Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1955, Blaðsíða 1

Frjáls verslun - 01.04.1955, Blaðsíða 1
VERZLUN Birgir Kjaran, hagfræðingur: FRJALS 1. í flestum styrjöldum og þjóð'félagsbyltingum, sem átt hafa sér stað síðustu 150 árin, hefur „frelsið“ verið eitt höfuðvígorðið. Þó eru fá hug- tök nú á tímum umdeildari en einmitt frelsishug- takið. Meira blelc hefur streymt undanfarna ára- tugi til þess að skilgreina, sérgreina, falsa og út- vatna þetta hugtak en blóðið, sem fyrri kynslóðir úthelltu fyrir hugsjónina. Menn hafa greint frels- ið eftir áttunum, austrinu og vestrinu, tengt það1 atvinnumálum, stjórnmálum, trúmálum og kyn- ferð'ismálum, og miðað það ýmist við frelsi þegn- anna frá ríkinu, eða ríkisins frá þegnunum. I miðri orrahríð síðustu styrjaldar tóku nokkrir höfuðleiðtogarnir sig til og reyndu að skilgreina inntak þeirra frelsishugsjóna, sem barizt var fyr- ir. I ýtarlegri yfirlýsingu sinni láðist þeim þó að geta um tvenns konar frelsi, sem frjálsir þegnar munu þó ekki telja minnst um vert, en það er frjálst neyzluval, eða neyzlufrelsi, og athafna- frelsi, en verzlunarfrelsið er í raun réttri nokk- urskonar samnefnari fyrir þetta hvorttveggja. A þeim tímamótum, tr liðin er ein öld frá því að landsmenn fengu fullt frelsi til þess sjálfir að reka verzlun sína, er því ekki úrvegis að staldrað sé við og menn gefi sér nokkurt tóm til mats á verzlunarfrelsinu eða a. m. k. til þess að hugleiða þá verzlunarhæt.ti, sem kenndir hafa verið við' frjálsa verzlun. t mjög stuttu máli er því miður ómögulegt að gera. svo viðamiklu íhugunarefni full skil. í þessari hugvekju verður því látið við það sitja að stikla á stóru og aðeins varpað fram nokkkrum þeim meginspurningum, er svars krefjast, og munu þessar verða helztar: Hvað er frjáls verzlun? Hvað'a verzlunarkerfi eru and- stæð frjálsri verzlun? Hverjir eru kostir og gall- ar frjálsrar verzlunar? Og að lokum: Er frjáls verzlun æskileg? Mun ég reyna að svara spurn- ingum þessum skýrt og skorinort, enda þótt lík- legt sé, að sterkari rök mætti flytja í lengra máli og með flóknari sönnunum. 2. Frjáls verzlun er það verzlunarkerfi, sem gef- ur öllum jafnrétti til verzlunar, ívilnar hvorki né íþyngir og skapar hvorki einstaklingum né ákveðnum hópum neina réttarlega eða raunveru- lega sérstöðu til verzlunarreksturs. Á þetta jafnt við um verzlun milli ríkja sem iimanlands. Þegar athugaðar verða hér til hliðsjónar þær verzlunar- stefnur, sem andvígar eru frjálsri verzlun, verður þó til hægri vika greint milli untanríkisverzlunar og innanríkisverzlunar. Höfuðandstæða frjálsrar verzlunar milli landa var í upphafi tollverndarstefnan. Tilgangur hennar er að „vernda“ innlenda framleiðslu með því að leggja toll á aðfluttar vörur, en engin FK.TÁLS VEliZLUN 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.