Vísbending


Vísbending - 18.12.2004, Qupperneq 16

Vísbending - 18.12.2004, Qupperneq 16
VISBENDING Reynt er að kveða verðbólguna niður með samstilltu átaki, fremur en aðhaldi í hagstjóm (þó að hæfilegt aðhald frá hagstjóminni hjálpi til). Þeim sem ekki taka sjálfviljugir þátt í hinu sameiginlega átaki er kippt með nauðugum. Hlutföll launataxta em læst - enginn má semja um meiri taxtahækkun en aðrir (nema um það takist þá ný þjóðarsátt). Það getur verið bagalegt, því að aðstæður á markaði heimta stundum að sum laun hækki meira en önnur, rétt eins og sumar vömr hækka stundum meira í verði en almennt gerist. í þeim atvinnugreinum þar sem launataxtar em aðeins lágmarkskjör laga útborguð laun sig að kröfum markaðarins, en vandræði skapast þar sem yfirborganir tíðkast ekki. Jafnvel ógætilegt tal getur verið hættulegt á þjóðarsáttar- tímum, ekki síst ef í því er sannleiksneisti. Þegar gengið var frá þjóðarsáttarsamningunum, í febrúar 1990, starfaði ég hjá Bandalagi starfsmanna nkis og bæja. Forystan í kjarasamningunum var þá hjá almenna markaðinum og samningar opinberra starfsmanna tóku í flestu mið af þeim. Ekki vom allir opinberir starfsmenn ánægðir með það. Blaðamaður sem fylgdist með samningsgerðinni kvaðst vera mjög varkár í fréttaflutningi af henni og reyna að gera sem mest úr sérstöðu samninga BSRB. Hann vildi ekki stefna þjóðarsáttinni í hættu með því að segja sem var, að opinberir starfsmenn tækju við því sem samið væri um annars staðar. Væntingar vom taldar vera í lykil- hlutverki við að koma verðbólgunni niður. Þess vegna var kallaður saman fundur hagfræðinga úr ýmsum áttum þar sem verðbólguspár fyrir næstu misserin vom samræmdar. Aratug síðar, nálægt aldamót- unum, lagði einn ákafur talsmaður þjóðarsáttar mikið kapp á að lokað yrði fyrir munninn á opinbemm embættismanni sem ekki talaði nógu virðulega um nýjasta afsprengi sáttarinnar. Svo skemmtilega vildi til að á sama tíma teygði anga sína hingað til lands réttindabarátta kín- versks trúarsafnaðar. Þessi sami talsmaður slóst þegar í hóp þeirra sem börðust fyrir rétti fólks í þessum söfnuði til að tjá hug sinn. Aldrei hafði það beitt sér gegn þjóðarsáttinni á íslandi. Hvers vegna skyldi það þá ekki mega segja það sem það vildi? Sjá má nafn þessa manns á undirskriftalista í blöðum frá þessum tíma þar sem meðferðinni á trúarsöfnuðinum er mótmælt (hann þekkist líka á tilsvarinu þegar mál embættismannsins er fært í tal: „Ég trúi ekki á samsæriskenningar“). Nýjar álögur eru annað slagið lagðar á ríkissjóð og launamenn sjálfa til þess að viðhalda friði á vinnumarkaði. Launþegasamtök sem vom hógvær í kaupkröfum fyrir félagsmenn sína þáðu á móti háa rann- sóknarstyrki úr ríkissjóði. Komið var á fót nýjum menntasjóðum, sem kostaðir em af verkafólki, en vinnumarkaðssamtök deila úr. Dæmi em um að sjúkrasjóðir í vörslu verkalýðsfélaga hafi aldrei birt reikninga sína opinberlega. Krafan um birtingu reikninga ætti að vera sjálfsögð, en hún er lágvær, því að enginn vill styggja verkalýðsfélögin. Vinnu- markaðssamtök hafa samið um að stórauka greiðslur til lífeyrissjóða. Samtökin kjósa stjórnir lífeyrissjóðanna, sem kunnugt er. Sjóðimir hafa á seinni ámm að mestu verið reknir á faglegum forsendum, en ekki er þó langt síðan virkja átti þá í mikið pólitískt byggðaverkefni. Vafalaust eiga svipaðar hugmyndir eftir að koma upp síðar. Þjóðhagslegt samráð Sú hugmynd hefur reynst lífseig að verðbólgan ijúki upp ef þjóðar- sáttin rofnar. Svo þarf alls ekki að fara. Seðlabankinn stýrir peninga- prentvélunum og verðbólgunni þar með. Launahækkanir einstakra stétta þurfa ekki að breiðast út um allt hagkerfið. Ef verkalýðshreyf- ingin hættir að vera samvinnufús kann baráttan við verðbólguna á hinn bóginn að kosta meira atvinnuleysi en nú. Annað slagið heyrast raddir um að takast þurfi þjóðarsátt um þetta mál eða hitt. En eins og hér hel'ur komið fram þarf þjóðarsátt ekki að þýða að allir séu sáttir. A henni em bæði kostir og gallar. Þjóðarsátt á vinnumarkaði erekki heldureina Ieiðin til þess að halda verðbólgunni niðri. Þess vegna er ástæðulaust að iöma öllu fyrir hana. H Heimildir: Guðmundur Magnússon (2004): Frá kreppu til þjóðarsáttar, saga Vinnuveitendasam- bands íslands. Sigurður Jóhannesson (1998), Yfirlit um kjaramál, VMSÍ. Gagnasafn Morgunblaðsins. Vísbending, Fulltrúar vinnuveitenda stinga saman nefjum. - 16-

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.