Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1955, Blaðsíða 30

Frjáls verslun - 01.04.1955, Blaðsíða 30
Skólahítsið við Grundarstíg. Dr. Jón Gíslason, skólastjóri: Yerzlunarskóli íslands fimmfugur Skólinn hefut' verið vagga og skjðl framtakssamri veraslunarstétt Eitt sinn, er rætt var um málefni Verzlunar- skólans á alþingi, komst merkur maðtir svo að orði í þingræðu: „Það hefði átt að vera eitt hið fyrsta verk vort, eftir að vér fengum fjárforræði, að setja á stofn verzlunarskóla. Það mundi hafa borið þúsundfaldan ávöxt“. Vissulega er þetta sannmæli. An traustrar þekkingar verður verzlun ekki rekin með góð- um árangri. Mun þekkingarskortur landsmanna í verzlunarmálum einatt hafa valdið stórtjóni fyrstu áratugina, eftir að verzlunin var gefin frjáls. Engum var það kunnar en verzlunar- mönnum sjálfum, hvílíkt nauðsynjamál það var að efla menntun stéttarinnar, enda er Verzlun- arskólinn sprottinn upji af viðleitni þeirra í þessa átt. Verzlunarskóli Islands var, svo sem kunnugt er, stofnaður árið 1905 og verður því fimmtugur á þessu ári. Þessara merku tímamóta í sögu skólans mun verð'a minnzt á hausti komanda, m. a. með útgáfu minningarrits. Verður þar að nokkru rakin saga skólans. Hér skal aðeins drep- ið á örfá meginatriði. Kaupmannafélagið og Verzlunarmannafélagið í Reykjavík stóðu að stofnun skólans. Kusu þau félög fyrstu stjórnarnefnd skólans. Skólastjóri var ráðinn Ólafur G. Eyjólfsson, maður prýði- lega menntaður bæði almennt og í verzlunar- fræðum sérstaklega. Veitti hann skólanum for- stöðu tíu fyrstu árin, sem hann starfaði. Þótt við mikla fjárhagsörðugleika væri að etja, dafn- aði skólinn furðanlega. Starfaði hann lengst af í þremur deildum: undirbúningsdeild, miðdeild og efstu deild. Er Ólafur G. Eyjólfsson iét af skólastjórn ár- ið 1915, var Jón Sivertsen ráðinn forstöðumaður skólans. Gegndi hann því starfi til ársins 1931. Aðsókn að skólanum fór stöðugt vaxandi, en fjárhagurinn var jaínan mjög erfiður og húsa- kynnin óhentug. — Tvennt má merkast telja í sögu skólans á þessu tímabili: Fyrst það, er Verzlunarráð íslands tók að sér rekstur skólans. Var frá þeim málum að fullu gengið i júlí árið 1922. Skipaði Verzlunarráðið þá sérstaka skóla- nefnd til að hafa á hendi málefni skólans. Hinn merkisatburðurinn var sá, er stofnaður var 3. bekkur árið 1926. Lengdist námið þá um eitt ár. Var skólinn þannig þriggja ára skóli, auk undir- búningsdeildar. Árið 1931 lét Jón Sivertsen af stjórn skólans. Urðu það ár mikil þáttaskil. Ráðizt var í að kaupa húseignina. Grundarstíg 24, þar sem skól- inn hefur starfað síðan. Hlutafélag var stofnað til að annast þessi húsakaup. — Um leið og skól- inn flutti í hin nýju húsakynni, tók Vilhjálmur Þ. Gíslason við stjórn hans. Efldist skólinn nú brátt að nemendafjölda og fjölbreytilegri mögu- leikum til náms. Árið 1935 var skólanum breytt úr þriggja. ára skóla í fjögurra ára skóla. Fram- haldsdeild var starfrækt um tíma fyrir þá, er lokið höfðu verzlunarprófi. Sum árin var og efnt til ýmissa sérnámskeiða. Loks var merkilegum áfanga náð með stofnun lærdómsdeildar við skólann árið 1942. Tók hún til starfa haustið 54 FHJÁLS VERZLUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.