Frjáls verslun - 01.04.1955, Blaðsíða 48
GarSar Oislason, jyrsti form. VerzlunarráSs íslands.
síðasta áratuginn. Félagið var gert að hreinu
launþegafélagi, og atvinnurekendur viku úr því.
Fór sá aðskilnaður fram í fullri vinsemd. Við'
það tækifæri voru Verzlunarskólanum færðar
stórgjafir frá félaginu.
Á þessum vegamótum í sögu félagsins er það
orðið eitt stærsta launþegafélag landsins, og er
félagatalan nú yfir 1400.
Verzlunarmannafélags Tteykjavíkur bíða nú
margvísleg verkefni, fyrst og fremst kjara- og
hagsmunamál verzlunarfólks í Reykjavík, en fé-
lagið má aldrei missa sjónar á sínu upphaflega
markmiði, menningarmálunum. Þau eiga að
vera eitt af rnegin hugðarefnum félagsins í fram-
tíðinni.
Verzlunarráð íslands
Verzlunarráð Islands er stofnað 17. september
1917 á „fulltrúafundi verzlunarstéttarinnar“, er
haldinn var hér í bæ. Tildraga að stofnun þess
er að leita lengra aftur í tímann, ]jví að það er
Kaupmannafélagið í Reykjavík, sem helzt kem-
ur við sögu Verzlunarráðsins, en það félag var
stofnað 1899. Voru flestir eða allir helztu kaun-
menn bæjarins í félaginu. Beitti félagið sér fyrir
framkvæmdum í ýmsum málum og hafði marg-
vísleg áhrif. Innan vébanda félagsins var fyrst
rætt um nauðsyn allsherjarfélagsskapar kaup-
sýslumanna. Mun það hafa verið í ársbyrjun
1907, að stjórn félagsins sendi út boðsbréf til
kaupmanna um land allt mn stofnun eins alls-
herjar kaupmannafélags á íslandi. Ekki bar
þessi viðleitni þann árangur, sem til var ætlazt,
og félagið hélt áfram að vera reykvísk stofnun.
Fleiri tilraunir voru gerðar til að ná til allra
kaupsýslumanna landsins, og 1914 var nafni fé-
lagsins breytt og það kallað Kaupmannaráð Is-
lands. Stofnun Verzlunarráðsins er einskonar
framhald af starfsemi Kaupmannaráðsins, og
stofnunin undirbúin af hendi þess. Stofnfundur
Verzlunarráðsins var svo haldinn 17. sept. 1917,
eins og fyrr segir. Tilgangur þess var ákveðinn
sá, að vernda og efla verzlun, iðnað og siglingar
landsmanna, og settar reglur um störf þess í ein-
stökum atriðum. Stofnendur Verzlunarráðs Is-
lands voru 156 kaupsýslumenn og fyrirtæki.
Garðar Gíslason stórkaupmaður var kosinn
fyrsti formaður ráðsins. Núverandi fonnaður
þess er Eggert Kristjánsson stórkaupmaðúr, og
hefur hann verið endurkosinn í þá virðingar-
stöðu árlega síðan 1949. Hefur hann átt sæti í
stjórn ráðsins síðan 1935.
Sem heildarsamtök kaupsýslumanna og fyrir-
tækja hefur Verzlunarráðið haft mikil og marg-
vísleg afskipti af ýmsum löggjafarmálum sem
verzlunarstéttina vörðuðu, allt frá því að það
var stofnað. Árið' 1923 tók Verzlunarráðið að
sér starfrækslu og fjárhag Verzlunarskólans, af
Kaupmannafélaginu og V. R.
Verzlunarráðið hefur tilnefnt menn í samn-
inganefndir um utanríkisviðskipti, og samninga-
gerðir við erlendar þjóðir bornar undir það.
Um allmörg ár hélt ráðið úti riti, er nefndist
„Verzlunartíðindi“,. og nú gefur það út blaðið
„Ný tiðindi“.
Fyrir forgöngu ráðsins hafa verið haldin verzl-
unarþing, þar sem tekin voru til meðferðar þau
mál, sem á hverjum tíma hafa verið efs't á baugi
meðal kaupsýslumanna. Mörkuðu þessi þing
stefnuna, sem fara skyldi eftir. Einnig gekkst
ráðið fyrir allsherjar fundi kaupsýslumanna og
iðnrekenda árið' 1948, er vakti verðskuldaða at-
hygli alþjóðar.
Verzlunarráðið hefur frá upphafi haldið uppi
skrifstofu í Reykjavík. Var fyrsti skrifstofustjóri
þess Georg Olafsson, síðar bankastjóri, en Helgi
Bergsson hagfræðingur hefur haft þetta starf með
höndum síðan 1943. Hefur skrifstofan haft með
höndum hinn mesta fjölda mála, sem verzlun-
arstéttina vörðuðu og haft hafa hina mestu þýð-
ingu.
72
FR.TÁLS VERZLUN