Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1972, Side 144

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1972, Side 144
144. CLARENDON PRESS OG KENNETH SISAM minnumst við lítillega á það, hvað þessi fræga stofnun hefir gert fyrir íslenzka tungu og íslenzkar hókmenntir. Og við rennum auga yfir sögu hennar. Alþingi var afnumið um næstsíðustu aldamót og var ekki til í meir en fjóra áratugi. En við teljum aldur þess frá upprunalegum stofndegi. Á annan reiknings- máta mundum við líta sem fjarstæðu. Aldur Clarendon Press telja ekki allir á einn veg. Oxfordháskóli prentaði sína fyrstu bók árið 1478. Þeim er þetta ritar virðist eðli- legast að reikna frá því ári. En ekki gera allir svo, og sumir fara ekki lengra aflur í tímann en til 1672, enda var þessi útgáfustarfsemi vitanlega ekki í upphafi kennd við Clarendon lávarð (1609-74) og ekki fyrr en alllöngu eftir hans daga. Nafnið er þannig til komið, að á árunum 1702-04 gaf háskólinn út styrjaldarsögu hans, History of the Great Rebellion,1 sögu borgarastyrjaldarinnar á Englandi 1642-60, eitt hinna frægustu sagnarita heimsbókmenntanna, og varð inikill ágóði af sölu ritsins. Honum varði háskólinn til frekari bókaútgáfu, og á þeirri útgáfu- starfsemi hefir aldrei orðið hlé. Fram að þessum tíma hafði bókaútgáfa háskólans hvað eftir annað legið niðri um lengra eða skemmra árahil, eitt sinn jafnvel í 66 ár, og það eru þessar eyður sem valda því, að ekki reikna allir aldur Clarendon Press frá sama upphafstíma. Lengi frameftir árum mátti segja að Clarendon Press - Oxford University Press er raunar það nafnið, sem að umheiminum snýr, enda hitt algerlega bundið við Oxford - gæfi eingöngu út lærdómsrit. Enn í dag sinnir hún þeim bókmenntum einum, er þjóna menningunni. En þar undir heyra að sjálfsögðu allar greinir bókmennta og allar skólabækur. Á hinn bóginn lítur hún aldrei við rusli, snauðu að bókmennta- gildi. Hún gerir miklar kröfur til hverrar bókar, sem hún gefur út. Utibú hefir hún í meir en tuttugu löndum, í öllum heimsálfum, svo að það er ekki smáræðis yfirsýn, sem stjórn hennar verður að hafa. Um bókamagnið gefur það nokkra hug- mynd, að skráin yfir forlagsbækurnar árið 1967 (nú eflaust nokkru stærri) er 1080 þéttprentaðar smáleturssíður í stóru áttblöðungsbroti (14X22 cm). Sum útgáfu- rit hennar er talið að eigi sér engar hliðstæður í bókmennlum annarra þjóða. Er þar til fyrst að telja hina miklu Oxford English Dictionary, sem flestar menningar- þjóðir hafa tekið til fyrirmyndar í orðabókum yfir þjóðtungur sínar, þeirra á meðal við Islendingar í orðabók þeirri, sem nú er verið að safna til, en fráleitt verður að sinni unnt að hefja að gefa út. Þar næst Dictionary of National Biography, sem einnig hefir orðið öðrum þjóðum til fyrirmyndar. Þá má og nefna hina frægu grísk-ensku orðabók, sem kennd er við frumhöfunda sína, Liddell og Scott, og hina miklu latnesku orðabók, sem nú er hafið að gefa út. Hún sniðgengur allar eldri orðabækur og byggir einvörðungu á frumheimildum.2 Ekki getur til mála komið að leitast við að gera hér nokkra lýsingu á heildar- starfsemi þessarar miklu og heimsfrægu stofnunar. En hitt er miklu meir en tíma- bært að minna nokkuð á það, sem hún hefir til þess gert að efla þekkingu á tungu og bókmenntum okkar íslendinga. Ekki svo að skilja, að reynt verði að rekja söguna ýtarlega, enda er upphaf hennar langt að baki, því það hefst með útkomu íslenzkrar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.