Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1955, Blaðsíða 2

Frjáls verslun - 01.04.1955, Blaðsíða 2
hliðstæð' gjöld á sams- konar innlendar vörur, og að gera erlendu vör- una þannig dýrari en þá innlendu. Þetta var ráð- andi stefna í verzlunar- málum flestra Evrópu- þjóða í margar aldir. Áhrif hennar hafa síðar farið minnkandi, þó gætir hennar enn nokk- fíirgir Kjaran llð’ L <L 1 íslenzkri tolla- löggjöf. í þessu sambandi er vert að vara við þeim taisvert aJgenga misskiJningi, að allir tolJar séu andstæðir frjálsri verzlun. Svo er ekki, því að meginhluti tolla er nú aðeins fjáröfJunartollar fyrir ríkið, hliðstæður tekjustofn og skattarnir, og eru þeir þá ýmist lagðir á vörur, sem ekki eru framleiddar innanlands, eða ef samskonar vörur eru framleiddar í landinu, þá er greitt af þeim framleiðslugjald jafnhátt tohinum, sem lagður er á innfluttu vörurnar. Slíkir tollar veita enga „vernd“ og eru ekki andvígir frjálsri verzlun, en það ern hinir eiginlegu vemdartollar aftur á móti. Veigameiri tæki til þess að hindra verzlun miJJi Janda nú á tímum eru hin margbreytilegu viðskiptahöft. Eru þau ýmist framlvvæmd í krafti tvíhliða verzlunarsamninga, sem ríki hafa gert með sér, eða sem einhliða aðgerðir viðkom- andi ríkisstjórnar. Haftastefna þessi hefur sýnt hina ótrúlegustu fjölbreytni, en algengustu eðlis- þættir hennar eru þó þessir: Einkasala á erlend- um gjaldeyri er falin sérstökum stofnunum, og leyfi til gjaldeyriskaupa aðeins veitt ákveðnum aðiJum, leyfi þarf einnig til þess að flytja inn allar vörur, aðeins er heimilað að flytja inn viss- ar vörutegundir og það frá tilteknum löndum. Svipaðar reglur eru settar um útflutninginn: Leyfi þarf fyrir útflutningi allra vara, einka- leyfi eru veitt í sumum greinum, skylda er að skila öllum erlendum gjaldeyri, sem aflast, til ákveðinna stofnana o. s. frv. Stefna þessi hefur að meira eða minna leyti verið ráðandi á sviði íslenzkrar utanríkisverzlunar í undanfarna tvo áratugi, þó áhrifa hennar gæti nú minna, og ætti því að vera óþarft að lýsa henni nánar. Þriðja andstæða frjálsrar verzlunar er svo ein- okun utanríkisverzlunarinnar, sem getur verið mismunandi víðtæk, t. d. takmörkuð annað- hvort við inn- eða útflutningsverzlunina, eða. við ákveðna vöruflokka. I algerustu formi birtist einokunin, ef ríkið tekur sjálft að sér rekstur allrar utanríkisverzlunarinnar eða veitir ein- hverjum öðrum aðila slíka einokunarað'stöðu. Við höfum hér lcynni af ýmsum afbrigðum þess- arar verzlunarstefnu. Má þar m. a. nefna einok- un Dana á íslandsverzhininni, Landsverzlunina gömlu, núverandi ríkiseinkasölur á nokkrum innfluttum vörum og einkaleyfi ákveðinna stofn- ana til útflutnings á sumum íslenzkum afurðum. Þá komum við að innanlandsverzluninni. Mis- munun þegnanna getur þar verið með mörgum hætti, fyrst og fremst sem bein afleiðing af ó- frjálsri utanríkisverzlun og í öðru lagi vegna sér- stakra aðgerð'a ríkisvaldsins og annarra aðila. Einn höfuðandstæðingur frjálsrar innanlands- verzlunar er einokunin, Jivort sem stofnað hefur verið til hennar fyrir atbeina ríkisvaldsins, þann- ig að ríkið rekur einkasölu eða hefur veitt öðr- um einkasöluheimild eða aðstöðu, eða einokun- in hefur myndazt án tilverknaðar þess opinbera. Þá getur ríkisvaldið með ýmsum öðrum aðgerð- um gert verzlunaraðstöðu þegnanna ójafna, t. d. með skattaívilnunum, eins og nú á sér stað um kaupfélögin hér á landi, eða með því að meina mönnum að verzla nema á ákveðnum stöðum eða við ákveðin fyrirtæki, eins og átti sér stað á einokunartímabilinu. Loks stríða vöruskömmt- un, „áætlunar-búskapur“ og afnám eðlilegrar verðmyndunar gegn frjálsri verzlun. Kynni manna af þessurn innlendu verzlunarhöftum munu yfirleitt svo fersk, að ástæðulaust er að verja frekara rúmi til þess að rekja þær að- gerðir. 3. Hér að framan hefur hugtaki frjálsrar verzlun- ar verið lýst í stórum dráttum og gerð grein fyrir þeim verzlunarstefnum, sem andstæðastar eru henni. Næst liggur þá fyrir að kryfja til mergjar kosti og galla frjálsrar verslunar og svara þeirri spurningu, hvort hún taki öðrum verzlunarkerf- um fram og sé því æskileg. Ef fella á um það dóm, hvort eitt verzlunar- kerfi sé öðru æskilegra, verður fyrst að gera sér 20 FRJÁLS VEHZLUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.