Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1972, Blaðsíða 147
CLARENDON PRESS OG KENNETH SISAM
147
bindum: Origines Islandicae. Textinn lá fyrir fullprentaður við lát Guðbrands
1889, og þegar enn stóð við hið sama við fráfall York Powells 1904, var Craigie
beðinn að ganga frá ritinu, svo að út yrði gefið. Hann sá strax, að margt þurfti
lagfæringar, en þær lagfæringar var nú um seinan að gera. Varð hann að láta
nægja nokkrar athugasemdir og stuttan formála, sem honum láðist að setja nafn
sitt undir, en gerði svo í sínu eigin eintaki. En þó að ýmislegt sé um ritsafn þetta
öðruvísi en menn mundu æskja, var naumast allt það, er að því var fundið, mælt
af fullri sanngirni, og það er í heild sinni harla merkilegt. Þarna er mörgu viðað
að og víða leitað fanga á sviði íslenzkra fornbókmennta.
Ekki er nú allt það talið, er Clarendon Press prentaði frá hendi þeirra Guð-
brands og York Powell’s, en þó hið helzta, enda ekki neitt smáræði.
Eftir Henry Sweet kom út lcelandic Primer 1886, lítil kennslubók í forn-íslenzku,
einkar gagnlegt kver, og mun liafa verið endurprentað oftar en einu sinni.
Síra Einar Guðmundsson, prestur á Stað á Reykjanesi, er uppi var á seytjándu
öld, stórhrotinn maður og allgott skáld, orti meðal annars rímur um samsærið gegn
Jakob VI Skotakonungi, er gert var árið 1600. Þær eru sex að tölu og nefnast
Skotlands rímur. Sir William Craigie gaf þær út á vegum Clarendon Press 1908
(en liafði áður hirt ritgerð um þær í skozku tímariti). Enda þótt þetta sé ekki stór
hók, var samt útkoma hennar nokkur viðburður, því að þarna var það fyrst sýnt,
hvernig gefa beri út rímur. Mun fyrirmyndinni ávallt verða fylgt í vönduðum út-
gáfum rímna, og svo er gert í útgáfum Rímnafélagsins.
Sir William Craigie kom fyrsta sinn til Islands smnarið 1905, og var það þá er-
indi hans að leggja með Geir Zoega grundvöll að íslenzkri fornmáls-orðabók, er
Geir tókst á hendur að semja. Þá hók, A Concise Dictionary oj Old Icelandic, gaf
Clarendon Press út 1910. Hún hefir síðan verið endmprentuð og er hin gagnleg-
asta hók.
Þegar minnast skyldi þriggja alda afmælis Shakespeare’s með veglegu riti, en
stórmenni bókmenntanna víðs vegar um heim skyldu leggja til efni í afmælisritið,
var leitað til síra Matthíasar Jochumssonar fyrir Islands hönd. Hann hafði þýtt nokk-
ur hinna merkustu leikrita hins mikla skálds og gert það af mikilli íþrótt. Hann
var nú áttræður að aldri, en eigi að síður brást hann vel við, sendi stórfenglegt
kvæði í þrem þáttum, undir fornyrðislagi. En þetta var á styrj aldartíma og sam-
göngm strjálar og óvissar. Kvæðið kom aðeins of seint til þess að komast með í
Book of Homage. Sir Israel Gollancz þýddi það á ensku, undir hættinum óbreytt-
um, og frumkvæðið, ásamt þýðingunni, var prentað í The Times Literary Supplement
14. september 1916. Oxford University Press gaf hvort tveggja út sérstakt, ná-
kvæmlega samstætt afmælisritinu: On the Tercentenary Commemoration oj SHAKE-
SPEARE Ultima Thule Sendetli Greeting (osfrv.). Þar með var bæði skáldunum
tveim og íslandi tvímælalaust sýndur heiður. En lengi mun það harmað, að kvæð-
ið komst ekki í afmælisritið.
Á stríðsárunum, í fyrri heimsstyrjöldinni, dróst útgáfustarfsemin mjög saman