Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1955, Blaðsíða 46

Frjáls verslun - 01.04.1955, Blaðsíða 46
Tli. Thorsteinsson. Þorlákur 0. Johnson. Verzlunarmannafélctg Reykjavíkur Verzlunarmamiafélag Reykjavíkur er stofnað 27. janúar 1891. Ekki eru til gögn fyrir því, hver hafi átt hugmyndina að stofnun félagsins, en miklar líkur benda til þess, að það hafi verið Þorlákur O. Johnson kauprnaður. Hann er einn hinn merkasti maður, sem íslenzk verzlunarstétt hefur átt fram að þessu. Eitt mesta áhugamál Þorláks var að koma hér á fót verzlunarskóla. Gekkst hann fyrir stofnun Menntunarfélags verzlunarmanna 11. marz 1890, er hafði það að markmiði að starfrækja verzlunarskóla. Skóli þessi tók til starfa haustið 1890 og lagði Þor- lákur honum til ókeypis húsnæði. Er heilsu Þor- láks þraut, er varð skömmu síðar, lagðist skól- inn niður. Árið 1891, þann 12. dag janúarmánaðar, komu ýmsir verzlunarmenn saman í kaffihúsinu „Hennes“, sem Þorlákur O. Johnson starfrækti í Lækjargötu 4, til þess að athuga möguleika á því að koma á fót félagi, er sérstaklega hefði það að markmiði að efla samheldni og einingu verzlunarstéttarinnar. Kaus fundurinn nefnd til að vinna að' framgangi málsins. Nefndin kallaði síðan saman fund á veitingastað Þorláks 27. janúar til þess að ganga frá lögum félagsins og endanlegri stofnun þess. Stofnendur félagsins voru 33 að tölu. Voru 22 þeirra verzlunarmenn, 5 kaupmenn, 3 verzl- unarstjórar, 1 veitingamaður, 1 kennari og 1 póstritari. Fyrsti formaður fé'agsins var kosinn Th. Thorsteinsson kaupmaður. Starfsemi félagsins varð fjörug strax í upp- hafi. Fyrirlestrar voru haldnir og nokkuð feng- izt við íþróttastarfsemi, en það blessaðist ekki. Komið' var á fót bókasafni, er var mikið notað, og var töluverðu fé varið árlega til kaupa á blöðum og bókum. Skemmtanalífið varð strax fjörugt, spilað og teflt, og haldnar fjölbreyttar kvöldskemmtanir og dansleikir. Jólatrésskemmt- anir fyrir félagsmenn og börn voru þegar í upp- hafi teknar upp, og árið 1896 var sá siður tek- inn upp að halda jólatré fyrir fátæk börn og gefa þeim gjafir, og hélzt það um fjölda ára. Verzlunarmannafélagið tók þátt í hinum svo- nefndu þjóðhátíð'ah'öldum, sem tíðkuðust nokk- ur ár um og eítir aldamótin. Fyrsti frídagur verzlunarmanna var haldinn hátíðlegur í Ártún- um 14. ágúst 1895. V. R. átti hlutdeild í að koma Verzlunarskól- anum á fót árið 1905 ásamt Kaupmannafélag- inu. Ef litið er yfir sögu félagsins í þau 64 ár, sem það hefur starfað, skiptast þar á skin og skúrir, eins og reyndar gerist í öllum félögum. Fyrstu 17 árin er starfað af kappi, en á árunum 1908— 1919 dró smátt og smátt úr allri starfsemi fé- lagsins, og árið 1918 virðist hún hafa legið niðri með öllu. Má til fróð'Ieiks geta þess, að í árslok 1891 voru meðlimir félagsins orðnir 42 að tölu, en árið 1918 eru þeir aðeins 26. Árið 1920 hefst nýtt uppgangstímabil í sögu félagsins og félagsmönnum fjölgar ört. Tveimur árum síðar eru félagsmenn orðnir 205, og 1931 eru þeir um 3-'í). I ársJok 1935 er meðlimafjöld- inn orðinn 346 og finnn árum síð'ar 630. V. R. var aðili að' stofnun Sambands verzl- unarmannafélaga Islands, er stofnað var sum- arið 1928. Á sambandsþingum, sem háð voru árlega til 1935, voru rædd og teknar ákvarðanir um öll mál, sem varðaði verzJunarstéttina í lieild. a| Er líða tekur á fjórða tug aldarinnar, verða launa- og kjaramál verzlunarfólks oft til um- r i« Ilátíðahald verzlunarmanna á Lœlcjartorgi um síðustu aldamót 70 FRJÁLS VERZLTJN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.