Frjáls verslun - 01.04.1955, Blaðsíða 28
er látið verða meira og minna háð pólitízkum
duttlunguin hlutaðeigandi stjórnarvalda, hverjir
fá að skipta við önnur lönd.
En ef slíkt ástand ekki á að skapast, er nauð-
synlegt að jafnvægi sé í gjaldeyrisverzluninni
og gengið skráð í samræmi við það'. Það er ekki
nóg að slíkt jafnvægi náist endrum og eins, en
það á sér helzt stað að nýafstöðnum gengisfell-
ingum, heldur þarf að leggja megináherzluna á
það að halda jafnvæginu við. En þá er komið að'
öðrum þeim höfuðþætti efnahagsmálanna., sem
mesta þýðingu hefur í þessu sambandi, en það
eru banka- og peningamálin og verður næst vik-
ið að þeim.
Bankamálin og verzlunarfrelsið
Eins og hér hefur verið rakið, getur ekki verið'
um frjálsa gjaldeyrisverzlun að ræða. nema geng-
ið sé skráð þannig, að jafnvægi sé milli fram-
boðs og eftirspurnar eftir erlendum gjaldeyri.
Slíkt jafnvægisgengi má tryggja með tvennu
móti.
Onnur leiðin er sú að liafa gengið' breytilegt
frá degi til dags eftir því sem framboð og eftir-
spurn erlends gjaldeyris segir til um.
Hin leið'in er sú að hafa fast gengi, en haga
þá stjórn peninga- og verðlagsmála þanng, að
gengi það, sem ákveðið hefur verið, sé jafnvægis-
gengi.
Fyrri leiðin var farin í mörgum löndum
Evrópu, m. a. hér á landi fyrstu árin eftir fyrri
heimsstyrjöldina. Hiðl síbreytilega gengi, sem
búast má við að myndi fylgja. í kjölfar slíks fyr-
irkomulags, myndi þó hafa í för með sér marg-
víslegt óhagræði og öryggisleysi fyrir viðskipta-
lífið'. Ef kaupgjald er að meira eða. minna leyti
látið breytast samkvæmt vísitölu er og mikil
hætta á því, að síbreytilegt gengi myndi hafa
í för með sér óstöðvandi verðbólguþróun en siíkt
fyrirkomulag í kaupgjaldsmálum hefur víða ver-
ið tekið upp á síðari árum svo sem kunnugt er,
m. a. hér á landi. Telja má því að þessi leið
komi vart til greina miðað við' núverandi að-
stæður.
Ef tryggja á jafnvægisgengi, munu því flestir
sammála um, að síðari leiðin sé æskilegri. A
tímum gullfótarins var peningakerfið byggt upp
með það fyrr augum að um gengisbreytingar,
neinu næmi, gæti ekki verið að ræða, og gaf það
fyrirkomulag góða raun í flestum Evrópulönd-
um fyrir fyrri heimsstyrjöldina, Eftir það að
pappírsfótur varð hið ríkjandi myntkerfi, hefur
kveðið meira að gengissveiflum, og ef komast
hefir átt hjá þeim, hefur gjarnan orðið' að kaupa
það því verði að grípa hefur orðið til innflutn-
ingshafta, I sjálfu sér er þó ekkert því til fyrir-
stöðu, að hægt sé að samræma það tvennt, að
gengið sé söðugt og utanríkisverzlunin sé þó
frjáls, jafnvel þótt pappírsfótur sé, og þar sem
ekki eru líkur á því, að' gullfóturinn verði endur-
reistur í náinni framtíð, verður málið hér rætt
á þeim grundvelli, að pappírsfótur sé ríkjandi.
En telji menn það tvennt æskilegt, að gengið
sé stöðugt og verzlunin haftalaus, verður stjórn
peningamálanna að vera í samræmi við þessi
markmið. Það sem mestu máli skiptir í því sam-
bandi eru útlán bankanna. Þeim verð'ur að haga
með það fyriraugum, að ekki leiði til verðþenslu
innanlands. Ber í því sambandi að leggja á það
höfuðáherzlu, að útlán til fjárfestingar séu ekki
meiri en svarar sparifjármyndun í landinu. Ef
bankarnir veit lán umfram það, sem þeim berst
af sparifé, kemur það fram í hækkuðu verðlagi
og kaupgjaldi, sem aftur veldur aukinni eftir-
spurn eftir erlendum gjaldeyri, þannig að’ um
tvennt verður að velja, gengisfellingu eða verzl-
unarhöft.
IMeginorsaka þess ófrelsis á sviði utanríkis-
verzlunarinnar, sem Islendingar liafa lengst af
átt við að búa, síðan þeir urðu einráðir um stjórn
peninga- og gengismála sinna, er án efa að leita
í því, að ofangreindra reglna hefur ekki verið
gætt.
Liggja og sumpart til þess eðlilegar ástæð'ur.
Ör fólksfjölgun og niðurníðsla atvinnuveganna
allt fram á síðustu tíma hefur gert það að verk-
um, að þörfin fyrir fjárfestingu hefur verið mikil.
Hinsvegar hefur sparnaður verið takmarkaður
sökum fátæktar þjóðarinnar. Til þess að koma
til móts við almennar óskir um margvíslega
fjárfestingu, hefur því verið gripið til þess að
láta. bankana lána til Iiennar, þótt útlánin hafi
þannig orðið verulega umfram það sparifé, er
þeim hefur borizt. Verðþenslan, sem af þessu
hefur leitt, hefur svo á liinn bóginn orðið í senn
til þess að auka eftirspurn eftir lánum til fjár-
festingar og draga úr sparnaðinum, þannig að
vandræðin á lánsfjármarkað’inum ha-fa farið
stöðugt vaxandi.
Annað atriði, sem niiklu máli skiptir, ef jafn-
vægi á að haldast í gjaldeyrisviðskiptunum, er
afkoma ríkissjóðs. GreiðsIuhaJIi í ríkisbúskapn-