Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1972, Blaðsíða 153
CLARENDON PRESS OG KENNETH SISAM 153
manns, er svo urðu öðrum til hvatningar og fyrirmyndar, að þar kemst ekkert til
samjafnaðar á sviði miðaldafræða á þessari öld.
Eg verð að eflirláta öðrum að leggja mat á frábær framlög hans til fornenskra
fræða, jafnt á sviði málvísinda og bókmennta. Hann var ef til vill skarpastur og glögg-
skyggnastur þeirra málfræðinga, sem ég hefi haft kynni af. Og þar með fylgdi sá
lærdómur, sem umlukti allan fróðleik og nam ekki staðar við nein landamæri, þjóð-
ernisleg eða málfræðileg. Ólíkl því, sem á sér stað um marga samtíðarmenn hans,
gat hann ekki hugsað lil enskra miðalda öðruvísi en í stórri evrópskri heild, og
hans eigin þekking og hans eigin skilningur á frakknesku haksviði miðensks skáld-
skapar voru sannarlega með miklum fágætum.
Allt frá því er hann hóf að starfa fyrir Clarendon Press, hafði hann — með
óvenjulegum árangri — lagt alúð við að gera starfsemina þar að einhverju sem
meira væri en leið til þess að koma á prent lærdómsritum í fagurri útgerð og afla
þeim svo markaðs um víða veröld. Fyrst sem Assistant Secretary og síðar sem
Secretary leit hann á það sem fremslu skyldu sina að vera leiðtogi og vinur rit-
höfundanna, eldri sem yngri, en þó sérstaklega hinna síðarlöldu. Og það var fvrst
og fremst fyrir leiðsögn hans, að sú gerð lærdómsrita þróaðist, sem sleppti ,Iág-
gróðrinum', til þess að ávextir lærdómsins mætlu koma almenningi að notum.
Sumir þeirra, er fastast héldu í hið forntíðkaða form, hugðu, að með því að
varpa fyrir borð lærdómsumbúðunum væri Sisam tekinn að gefa út almúgalegar
bækur. Sannleikurinn var einmitt hið gagnstæða. Hann var að svipta hurt lærdóms-
hjúpnum, en hélt samt kjarnanum óskertum. Hann var að gefa lærdómsheitinu þess
réttu merkingu með því að nema hurt þær umbúðir, sem dregið höfðu það niður.
Ahrifin af þessari stefnu hans urðu djúpstæð og varanleg. Og margir eru þeir,
sem nú fylgja fyrirmynd þeirri, er Sisam gaf, án þess að þeir séu sér þess meðvit-
andi, hve mikið aðferð þeirra skuldar skoðun hans á því, hvernig gagnlegri bók
skuli háttað.
Ég var einn þeirra manna, er hann skólaði án þess að hann virtist nokkru sinni
beita sér við það. En sá háltur hans, að leyfa aldrei að nokkurt þakkarorð til hans
kæmist á prent, leiddi til mikillar ósanngirni gagnvart þeim manni, er sjálfur var
eitt hinna skærustu lærdómsljósa: manninum, sem kennl gat okkur öllum að skrifa
betri bækur fyrir áhrif sinna eigin bóka, sem hvarvetna báru af - hvort sem þær
voru ritaðar eða aðeins fyrirhugaðar.“
Þetta er þá dómurinn um Kenneth Sisam, handleiðslu hans, verk hans og áhrif
á sviði bókmenntanna. Og sá sem talar, sá sem hér dæmir, er einn hinna lærðustu
manna í miðaldabókmenntum, en einkum forn-frakkneskum, sem höfðu svo víðtæk
áhrif, allt norður til íslands. Hann telur sig hafa lært af Sisam - vitaskuld þegar
hann var að búa til prentunar fyrir Clarendon Press þær útgáfur af Sir Thomas
Malory,0 fimmtándu aldar rithöfundi, sem frægar eru og gerðar með þeim ágætum,