Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1955, Blaðsíða 44

Frjáls verslun - 01.04.1955, Blaðsíða 44
Gunnar Magnússon: Ágrip ai sögu félagsmála verzlunarsiéffarinnar í Reykjavík Fyrstu félög verzlunarstéttarinnar Verzlunarstétt landsins var ekki fjölmenn um miðja síðustu öld. Talið er að henni tilheyrðu um 80 manns árið, sem lögin um verzlunarfrels- ið voru samþykkt. Þrátt fyrir að kaupmanna- stétt bæjarins væri ekki fjölmennari en hún var, þá var hún áhrifamikil og hafði ráðið lögum og iofum hér í höfuðstað'num. Kaupmenn voru í augum almennings „auðvald“ bæjarins. Fátækt var þá almenn og flestir úr tómthúsamanna- stétt voru háðir kaupmönnum og áttu mikið undir náð kaupmanna. Ahrif og ítök kaup- manna hér í bæ lcomu ekki sízt berlega í ljós árið 1848, er kosnir voru fyrstu bæjarfulltrú- arnir eftir nýrri reglugerð frá 27. nóv. 1846. Af þeim 5 bæjarfulltrúum, sem við það tækifæri náðu kosningu „borgaranna“, voru 4 kaupmenn og þrír þeirra af dönsku bergi brotnir. Kosning þessi varð gerð ógild ári síðar og efnt til nýrrar kosningar. Bæjarmönnum heíur þá þótt fulllangt gengið' í auðsveipninni gagnvart káupmanna- valdinu, því aðeins einn þessara fjögurra kaup- manna náði kosningu aftur — og það Islend- ingurinn. Reykjavík var hálf-danskur bær í þá tíð. Flestar elztu verzlanir bæjarins voru í eigu er- lendra kaupmanna. Má t. d. geta þess, að árið, senr verzlunin var gefin frjáls, var meira en helmingur hérlendra verzlana í eigu danskra kaupmanna eða 32 að tölu. Fyrirmannalið bæj- arins var af dönsku bergið brotið og danska al- mennt töluð, og þær alíslenzku fjölskyldur, sem vildu teljast til fyrirmannaliðsins, tóku að' gera hið sama. Dönsku kaupmennirnir, faktorar þeirra og þjónar notuðu dönskuna í öllum verzlunarbókum og reikningum, sem viðskipta- mönnum voru sendir við hver áramót. Öll emb- ættisbréf frá hærri stöðum og allar embættis- bækur bæjarins voru rituð á dönsku. Um aldamótin 1800 og allt fram yfir miðja síðustu öld er talið, að bæjarbragur hér í Reykja- vík hafi verið liinn aumasti. Hér var ýmiskonar félagsskapur, en flestum var það' sameiginlegt, að þar var iðkaður drykkjuskapunr, spila- mennska, dans og reykingar. Ummæli erlendra ferðamanna frá þessum tíma styðja þetta full- komlega. Astandið fór þó batnandi, eftir því sem á leið. Arið 1805 stofnuðu nokkrir menn liér í bæ klúbb að erlendri fyrirmynd. Var það fyrst og fremst drykkju- og spilafélag, eins og áður er frá greint, en eftir að embættismenn og kaupmenn fóru að gefa sig að þessum félags- skap, fór hann einnig að taka að sér önnur ákveðin verkefni. Félagsskapur þessi mun þó hafa lognazt út af árið 1843. Sjö árum síðar var stofnað nýtt klúbbfélag, Bræðrafélagið svo- nefnda, og keypti það gömlu klúbbhúsin og lét reisa nýtt myndarlegt hús. Voru það' einkum kaupmennirnir Siemsen, Biering og Tærgesen, er stóðu fyrir þessum nýja félagsskap. Tilraunin mistókst þó og voru eignirnar síðar seldar. Arið 1865 gaf Carl H. Siemsen kaupmaður veitingahúsið Scandinavia og gamla klúbbhúsið fyrir fyrsta sjúkrahús Reykjavíkur. Eigi er fullkunnugt hvenær hið fyrsta verzl- unarmannafélag í Reykjavík var stofnað, en líkur benda til þess að það hafi verið eftir mitt sumar 1864, og ekki litilokað að' það hafi verið fyrr. Félag þetta bar heitið „Reykjaviks Hand- elsforening“, og gátu aðeins kaupmenn og verzl- unarstjórar orðið félagar í því. Stéttamismunur var þá mikill hér í höfuðstaðnum, og greindist verzlunarstéttin í yfirstétt, kaupmenn, og undir- stétt, verzlunarþjónar. Voru verzlunarþjónar nokkuð settir á bekk með handiðnaðarmönnum. Eigi var að undra, þótt félagið bæri danskt 68 FR.JÁLS VERZLUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.