Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1972, Side 133

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1972, Side 133
SIGURÐURÞÓRÐARSON TÓNSKÁLD 133 og eru þaS síðustu lög hans, sem birzt hafa á prenti. Stærstu tónsmíðarnar og allmörg kór- og einsöngslög eru því aðeins til í handriti. Fyrsta stóra verkið frá liendi Sigurðar er Alþingishátíðarkantata 1930, við ljóða- flokk Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi, „Að Þingvöllum“, og er fyrir kóra, ein- söng, framsögn og hljómsveit. Kantatan er í 13 köflum, og voru nokkrir kaflar hennar frumfluttir árið 1931. Þessi tónlist mun fyrst hafa orðið til þess að vekja verulega athygli fólks á því, að hér hafði kvatt sér hljóðs tónskáld, sem mikils mátti af vænta. Þrír kaflar kantötunnar hafa verið sungnir inn á hljómplötur, „Þú mikli, eilífi andi“, „Þér landnemar“ og „Sjá dagar koma“, lög, sem hver söngelskur Islendingur þekkir. En til þessa dags hefur kantatan aldrei verið flutt í heild, og er það miður. Þriðjudaginn 25. apríl 1944 var fyrsta íslenzka óperettan, „í álögum“, frumsýnd í Iðnó. Höfundarnir voru Sigurður Þórðarson og textahöfundur Dagfinnur Svein- björnsson, sem um langt skeið var forstöðumaður tæknideildar útvarpsins. Vakti þessi nýsmíð mikla athygli og hlaut ágætustu viðtökur leikhúsgesta. Gagnrýnendur skrif- uðu vinsamlega um verkið, en töldu þó sumir, að söguefnið, upphaf frelsisbaráttu Íslendinga gegn einokunarvaldinu, væri of þungt og hátíðlegt, og hlyti að „sprengja ramma óperettunnar“. Hitt voru flestir sammála um, að lög Sigurðar hafi verið með þjóðlegum blæ, fallið vel að textanum og mörg þeirra verið létt og fjörug. Hvað sem öðru líður, hlýtur frumsýning fyrstu íslenzku óperettunnar að teljast merkur við- burður í íslenzkri menningarsögu. Sem áður segir, voru 10 lög úr óperettunni gefin út 1945, en önnur lög öll aðeins til í handriti; alls voru söngatriðin 41 og forleikur að auki. I tilefni af fimmtugsafmæli Sigurðar heiðraði Karlakór Reykjavíkur söngstjóra sinn í apríl 1945 með tónleikum í Fríkirkjunni. Þar voru eingöngu fluttar tónsmíðar eftir Sigurð. Meðal þess, sem þá var á efnisskrá, voru þrír þættir — af fimm - úr Hátíðarmessu, fyrir karlakór og einsöngvara, með píanóundirleik. Ekki hafði Sig- urður setið auðum höndum, því að einungis ári eftir að fyrsta íslenzka óperettan er frumflutt, hefur hann, fyrstur íslendinga, samið söngmessu við hinn hefðbundna latneska messutexta. Er þetta ekkert smáverk, því að flutningstími messunnar allrar er áætlaður um fimm stundarfj órðungar. Dr. Hallgrímur Helgason skrifaði xun tónleikana í Alþýðublaðið, og segir þar m. a.: „Sigurður er mikilvirkur höfundur, bundinn sterkum böndum við forna íslenzka arfleifð, sem hann gerir sér far um að grópa í verk sín til þess að veita þeim þannig þjóðlegt snið.-----Hann bregður gjarna fyrir sig íslenzkum söngháttum, svo sem samstígandi kvintum og þekktmn þjóðlagabrotum til skilningsauka. Karlakórsmessa Sigurðar sýnir þessa rittækni býsna vel. Hér er þjóðlegum söngeinkennum markað breitt svið með gömlu Grallara-lagi og veraldlegri þjóðvísu um norrænar heimssköp- unarhugmyndir. Kórbálkurinn er þétt ofinn, pólýfón í raddgangi sínum og gerir miklar kröfur til kóristanna, svo að flutningur allur verður þátttakendum ærið lær- dómsríkur.------Hér kemur fram samfellt kórverk alvarlegs eðlis og gefur innsýn í túlkunarhæfni karlakórsins fram yfir það, sem hér hefur áður þekkzt.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.