Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1955, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.04.1955, Blaðsíða 13
Dr. Björn Björnsson: Barátfan um verzlunarfrelsið L Skipan verzlunar á íslandi 1786-1855 Aðfaraorð Það cr vart ofmælt, að verzlunaráþján sú, sem íslenzka þjóðin átti við að búa um hart nær tveggja alda skeið, cða frá 1602—1787, hafi átt einna mestan þátt í því, að nærri stappaði, að landið legðist í eyði og þjóðin liði undir lok. Margs konar óáran, harðindi, eldgos og drcpsóttir hrjáðu að sönnu þjóðina oft á þessu tímabili. En hún stóð berskjöld- uð gagnvart hamförum náttúrunnar og hinum skæðu far- sóttum vegna þcss, að verzlunaránauðin og önnur efnahags- leg kúgun, samfara stjórnarfarslcgu harðrétti og gjörræði hafði mergsogið bjargræðisvegi hcnnar. Þjóðin var ofurseld hungri, kulda, vcsöld og hvers kyns kröm og volæði. Við síðasta mikla reiðarslagið, Skaftárcldana 1783, var mælir ógæfu hénnar loks fullur. Stjórnarvöldunum varð nú ljóst, að lengra yrði ekki haldið á sömu braut. — Islenzku þjóðarinnar biðu nú bjartari og betri tímar, raunar mark- aðir mörgum áföngum harðrar baráttu fyrir efnahags- og stjónarfarslegu frelsi og sjálfstæði og endurhcimtu fornra landsréttinda. Oft hefir skyggt í álinn og róðurinn rcynzt þungur í crfiðri lífsbaráttu, lcngst af við kröpp kjör. Það var aðallega þrennt, sem olli straumhvörfunum, auk þess scm aðstæðurnar sjálfar knúðu á: 1. Nokkrir mikilhæfir og þjóðhollir Islendingar höfðu tekið upp skelegga og markvissa baráttu fyrir málstað lands síns og þjóðar gegn kaupmannavaldinu og leitazt við að sveigja stcfnu stjórnarinnar í viðreisnar- og umbótaátt, m. a. hvatt til endurbóta á verzlunarháttunum. 2. Viðskiptastefna sú (mcrkantilisminn), er mjög hafði mótað stefnu þjóðhöfðingja og ríkisstjórna í efnahagsmál- um þjóðanna allt frá því á 16. öld, hafði nú lifað sitt feg- ursta og var að daga uppi fyrir upprennandi sól frelsishug- sjóna, einnig á sviði verzlunar og viðskipta. 3. Hallarekstur sá, er varð á vcrzluninni, er konungur neyddist til að taka rckstur hennar í sínar hendur, lciddi stjórninni fyrir sjónir, að ábata var ckki að vænta af ís- landsverzluninni fyrir fjárhirzlu konungs og að slík vcrzlun væri því síður cn svo keppikefli frá því sjónarmiði séð. Viðnám íslendinga Er líða tók á 18. öldina var hagur landsins orðinn mjög bágborinn, cnda höfðu harðindi og óáran sorfið fast að þjóð- inni, og verzlunaránauðin varð sífellt þungbærri. Á Alþingi árið 1700 var hið bága ástand rætt. Komu flestir málsmet- andi menn sér saman um að rita konungi bréf, biðja hann ásjár í raunum og bágindum þjóðarinnar og að senda mætti mann á hans fund til að skýra fyrir honum hinn bága hag lands og þjóðar. Varð konungur vel við málaleitan lands- manna. Mikill umbótahugur var nú vaknaður mcð Dönum, er lýsti sér í viðleitni til að ráða bót á ýmsum misfellum frá fyrri tímum. Kom að því, að íslendingar nutu í ýmsu góðs af þessari umbótaviðleitni. Var nú farið að stofna til rann- sókna á högum Islands, ásigkomulagi atvinnuveganna, nátt- úrufari landsins o. s. frv. Þeim rannsóknum var svo haldið áfram öðru hverju alla 19. öldina. En þrátt fyrir þessar rannsóknir og margs konar tillögur og bollaleggingar um endurbætur, svo og fjárframlög af hendi konungs, seig stöð- ugt Iengra og lengra á ógæfuhlið, þar til farið var að slaka á einokunarfjötrunum. En eftir það hélt verzlunin lengi fyrra svipmóti sínu og var landsmönnum þung í skauti. Árið 1702 var þcirn Árna Magnússyni (1663—1730) prófessor og Páli Vídalín varalögmanni falið að ferðast um landið og rannsaka allan hag þess og m. a. að gera tillög- ur um endurbætur á verzlunarhögunum. Höfðu þeir félag- ar því gott tækifæri til að kynnast þeim málum og hlut- ast til um þau. Verzlunin hafði verið reyrð í æ fastari fjötra eftir því, sem lengra leið á 17. öldina. Kaupmenn hugðust nú enn herða að hnútunum með því að koma til leiðar, að öll verzl- unin yrði fengin í hendur sameiginlegu félagi þeirra. Árni Magnússon taldi, að það fyrirkomulag myndi valda lands- mönnum enn þyngri búsifjum en ef kaupmennirnir verzl- uðu hver á sinni höfn. Fékk hann afstýrt félagsverzluninni meðan hans naut við. Er Árni var fallinn frá (1730)1 lcið ekki á löngu, þar FRJÁLS VEHZLUN 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.