Vísbending


Vísbending - 18.12.2004, Side 42

Vísbending - 18.12.2004, Side 42
VISBENDING Benedikt Jóhannesson. ”að var haustið 1991 sem Skipaútgerð ríkisins komst í fréttimar. Það em ekki nema 13 ár síðan ríkið var að reka skipafélag. Tap var á rekstrinum sem nam milljón á dag og hafði verið í áratug. Fyr- irtækið var stofhað árið 1929 af Hriflu-Jónasi til höfuðs Eimskipaféfaginu. Aðeins einu sinni í rúm- fega sextíu ára sögu fyrírtækisins var hagnaður af rekstrinum. Þjónustan var ódýr og fipur, en það cr náttúrlega auðvefdara að veita slíka þjónustu ef menn þurfa ekki að hafa áhyggjur af afkomunni. Endurminningar STJÓRNARFORMANNS I byijun október 1991 birtist smálrétt í Morgunblaðinu um að 67% teldu þjónustu Skipaútgerðarinnar mikilvæga og að meirihluti væri því and- vígur að þjónustan væri yfirtekin af einkaaðilum. Þegar betur var skoðað sást að úrtak Gallups náði til 179 svarenda á svæðinu frá Snæfellsnesi að VesUnannaeyjum en Suðurlandi að öðru leyú sleppt enda lítið um hafnir þar. Könnuninni var sem sé ekki beint að landsmönnum öllum sem borg- uðu brúsann sameiginlega heldur aðeins að þeim sem nulu niðurgreiðsl- unnar. í ljósi þess kemur kannski á óvart að þriðjungur taldi þjónustuna ekki mikilvæga. En hvers vegna voru menn að velta þessu lyrir sér yfirhöfuð? Ríkisstjómin sem tók við vorið 1991 hafði sett fram tillögur um einkavæðingu á kjör- tímabilinu en Skipaútgerð ríkisins var ekki á lista yfir fyrirtæki sem skyldu seld. Halldór Blöndal samgönguráðherra hélt hins vegar blaðamannafund í lok september þar sem hann kynnti þá steffiu ríkisstjómarinnar „að starfsemi Skipaútgerðar ríkisins verði endurmetin og kannað verði hvort tímabært sé að hætta rekstri fyrirtækisins.“ Selja skyldi eitt skip og hætta flutningum til Færeyja. Sumir töldu Halldór ólíklegan tíl slíkra aðgerða. Hann var dreifbýlisþing- maður sem talaði oft í bundnu máli og mörgum þótti hann býsna ffam- sóknarlegur í afstöðu til mála í gegnum tíðina. Sem sagt, ekki dæmigerður merkisberi einkavæðingarinnar. Hann áttí eftir að koma mörgum á óvart. Umdeild skýrsla Aður en ráðherrann hélt blaðamannafundinn halði hann falið endurskoð- endum að gera úttekt á rekstri Skipaútgerðarinnar. I skýrslunni kom fram að ríkið greiddi með rekstri fýrirtækisins sem fyrr var sagt og vom nefndar þrjár leiðir tíl úrbóta: 1. Breyting á rekstrarskipan Skipaútgerðarinnar, 2. Skipaútgerðin yrði seld, 3. Skipaútgerðin yrði liigð niður. Vænlegast var talið að beita blöndu af lýrstu tveimur leiðunum. Skýrslan var 14 bls. að viðbættum fylgiskjölum og dagsett 7. október. Ljóst var að forráðamenn Skipaútgeiðarinnar voru ekki sáttír við hana og Guðmundur Einarsson forstjóri lagði síðar fram 27 blaðsíðna skýrslu með athugasemdum við þá fyrri. I Fréttabréfi Starfsmannafélags Rikisskips er talað um skýrslu endurskoðandans í hæðnistón og hún nefnd „nýjasta

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.