Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1955, Blaðsíða 59

Frjáls verslun - 01.04.1955, Blaðsíða 59
samrænu við þá aðalreglu „að gjöra þann mismun á inn- an- og utanríkis mönnum“, sem þar kæmi fram. Þess má geta, að sá munur var sumpart í samræmi við tillögur Alþingis, en í þeim var t. d. ætlazt til, að tckið væri lestargjald, 5 rbd. af lest, af erlendum kaupförum (till. þingsins 1845). J. S. bar fram þá vörn viðvíkjandi því at- riði, að Alþmgi hefði háldið, „að sú skoðun væri svo rík hjá stjorninni, að nieta meira gagn Dana cn Islendinga, að þcssi mismunur mundi vera öldungis nauðsynlegur eptir því, sem þá stóð á, til þess að geta vænzt nokkurrar áheyrnar". En miðað við hina nýju stefnu, horfði þetta öðru vísi við. Þá minnti J. S. á, að „stjórnin fann að því við uppástungu al- þingis 1845, að það gjörði þcnnan mun, sem henni sýndist óviðurkvæmilegur með öllu“. Þingið kaus 7 manna ncfnd til að „segja álit“ sitt á frumvarpinu. Átti J. S. sæti í nefndinni og var framsögu- maður hennar. I álitsgerð sinni valdi nefndin þá leið að gera athuga- semdir við hverja einstaka grein frumvarpsins, án þess að bera fram nokkrar tillögur um breytingar á því. Þess í stað lagði hún fram nýtt frumvarp, sem hún hafði orðið sam- mála um að öoru leyti en því, að cinn nefndarmanna hafði nokkra sérstöðu varðandi tvær greinar þess. Þingmenn báru fram fjölmargar breytingartillögur, bæði við frumvarp stjórnarinnar og álit nefndarinnar. Urðu nijög rniklar umræður um tillögurnar sem og málið í heild, er hér verða ekki raktar. Aðeins skulu tilfærð nokkur ummæli konungsfulltrúa og svar J. S. við þcim. Viðvíkjandi störfunr nefndarinnar tók konungsfulltrui fram, að breytingartillögurnar bæru þess ljóst vitni, „að fundur þessi á þá menn, senr með meiri skarpskyggni líta á mál það, sem hér ræðir, heldur en nefndin hefur gjört — Hann sagði ennfrcmur: „Nefndin hefur leitazt við að koma því til leiðar, að það stjórnarfrumvarp yrði fellt, sem í þeim atriðum, sem verulegust eru, er byggt á uppástungum al- þingis íslendinga. Stefna þcssi mun hafa þær afleiðingar, að ómögulegt yrði fyrir stjómina að koma með frumvarp , þar eð ekki væri liægt að taka mark á tillögum fulltrua Is- lendinga. Þessum ummælum konungsfulltrúa svaraði J. S. þanmg: „Ef að hinn háttvirti konúngsfulltrúi finnur mótsögn a milli álits nefndarinnar og alþíngis, þá held eg, að ekki se minni nrótsögn milli þess, scm hann hefur sagt, og þess, sem stiptamtmaðurinn yfir Islandi sagði 1849 á alþíngi, „að það væn skoðun stjórnarinnar, að ef almennt verzlunarfrelsi a:tti að veita, ættu utanríkismenn að fá jafnrétti með Dön- um , og ,,að það hefði líka ætíð verið gagnstætt grund- vallarreglu stjórnarinnar, að láta utanríkisskip borga meiri tolla, en innanríkisskip“. Þetta er nú í verulegri mótsögn við það, sem erindsreki konúngs kemur fram með núna". I umræðunum urðu mjög fáir til að leggja frumvarpi stjórnarinnar liðsyrði, og aðcins nokkrir þmgmcnn lögðust á móti nefndarálitinu, þótt fram kæmu allmismunandi og skiptar skoðanir á ýmsum einstök.um atriðum. Við atkvæða- greiðsluna voru flestar breytingartillögur þingmanna felld- ar og frumvarp nefndarinnar samþykkt nálega óbreytt mcð 38 atkvæðum gcgn 4. Þeir þingmcnn, sem mótatkvæði grciddu, voru allir konungkjörnir. Bar frunrvarpið yfirskrift- ina: „Lög um siglingar og verzlun á íslandi“, og var gert ráð fyrir, að lögin tækju gildi 1. jan. 1852. Þetta frumvarp þingsins var að efni til og í meginatrið- um samhljóða fyrri tillögum þess, en að ýmsu leyti fylira. I því fólst þó sú allveigamika breyting, að innan og utan- ríkismenn skyldu grciða sama gjald fyrir leiðarbréf, 2 rbd. af lestarrúmi, fyrir hverja ferð fram og aftur. Leiðarbréfs- og lestargjaldi því, cr áður bar að greiða, skyldi jafnframt af létt. Kaupmenn voru síður cn svo ánægðir með þetta frum- varp þingsins. Flestir kaupmenn í Reykjavík tóku sig sam- an og sendu stjórninni haustið 1851 ávarp til að andmæla frumvarpinu. Verzlunarmálið var ekki lagt aftur fyrir Alþingi. Ríkis- þingið danska afgreiddi það, án þess að leitað væri álits Islendinga um endanlega afgreiðslu þess. Hins vegar var málið enn tckið fyrir Alþingi 1853. Á Alþingi 1853 Þinginu 1853 bárust tvær bænarskrár urn verzlunar- frelsi, önnur frá almennum fundi á Þingvöllum 29. júní um það, „að þingið minni stjórnina enn nú einu sinni skörulega á nauðsyn vora og rétt til verzlunarfrelsis“, og hin frá fundi að Kollabúðum í Þorskafirði 21. júní, þar sem Alþingi var beð:ð um „enn á ný þegnsamlegast að ánýja þá samhuga ósk og bón allra íslcndinga við stjórn- ina, að hún sem fyrst leysi af oss hin fornu bönd, cr lengi hafa legið á verzluninni" — og konungur „sem fyrst veiti oss frjálsa verzlun, samkvæmt því, er beðið var um á þjóð- þinginu 1851“. Þegar bænarskrá þessi var lögð fram í þinginu, kvaddi konungsfulltrúi sér hljóðs. Gat hann þess, að „miður nauð- synlegt" væri að senda konungi bænarskrá um vcrzlunar- frelsi. Stjórnin hefði á s. 1. vetri lagt fyrir ríkisþingið í Dan- mörku frumvarp til verzlunarlaga fyrir Island, „sem í öll- um höfuðatriðum" væri samkvæmt tillögum þjóðfundarins 185 r, og þing og stjórn væru sammála um þetta efni. En þar eð frumvarpið hefði sætt „töluverðri mótspyrnu og mótmælum erlendis“ og vera mætti, að sum af þeim mót- mælum væru íslandi ekki „alls kostar hentug“, mundi stjórninni ekki vera ógeðfellt, að þau yrðu tekin til yfir- vegunar af þinginu og hún fengi að hcyra álit þess á þeim, áður cn málinu yrði ráðið til lykta. Þingmaður sá, er næstur tók til máls (Jón Guðmunds- frjÁls verzlun 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.