Vísbending


Vísbending - 18.12.2004, Síða 40

Vísbending - 18.12.2004, Síða 40
VISBENDING að stjórnarstarfið sé fullt starf fyrir fleiri en einn. Stjórnar- formaður verður hins vegar að gæta sín að lenda ekki í fram- kvæmdastjórn. Stjórnin á að hafa eftirlit með framkvæmda- stjórninni. Ef stjórnarmaður er kominn í fullt starf þarf hann að sannfæra hluthafa um að hann sinni hlutverki stjórnarinnar en sé ekki hluti af framkvæmdastjórn - hvernig sem hann fer að því. Hvort eitthvað er athugavert við störf stjórnarfor- manns verður hann að eiga við hluthafa en ekki ríkið. SIGLRÐUR EINARSSON: Eg hef áður vikið að því hve mikilvægt er að stjórnarmenn hafi nauðsynlegan tíma og aðstöðu til að sinna skyldum sínum. Formaður stjórnar er þar engin undantekning. Það er hins vegar hægt að krefjast mismunandi framlags af formanni stjórnar eftir því hvort hann gegnir hlutverki sínu í aðal- eða aukastarfi. Formaðurinn, eins og stjórnin öll, stendur síðan reikningsskil gerða sinna gagnvart hluthöfum, bæði á sér- stökum hluthafafundum og aðalfundum. Þeir fundir eru eðli- legur farvegur fyrir nauðsynlegt aðhald og eftirlit með frammi- stöðu stjórnarmanna á hverjum tíma. I skráðum félögum þurfa þessir aðilar jafnframt að standast daglegar kröfur markað- arins. Að því er varðar tjármálafyrirtæki sérstaklega eru þau einnig undir eftirliti opinberra eftirlitsstofnana eins og Fjár- málaeftirlitsins. Þau verkefni sem eru falin starfandi stjórnar- formanni sérstaklega lúta eftirliti annarra stjórnarmanna eins og önnur verkefni. ÁGÚST GLÐMLNDSSON: Ég tel mikilvægt að hluthafar hafi áfram þann rétt að kjósa þá til forystu í félögum sem þeir bera traust til. Ég tel að velgengni þeirra fyrirtækja á markaði sem hafa á að skipa starfandi stjórnarformönnum sýni það og sanni að félögum er akkur í því að hafa starfandi stjórnarformann sem hefur yfirgripsmikla þekkingu á rekstri fyrirtækisins og þeim markaði sem félagið starfar á. FRIÐRIK PÁLSSON: Ég hef mikla reynslu af því að vinna með starf- andi stjórnarformönnum. I sumum tilfellum var það tilgreint sérstaklega að þeir væru starfandi, en í öðrum tilfellum voru þeir það í reynd, þó að þess væri ekki getið með sama hætti. Það getur á margan hátt gefist vel að hafa stjórn- arformenn sem eru mjög virkir og fylgjast afar vel með. í þeim tilfellum skiptir vitanlega mestu máli hvernig þeir skynja stöðu sína og hvernig þeir vinna með framkvæmdastjóranum. Ég vitna í fyrra svar mitt um eftirlit með starfi framkvæmdastjóra. PÉTLR GLÐMLNDARSON: Þekkingu sinni og upplýsingum getur stjórnar- formaður komið á framfæri við framkvæmda- stjóra á fundum þeirra og þannig geta kraftar hans nýst fyrirtækinu en hann á ekki að seilast inn á verksvið framkvæmdastjóra sem er að annast daglegan rekstur. Erfitt er að hafa eft- irlit með störfum hans en væntanlega verður það helst gert með einhvers konar skýrslu framkvæmdastjóra eða annarra starfsmanna til stjórnar. BENEDIKT SVEINSSON: Starfandi stjórnarformaðurgetur hugsanlega gert gagn í sínu fyr- irtæki. Stundum er völdum hlut- hafa dreift með þessum hætti. Eftirlitsskylda annarra stjórn- armanna ætti að verða ríkari en það getur verið óraunhæft í praxís. Sumir stjórnarformenn nú til dags eru í raun starfandi stjórnarformenn og ráða öllu sem þeir vilja ráða, þó að það sé ekki í krafti skipurits heldur ráðandi hlutar. Eftirlitsaðilar hafa einnig ríkari skyldum að gegna ef starfandi stjórnarformenn hafa ekki aðhald frá stjórn, sem e.t.v. er öll handvalin af formanninum. Gott er að hafa góðra manna ráð. En því verri eru heimskra manna ráð sem fleiri koma saman. Hvaða gildi hafa stjórnir, að þínu mati, fvrir fyrirtæki cða hversu niikils virði cru þær og í hvcrju liggur það verð- mæti? BENEDIKT SVEINSSON: Stjórnir fyrirtækja hafa mikið gildi ef starfskraftar stjórnar- manna eru virkjaðir. FRIÐRIK PÁLSSON: Stjórnir fyrirtækja hafa gríðarlegt gildi, ekki aðeins lögbundið, heldur eru virkir stjórnar- menn mikilvægir sem hugmyndabanki fyrir félagið í stefnumótun og við dagleg störf, auk áðurnefndra eftirlitsstarfa. PÉTLR GLÐMLNDARSON: Gildi stjórna fyrir íslensk fyrirtæki liggur í eft- irlitshlutverki þeirra og ákvörðun um ráðningu framkvæmdastjóra og í því að vera honum til traust og halds við erfiðar ákvarðanir í rekstri. Miklu varðar að til setu í stjórnum veljist menn með sem víðtækasta þekkingu á því sviði sem viðkomandi félag starfar á. Það auð- veldar stjórnendum að sjá heildarmyndina og ætti þannig að stuðla að betri ákvarðanatöku. SIGLRÐLR EINARSSON: Stjórnir hafa væntanlega alltaf mikla þýðingu, en hún getur þó verið mismunandi mikil eftir eðli og umfangi fyrirtækjanna og eins eftir hæfni og dugnaði stjórnarmanna. Góð og metnaðarfull stjórn, hvort sem er í litlu eða stóru félagi, getur haft mikil áhrif og í senn veitt stjórnendum fyrirtækjanna aðhald og hvatningu til góðra verka. Traust stjórn getur sömuleiðis leikið stórt hlutverk á erfiðum tíma- Miklu varðar að til setu í stjórnum velj- ist menn með sem víðtækasta þekkingu á því sviði sem við- komandi félag starfar á. I j * | y | Friðrik Pálsson Kunningsskapur meðal jafningja af þessum toga er góður, en raunverulegur vinskapur getur orðið starfsem- inni skaðlegur.

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.