Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1955, Side 27

Frjáls verslun - 01.04.1955, Side 27
Ólafur Björnsson, prófessor: Peningamálin og verz lunarfrelsið Á þessum tímamótum, þegar minnzt er 100 ára afmælis verzlunarfrelsis á Islandi, er ekki óviðeigandi, jafnframt því sem horft er um öxl og minnzt unninna sigra, að' einnig sé hugleitt, með hverju móti verzlunarfrelsi verði bezt tryggt í framtíðinni, því að þótt verzlunarfrelsið, sem veitt var 1855, væri mikilvægt spor í þróuninni til frjálsra viðskiptahátta, væri það hættuleg sjálfsblekking að líta svo á, að með því hafi verzlunarfrelsi verið tryggt í eitt skipti fyrir öll. Baráttan fyrir frjálsri verzlun verður þvert á móti ævarandi, og það' má ekki loka. augunum fyrir þeirri raunalegu staðreynd, að fyrir hefur það komið, á þeirri öld, sem liðin er síðan verzl- unarfrelsið heimtist úr höndum Dana, að verzl- unin hefur verið hneppt í meiri fjötra fyrir að- gerðir innlendra stjórnarvalda en lnin nokkru sinni hefur búið við', síðan einokuninni var af- létt 1787. Nú virðist hinsvegar svo komið, fyrst og fremst vegna. sárbiturrar reynslu þjóðarinnar af ófrelsi því í viðskiptamálurn, sem lengst af var ríkjandi allt árabilið 1932—51, að allir aðhyll- ast verzlunarfrelsi í orði kveðnu, og svo virðist sem þátttakan í hátiðarhöldum í tilefni af af- mælinu rnuni verða ahnenn, óháð' ágreiningi um opinber mál að öðru leyti. En það er ekki nóg að víðtækt samkomulag sé um kosti frjálsrar verzlunar, það þarf einnig að stjórna efnahagsmálum landsins þannig, að hægt sé að hafa verzlunina frjálsa. Það sem meg- inmáli skiptir í því sambandi er stjórn peninga- og gjaldeyrismálanna, og verður það því megin- efni þessarrar greinar að ræða það hverjum skil- yrðum þarf að vera fullnægt á þessum sviðum, ef komast á hjá höftum í utanríkisviðskiptum. Gengismálin og verzlunarfrelsið Til þess að frjáls verzlun sé annað og meira en nafnið tómt, þurfa gjaldeyrisyfirfærslur landa á milli að vera frjálsar. En til þess að svo rnegi vera, þarf gengisskráningin að vera í samræmi við raunverulegan kaupmátt peninganna. Þessu skilyrði hefur að jafnaði ekki verið full- nægt hér á landi, og afleiðing þess liefur verið verzlunarhöftin, sem valdið hafa þjóðarbúinu ómetanlegu tjóni. Orsök þessa misræmis milli gengisskráningarinnar og kaupmáttar pening- anna á innlendum markaði, er fyrst og fremst sú, að annarsvegar hefur ekki tekizt að halda innlenda verðlaginu í skefjum, en hinsvegar hefur gengislækkun vegrið óvinsæl ráðstöfun, þannig að til hennar hefur ekki verið gripið, nema sem algjörs neyðarúrræðis. Þrátt fyrir stöðuga rýrnun á kaupmætti pen- inganna innanlaands, er kaupmætti þeirra gagn- vart erlendri mynt þannig haldið óbreyttum. Af þessu leiðir, að menn sækjast eðlilega eftir því að kaupa svo mikið af erlendum gjaldeyri, sem þeir eiga kost á, því að þannig auka þeir kaupmátt peninganna. Afleiðingin verður svo meiri eftirspurn eftir erlendum gjaldeyri en 'liægt er að fullnægja, og er þá gripið' til innflutnings- hafta, þar sem sú leið er talin þrautaminni í bili en ráðstafanir, er komið gætu á jafnvægi í gjaldeyrisverzlunni. Að vísu eru innflutningshöftin engin lausn gjaldeyrisvandræðanna, eins og reynslan hefur hvað eftir annað sýnt okkur íslendingum. Þvert á móti leiða. þau til vaxandi öngþveitis, ekki eingöngu í gjaldeyrismálum, heldur og á öðrum sviðum efnahagslífsins. Hið frjálsa framtak í verzluninni er þannig algjörlega lamað, en það FRJÁLS VERZLUN 51

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.