Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1972, Blaðsíða 131
SIGURÐURÞÓRÐARSONTÓNSKÁLD
131
anum. Ég held, að uppgjöf hafi aldrei verið til í hans huga. Kórinn tók skjótum fram-
förum, enda var Sigurður óvenju vandvirkur og nákvæmur stjórnandi, sem reyndi
jafnan að bæta um það, sem ýmsir aðrir hefðu talið gott. I sex utanlandsferðum
söng Karlakór Reykjavíkur undir stjórn Sigurðar Þórðarsonar í 112 horgum og
bæjum austan hafs og vestan, og sumstaðar oftar en einu sinni. Ótvírætt er, að ferðir
þessar liafa verið mikil og menningarleg landkynning, kórnum og söngstjóra hans,
og allri þjóðinni, lil meiri sóma en margir gera sér grein fyrir. Skipulagning og allur
undirhúningur þessara ferða hvíldi að miklu leyti á herðum söngstj órans, sem þrátt
fyrir ábyrgðarmikið og erilsamt embætti var aldrei svo störfum lilaðinn, að hann gæti
ekki bætt á sig vinnu og fyrirhöfn, þegar kórinn átti í hlut. Of langt yrði að rekja
hér sögu Karlakórs Reykjavíkur, þólt óneitanlega sé hún samtvinnuð tónlistarferli
Sigurðar Þórðarsonar, sem í 35 ár leiddi kórinn farsællega í ferðum og á tónleikum
innan lands og ulan.
Sigurður Þórðarson gerðist skrifstofustjóri Rikisútvarpsins í ársbyrjun 1931 og
gegndi því starfi fram í september 1966, en þá var Sigurður á 72. aldursári. Það er
mál þeirra, sem bezt þekkja til, að það hafi verið Ríkisútvarpinu mikið happ að fá
til starfa svo glöggan, traustan og atorkusaman mann sem Sigurður var. Vandvirkni
hans var höfð á orði, hollusta hans við stofnunina var óhagganleg, og réttsýni hans
og drenglyndi gagnvart starfsfólki áunnu honiun einlæga virðingu og vinsældir allra
þeirra, sem með honum og undir stjórn hans unnu, fyrr og síðar. Dagleg störf skrif-
stofustj órans voru frá upphafi ákaflega yfirgripsmikil, en Sigurður var hamhleypa til
verka og skaut sér aldrei undan skyldum. Því var oft liðið á kvöld, er hann kom heim
frá vinnu. Ælla mætti, að langur dagm við brauðstritið og tímafrek tómstundastörf
við kórsljórn, að ógleymdri allri undirbúningsvinnu við lagaval, nótnaskriftir og
sitthvað fleira, hefði verið meira en nóg viðfangsefni einum manni. Sigurður hafði þó
enn tíma aflögu.
Eins og áður segir, var Sigurður þegar í æsku farinn að semja lög, þótt ekki bær-
ust þau vítt um landið. Sigurður var næmur, og námið í Leipzig varð honuni lykill
að þeirri þekkingu á lögmálum tónlistarinnar, sem hann hafði þyrst eftir. A náms-
árunum ytra, og síðan eftir að heim kom, tók hann enn til við að semja lög. Stóð
nú til að gefa út nokkur af lögum Sigurðar, en áður bað hann kunningja sinn, sem
þekkti Sveinbjörn Sveinbj örnsson tónskáld, að leita álits þessa gamla meistara á tón-
smíðunum. Ekki varð dómminn til að örva hið unga tónskáld, því að Sveinbjörn
kvaðst ekki finna „neistann“ í lögunum, en hins vegar bæri handverkið vott um mikla
kunnáttu. Vitanlega urðu Sigurði þetta mikil vonbrigði, og það svo, að hann tók
öll handrit sín og brenndi þau til ösku. Svo er forsjóninni fyrir að þakka, að um
síðir varð sköpunarþörfin öllum vonbrigðum og efasemdum yfirsterkari.
Enginn gefur út tónsmíðar sínar á íslandi með hagnaðarvon í huga. Markaðurinn
er smár í öllu tilliti. Lítið upplag endist langan tíma, og tónleikahald er svo takmarkað
hérlendis, að þangað sækir enginn umbun verka sinna. Langmest af tónsmíðum ís-
lenzkra höfunda er því geymt í handriti, og er svo einnig um verk Sigurðar. Fyrstu