Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1993, Blaðsíða 47

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1993, Blaðsíða 47
SVEINBJÖRN EGILSSON 47 snoturt, og gera þeim kunnuga bókmentasögu íslendinga."11 Og það stendur heima, að frá árinu 1847 er varðveitt íslensk bók- menntasaga, sem Sveinbjörn las fyrir í Lærða skólanum. „Bók- menntasaga Islendinga á að skýra frá þeim ritum sem til eru eftir íslenska rithöfunda," segir þar stutt og laggott í upphafí. Bók- menntasagan skiptist í tvo kafla, og nær hinn fyrri yfir tímann frá landnámsöld til 1056, en hinn síðari fram til ársins 1263. Fyrri kaflinn fjallar að mestu um dróttskáldin, það er að segja þá sem voru skáld Noregskonunga, en hinn síðari um Sæmund og Ara fróða, Einar Skúlason, Snorra Sturluson, Ólaf hvítaskáld og Sturlu Pórðarson. Rakið er æviágrip höfundanna og nefnd helstu verk þeirra. Ennfremur eru þar kaflar um bragfræði og málfræðirit- gerðirnar fjórar. Pessi bókmenntasaga er að því er ég best veit fyrsta íslenska bókmenntasagan sem skrifuð er á íslensku og er hún, eins og margt sem Sveinbjörn ritaði, enn órannsökuð og óútgefin.12 Víkur nú sögunni að öðru. Árið 1633 kom út í Danmörku bókin Snorre Sturlaspns Norske Kongers Chronika udsat paa Danske af Peder Clausspn, Heimskringluþýðing Péturs Clausspns. í þessu riti var líka prentuð þýðing Peder Clausspns á Böglunga sögum. Böglunga sögur segja frá konungunum Hákoni Sverrissyni, Gutt- ormi Sigurðssyni og Inga Bárðarsyni. Auk þess er Hákon jarl galinn allnokkuð viðriðinn þá sögu. Böglunga sögur eru varðveitt- ar í tveim gerðum, lengri gerð og styttri, og var hin styttri lengi vel talin uprunalegri. Sú gerð er meðal annars varðveitt í handriti því sem kallað er Eirspennill. í formála að nýrri útgáfu á Böglunga sögum, sem kom út í Ósló 1988, telur Hallvard Mageröy hins vegar að lengri gerðin sé hin upprunalega. Þessi gerð, lengri gerðin, er aðeins varðveitt í heild í þýðingu Peder Clausspns. Nú er það svo að þegar Fornfræðafélagið var að gefa út Böglunga sögur upp úr 1830, hugkvæmdist útgefendunum að fá Sveinbjörn Egilsson til að íslenska þýðingu Peder Clausspns, og er þýðing Sveinbjarnar á þýðingu Peder Clausspns prentuð í níunda bindi Fornmanna sagna sem kom út í Kaupmannahöfn árið 1835. I formálanum leitast Finnur Magnússon við að færa rök fyrir því að höfundur Böglunga sagna sé enginn annar en Snorri Sturluson, enda nær sagan fram til fyrstu utanfarar Snorra. Ekki tekur 11 Haraldur Sigurðsson (útg.): Skólarœður Sveinbjamar Egilssonar. Reykjavík 1968, bls. 77. 12 Síðan lestur þessi var fluttur hef ég búið bókmenntasögu Sveinbjarnar undir prentun í þriðja bindi tímaritsins Skáldskaparmál sem áætlað er að komi út á haustmánuðum 1993.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.