Frjáls verslun - 01.04.1955, Blaðsíða 51
I5ótt }jessar tölur séu e. t. v. ekki alveg sam-
bærilegar, gefa þær samt rétta mynd af röð
landanna.
Hér verður að' hafa í huga, þegar borið er
saman við það, sem áður er sagt um þýðingu
verzlunarinnar, að verzlun tekur hér ekki ein-
göngu til inn- og útfluttra vara heldur einnig
innlendra vara, og ennfremur bankastarfsemi,
trygginga og ýmiskonar miðlunar.
Því fjölþættari sem framleiðsla lands er og
verkaskiptingin víðtækari, því fleiri starfa til-
tölulega að verzlun og viðskiptum. Að'ur fyrr
framleiddu heimilin sjálf mikinn hluta þess, sem
til viðurværis þurfti, en er nýir atvnnuvegir risu
upp, ið'naður, verzlun, samgöngur og ýmis þjón-
ustustörf, jókst verkaskipting og afköst fram-
leiðslunnar. I þeim löndum, sem lengst eru kom-
in í tækniþróun og velmegun, eru störf heimil-
anna eingöngu fólgin í síðasta undirbúningi und-
ir neyzluna, en framleiðslan að öðru leyti ýtar-
lega sérgreind í tiltölulega stórum fyrirtækjum
með mikil viðskipti sín á milli. I þessum lönd-
um starfa því tiltölulega flestir að verzlun og
viðskiptum.
Gjalda verður varhuga við því að álykta sem
svo, að því minni hluti þjóðarinnar, sem starfar
að verzlun, því ódýrari sé henni vörudreifingin,
því minni sé hinn svokallaði milliliðakostnaður
tiltölulega. Mikil verzlun og fjölþætt er fyrst og
fremst tákn um fjölbreytta framleiðslu og ýtar-
lega verkaskiptingu.
Af þessu má ráða, að það er flókið og eríitt
að skera úr því, hvort vörudreifing sé tiltölu-
lega dýrari hér á landi en í nágrannalöndunum.
Það krefst umfangsmikillar og ýtarlegrar rann-
sóknara.
Bezta tryggingin fyrir því, að vörudreifingin
sé sem ódýrust, er að' verzlunin sé frjáls og hafta-
laus. Með því skapast neytandanum möguleik-
ar til að kaupa það, sem honum hentar bezt, og
nota tekjur sínar þannig, að þær verði honum
sem drýgstar að eigin dómi, og kaupmaðurinn
finnur hvöt hjá sér til þess að kaupa sem hag-
kvæmast og ódýrast inn.
Frjáls verzlun skapast ekki og viðhelzt af
sjálfu sér eins og búskaparhögum er háttað hér
á iandi. Það er skilyrði fyrir frjálsri verzlun, að
jafnvægi sé haldið' í viðskiptunum við útlönd,
en til þess þarf ákveðna stefnu í fjárfestinga-
málum, peningamálum, kaupgjaldsmálum, fjár-
málum ríkisins o. s. frv. Það er mikilsvert, að
r ~ ------------------------ -----
Hjá undirrituðum fæst nú ið alkunna
GAMALT HIGHLAND WHISKY
með sama verði og áður: 1 kr. 80 aurar flaskan.
Hjá sama verða og keypt með háu verði tvinn-
að prjónaband samkembt hvítt með mórauðu,
dökkgráu eða svörtu, líka einlitt mórautt band.
Eyþór Felixsson
kaupmaður.
L----------------------------------------------j
menn geri sér ljós markmið og leiðir í þessum
efnum.
Þeim, sem beint eða óbeint fást við verzlun
og viðskipti, er nauðsynlegt og gagnlegt að geta
aflað sér upplýsinga um verzlunina eða einstaka
þætti hennar. Það er ætlunin að gera hér stutta
grein fyrir því, hvað'a vitneskju hagskýrslur gefa
um verzlun landsmanna, aðallega innflutning og
útflutning frá ýmsum sjónarmiðum séð.
Ytarlegastar upplýsingar er að finna í hinum
árlegu Verzlunarskýrslum Hagstofunnar. Inn-
fluttum og útfluttum vörum er þar skipt í
flokka eftir alþjóðlegri vöruskrá, „Standard
International Trade Classification“, sem Sam-
einuðu þjóðirnar hafa látið gera. — Flokkunin er
byggð þannig upp, að vörum, sem fyrir koma í
utanríkisverzluninni, er skipað í 10 vörubálka
(,,sections“) eftir eðli varanna. Vörubálkunum
er aftur skipt í vörudeildir (,,divisions“), þannig
að í vörubálki eru 1—1!) vörudeildir. Alls eru
vörudeildirnar 52 að tölu. Þeim er aftur skipt í
150 vöruflokka (,,groups“) alls. Vöruflokkunum
er að lokum skipt í 570 vörugreinar (,,items“).
Sundurliðunin í vörugreinar er ekki sérlega
ýtarleg, en látin nægja til þess, að sem flest lönd
geti fullnægt henni. I íslenzku tollskránni eru
um 1000 vörunúmer, og af þeim koma um 1200
fyrir í innflutningi. Auk þess skiptir Hagstofan
um 45 tollskrárnúmerum. í þeirri töflu Verzl-
unarskýrslna, sem sundurliðunin er ýtarlegust,
er hvert tollskrárnúmer og undirnúmer, ef svo
ber undir, sérstakur liður, en jafnframt sýndar
samtölur fyrir hverja vörugrein, -flokk, -deild og
-bálk. Tafla þessi sýnir brúttómagn innfluttra
vara og f.o.b,- og c.i.f.-verðmæti þeirra eftir
þessari flokkun. Skrá er í verzlunarskýrslunum,
FRJÁLS VEUZLUN
75