Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1955, Page 64

Frjáls verslun - 01.04.1955, Page 64
☆☆☆ SAMTIHINGUEI ☆☆☆ Á árunum 1787—1800 komu 55 skip hingað til lands, samtals 43(>6 smálestir að stærð'. Voru þau öll dönsk. Á tímabilinu 1841—1850 komu 104 skip. 7664 smálestir. 1881—1890 komu 207 skip, 41.324 smálestir, þar af 41.3% frá Dan- mörku, 46.6% frá Englandi, 11.3% frá Noregi, 0.8% frá öðrum löndum. Árið 1907 komu 496 skip til landsins, 163.717 smálestir að stærð. 40% þeirra var frá Dan- mörku, 36% frá Bretlandi, 21% frá Noregi og 3% frá öðrum löndum. Með því að ég áforma að bregða mér til Eng- lands með næsta póstskipi, sem fer héðan G. maí n.k., vildi ég vinsamlegast mælast til þess að mínir viðskiptavinir, er borga mér vanalegast í peningum, borguðu mér skuldir sínar núna um mánaðamótin. Þorlákur O. Johnson kaupmaður. Þjóðólfur var eitt helzta blaðið um 1880 og var í honum töluvert af auglýsingum. Jafnframt var hann einnig einskonar „Lögbirtingablað" og birtust í honum opinberar tilkynningar. Aug- lýsingar voru á bernskuskeiði um 1880. Yoru þær fyrirferðarlitlar eins og blöðin sjálf. Gjaldið fyrir auglýsingar í Þjóðólfi var: „í samfelldu máli með sináu Ietri 2 aurar hvert orð, 15 stafa frekast, með öðru letri eða setning 1 króna og 50 aurar fyrir þumlung dálkslengdar. Borgun út í hönd“. ----o----- Fyrsti kaupmaður Reykjavíkur var Christian Sunchenberg, en verzlunarhús lians stóðu fyrir vesturenda Hafnarstrætis. Robert Tærgesen kaupmaður lét rífa gömlu húsin 1855 og reisa hús það, sem enn stendur þar. Þar var Fischer- verzlun síðan til húsa, en nú er Ingólfs Apótek í þeim húsakynnum. ----o----- Fyrsti sparisjóður landsmanna var stofnaður 1872. Árið 1907 voru þeir orðnir 26 að tölu. Um 1854 voru taldir um 80 menn í verzlunar- stéttinni en 1912 um 4000. -----o---- Árið 1872 var stofnað nýtt embætti, sem áður var alveg óþekkt hér, sem sé póstmeistara- embættið, og fyrsti póstmeistari landsins skip- aður ÓIi P. Finsen. Hann hafði áður fengizt við verzlun (var um tíma faktor hjá W. Fischer), skipaafgreiðslu og bókasölu. -----o---- Árið' 1787 var verzlunarlóð Reykjavíkur út- mæld. Árið 1788 kom til framkvæmda auglýsingin frá 18. ágúst 1786, en þar með var einokunar- verzlunin úr sögunni, en hún hafði þá staðið í 121 ár. Reykjavík er þannig jafn gömul verzl- unarfrelsinu. Þegar einokunin féll úr sögunni reis höfuðstaður Islands upp. Árið 1789 er fyrsta verzlunarhúsið byggt í Reykjavík, svonefnt Brekkmannshús, er stóð við Kaðlarabraut „innréttinga“ Skúla fógeta, er síð- ar nefndist Strandgata og nú heitir Ilafnar- stræti. Árið' 1790 er enn byggt verzlunarhús og tveim- ur árum síðar eru byggð þrjú ný verzluarhús. ------------------------o---- Verzlun P. C. Knudtzons byrjaði hér í bæ um 1792, og nefndist framan af Norðborgarverzlun, en frá 1815 var hún alltaf kennd við Knudtzon eða „grosserann“, eins og það var kallað. „FRJÁLS VERZLUN” Útgefandi: Verzlunnrmannafélag Reykjavíkur. Formaður: Guffjón Einarsson. Ritstjórar: Gunnar Magnússon og Njáll Simonarson. Ritnefnd: Birgir TCjaran, formaður, Gunnar Magnússon, Ingvar N. Pálsson, Njáll Símonarson, Olafur I. Ilannesson, Oliver Steinn Jóhannesson og Þor- björn Guðmundsson. Skrifstofa: Vonarstræti 4, S. hæð, Reykjavík. Sími 5293. VÍKIN csprent __________________________________________________/ 88 FRJÁLS VEUZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.