusögur“, hljómsveitarsvíta
í 5 köflum, var fyrst flutt af Sinfóníuhljómsveit Islands, en hefur síðan verið leikin
af hljómsveitum í Kanada, Þýzkalandi, Noregi og Danmörku.
Því verki, sem átti að verða kórónan á tónskáldsferli Sigurðar Þórðarsonar, fékk
hann ekki að fullu lokið. Fyrsta íslenzka óperan var í smíðum, „Sigurður Fáfnis-
bani“, og hafði Jakob Jóh. Smári samið textann. Operan er í fimm þáttum, og hafði
tónskáldið lokið við gerð þeirra með píanóundirleik. Það eitt var eftir að ganga
frá hlutverki hljómsveitarinnar, sem skyldi leysa píanóið af hólmi. Forleikurinn var
þó fullbúinn, og hefur Sinfóníuhljómsveit íslands flutt hann í dagskrá útvarpsins.
Sigurður hafði þá undanfarið unnið kappsamlega að þessu verki sínu, er hann skyndi-
lega andaðist 73 ára að aldri, 27. október 1968.
Af því sem hér hefur verið sagt, má vera ljóst, að Sigurður Þórðarson var enginn
meðalmaður. Engan mann hef ég þekkt, sem betur en hann notaði hvert tækifæri
og hverja slund til starfa, enda voru afköstin með ólíkindum. Alla ævi stefndi hann
að því marki, sem hann hafði sett sér í æsku, að þjóna tónlistinni, og af þeirri braut
vék hann ekki, þótt baráttan fyrir daglegu brauði væri ekki háð í ríki tónanna. Hann
stóð ekki heldur einn. Árið 1927 gekk Sigurður að eiga Áslaugu Sveinsdóttur frá
Hvilft í Önundarfirði. Alla tíð studdi hún mann sinn í hverju því, sem hann tók sér
fyrir hendur, hún var gagnrýnandi, sem hann treysti, hvetjandi og uppörvandi í