Frjáls verslun - 01.04.1955, Blaðsíða 7
auka hatur milli Dana og Svía og stofna til
fjárhagsvandræða og megnrar óánægju með
stjórn konungs. Varð það úrræði konungs að'
leita. sátta við gamlan fjandmann föður síns, þá
landflótta, aðalsmanninn Peder Oxe og gera.
hann að fjármálaráðgjafa sínum, en Oxe var
mikilhæfur fjármálamaður og tókst honum að
koma fjármálum ríkisins í lag, meðal annars með
því að hækka Eyrarsundstollinn og koma nýju
skipulagi á um veitingu og meðferð konungs-
léna. Var svo metið að hann hefði með röngu
móti dregið undir sig (iO ]nis. Jóakimsdala og
mátti mikið kallast, áður en hann færi í útlegð'-
ina, en nú koniu gáfur hans til fjárplógs og fjár-
stjórnar ríkinu að góðu haldi. Munu þeir Peder
Oxe og Friðrik konungur hafa átt hið bezta
saman, því að báðir voru hneigðir til fjárafla.
Þarf varla að efa að Oxe hafi styrkt konung
rækilega í áformum hans um að ná sem beztum
fjárhagslegum árangri af viðskiptunum við’ ís-
land, enda varð árangurinn mikill og góður.
Þegar litið er á verzlunarpólitík Friðriks II.
hér á landi kemur í Ijós, að hann hugsaði fyrst
og fremst um það', að hafa af henni sem mestar
tekjur í konungssjóð. En ísland lá þá og hafði
legið alla tíð síðan á dögum Magnúsar Eiríks-
sonar smeks til einka féhirzlu konungs (fata-
búrsins, sem kallað var). Reynsla föður hans
benti til þess, að bæði var örðugt að útiloka er-
lenda kaupmenn frá siglingu hingað, enda voru
Da.nir enn ekki þeim vanda vaxnir, að annast
þessi við'skipti, sízt með þeim hætti, að gjalda
jafnframt þá leigu fyrir verzlunarleyfin, sem
konungi líkaði. Þó hlaut efling hinnar dönsku
verzlunar hér að koma í annarri röð. Lokatak-
markið var að koma allri verzluninni á danskar
hendur, en það hlaut að taka nokkurn tíma og á
meðan hin danska verzlunarstétt var að sækja
í sig veðrið, var um það eitt að gera að' reyna
að hafa sem mest upp úr siglingu hinna. erlendu
kaupmanna.
Þegar Friðrik II. fór fyrir alvöru að snúa sér
að Islandsverzluninni, lét hann Pál Stígsson höf-
uðsmann semja handa sér fullkomna skýrslu um
verzlun og hafnir hér á landi. Hér hlaut auðvit-
að í ljós að koma, að hafnirnar voru misjafn-
lega arðvænlegar. Sagnaritarar hafa bent á það,
að Friðrik II. ha.fi fyrstur konunga tekið upp
þann hátt, að binda verzlunarleyfi við tilteknar
hafnir, þannig að verzlunarleyfið var jafnframt
einkaleyfi til verzlunar á hinni tilteknu höfn
um þann tíma, er leyfið gilti. Þó aðferð þessi
væri að vísu í fyrstu upp tekin til þess fyrst
og fremst að' bægja samkeppni frá þeim s'töðum,
er Danir reyndu að verzla á, þá hlaut brátt að
koma í ljós, er aðferð þessari var víðar beitt,
að keppnin um beztu hafnirnar, er áður var
háð milli kaupmannanna sjálfra innbyrðis, varð
nú að trompi á hendi konungs sjálfs. í stað
þess deila eða semja um þetta efni hver við
annan, urðu kaupmennirnir nú að bjóða liver í
kapp við annan, ef þeir vildu ná tangarhaldi á
tilteknum höfnum, og þessi leikur hlaut svo að
endurtaka sig að leigutímanum liðnum, en hann
var sjaldan lengri en 2—4 ár. Með þessum hætti
tor verzlunarleigan í heild sinni mjög hækkandi,
enda venja að sæta hæsta boði, hver sem í hlut
átti. Þó má sjá þess dæmi, að dönskum kaup-
mönnum var ívilnað um leigu. Leituð'u Ham-
borgarar fast eftir að fá þessu kippt í sitt fyrra
horf, en um slíkt var alls ekki að ræða. Urðu
um þetta hörð átök með konungi og Hamborg-
urum, svo að um 5 ára bil, frá 1574—79, voru
Hamborgarar með öllu útilokaðir frá verzlun í
öllu Danaveldi. Hafði konnngnr sitt fram, enda
var löngum mikill rígur milli hinna þýzku kaup-
manna, er hingað sóttu mest á ofanverðri 16.
öld, Hamborgara, Lýbíkumanna og Brimara, og
gat konungur notað' sér ósamþykki þeirra og ríg
sem á milli var.
Baráttan við Þjóðverja
Hér skal ekki nánara vikið að deilum þeim og
togstreytu. er urð’u um einstakar hafnir á þess-
um tíma. Það yrði of langt mál og flókið, enda
tæplega auðið að gera það, svo að fullt yfirlit
fengist um verzlunina á öllum höfnum landsins.
Þrátt fyrir þær breytingar, sem leiddi af hinu
nýja fyrirkomulagi um leigu einstakra hafna á
dögum Friðriks II., mátti enn milli 1580—90
finna. vott þess, hvernig verzlun landsins skipt-
ist milli hinna erlendu verzlunarborga að fornu
fari. Hamborgarmenn höfð'u einkum hafnir við
Faxaflóa, en þar var Hafnarfjörður höfuðsetur
þeirra frá 15. öld. Lýbíkumenn héldu sig við
Vestfirði, en Brimamenn á Snæfellsnesi. Þó
blandaðist þetta ýmislega. Þannig höfðu Brim-
arar lengi verzlun i Hólminum (Brimarhólmi)
og á Djúpavogi. Norðurlandshafnirnar höfðu
áður verið í höndum Hamborgara, er sóttust
eftir brennisteinsverzluninni, en voru lengstum
I-’IÍJÁLS VERZLUN
31