Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1955, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.04.1955, Blaðsíða 21
Reykjavlkurhöfn nm aldamótin 1800 amtmanni. Gilcui [)au aðcins eina ferð milli landa, og bar að greiða fyrir þau 36 rbsk. eftir silfurverði af hverju lestar- rúmi skips, er rann í Jarðabókarsjóð. Vegabréfin skyldu synd ræðismönnum Danmerkur til áritunar í öllurn höfnum erlendis, er komið væri til. Við heimkomuna skyldu vega- bréfin afhent sýslumanni (í Rvk. bæjarfóg.), er bar að senda þau áfram r.il stiftamtmanns. Af framangreindu má Ijóst vera, að skilyrði þau, sem sett votti fyrir verzlun útlendinga við Island, með tilskip- uninni ltá 1816, voru svo ströng, að þau útilokuðu þá frá siglingum og jafngiltu því algjörðu banni. Mun sá og hafa verið tilgangurinn, enda hafði engin stefnubreyting orð- ið hjá stjórninni í þessum málum. — Fyrir kaupmenn hér á landi, sem reka vildu bein viðskipti við önnur lönd en Danmörku, hlaut að verða til mikils óhagræðis að mega ekki nota erlend skip til siglinganna. Lestargjaldið var og þungbær skattur. Á tímabilinu frá 1839 til 1854 voru ekki gefin út ncin lagaákvæði eða stjórnarfyrirmæli, sem máli skiptu fyrir verzl- unina. V iðreisnarbaráttan Hér að framan hefir skipan og löggjöf verzlunar á Islandi verið nokkuð lýst, frá því að einokunin var afnum- in 1786 og ný verzlunarlöggjöf sett á árunum 1786—93, þar til verzlunarfrelsið var innleitt árið 1855. — Allt þetta tímabil voru verzlunarhættirnir að mestu óbreyttir í fram- kvæmd. Aðstaða íslendinga til að fylgja fram óskum sm- um um aukið verzlunarfrelsi var næsta veik, meðan ein- veldið var í algleymingi og landsmenn voru sviptir öllum afskiptarétti af málum sínum. En nú höfðu þeir atburðir gerzt í nágrannalöndunum, er skiptu sköpum í sögu ís- lenzku þjóðarinnar. I hinum andlegu og stjómarfarslegu byltingum, sem urðu hér í Norðurálfu á síðari hluta 18. og fyrri hluta 19. aldar, risu sterkar frelsisöldur, er flæddu yfir öll lönd í vesturhluta álfunnar og skoluðu burt hásætum einvalds- konunga. Margir ungir íslendingar urðu gripnir af hinum nýja frelsisanda. Tóku þcir að eggja þjóð sína lögeggjan að hcfja samstillta baráttu fyrir alhliða endurrcisn þjóðlífsins og gerðust sjálfkjömir leiðtogar hennar í þeirri baráttu. Þeir hófu útgáfu fræðandi rita við hæfi alþýðu manna, í því skyni að ná eyrum almennings, vekja hann af dvala deyfð- ar og sinnuleysis og vinna hann til fylgis við þau þjóð- þrifamál, er þeir vildu láta landsmenn sameinast um í þágu eigin hags og velferðar. Án þessara málgagna hefði þeim lítið orðið ágengt. Áður hefir verið minnzt á afskipti Magnúsar Stephen- sen af verzlunarmálunum, en hann beitti sér eindregið fyrir fullu verzlunarfrelsi. En hann lét mörg önnur mál til sín taka, cr horfðu til þarfra endurbóta og nytsamra fram- kvæmda. Vann hann að framgangi áhugamála sinna með FKJALS VERZLUN 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.