Frjáls verslun - 01.04.1955, Blaðsíða 10
lendu kaupmönnum, þýddi að reyna að spyrna
á móti. Eins og nú var komið gat hann með
stuttum fyrirvara tekið alla. verzlun landsjns
undir sig sjálfan, eða fengið hana hverjum sem
hann vildi.
Einokunin hefst
Það er venja að telja, að verzlunareinok-
unin hefjist 1(502, með fyrsta einokunarsamn-
ingnum. En hún hefst reyndar miklu fyrr. Fræ-
ið sem hún er af sprottin, liggur reyndar fal-
ið í hinni ævagömlu kröfu konungsvaldsins um
rétt til þess að' heimta af kaupmönnum gjald
fyrir leyfi til þess að sigla hingað til verzlunar.
Þó er það ekki sjálf einokunin, því að' þetta
má skoða sem heppilega og nauðsynlega aðferð
til þess að hafa hömlur á því, hverjir hingað
sigla, svo að hægara væri að koma lögum yfir
þá, ef nokkurs þyrfti með. Auk þess er hér urn
tekjustofn að ræð'a, sem eftir atvikum mátti
sanngjarnt kalia. Þá fyrst verður hér um ein-
okun að ræða, þegar verzlunarleyfin eru bundin
við sérstakar hafnir. Hér ríður konungur sjálfur
á vaðið með stofnun konungsverzlunarinnar í
Vestmannaeyjum 1558, því að efasamt má telja,
að Kaupmannahafnarbær hafi í í-aun og veru
haft einokunarvald á verzluninni þar á árunum
1553—57, heldur aðeins umráðarétt hinn sama
og konungur áð'ur taldist hafa. Erá 1562, er kon-
ungur leggur einokun á brennisteinshafnirnar
norðanlands, rekur hver einokunarsamningurinn
annan, hver höfnin af annarri er einokuð. Það
er eftirtektarvert, að Hamborgarar gera hörð-
ustu mótspyrnuna gegn einokuninni á fyrstu ár-
um hennar. A árunum 1574—79 má kalla, að
ófriður ríki milli þeirra og konungs út af þessu.
Þá þegar hafa hinir reyndu þýzku kaupmenn
séð, hvert stefndi. Og að sjálfsögðu sáu Tslend-
ingar þetta líka. Um það vitnar bréf frá alþingi
1576, þar sem talað er um annarlega kaupmenn,
þ. e. danska kaupmenn, og er þar sveigt að
Markúsi Hess.
Afleiðingarnar
Það er rannsóknarefni fyrir sig að athuga,
hvernig verzlunarkjör hér á landi á síðara hluta
16. aldar breytast til hins verra, og hversu mikil
sú breyting er. Hér kemur ]já einnig til greina
að rannsaka og leiða í ljós orsakir þessarar breyt-
ingar. Mikill fjöldi samtíma heimilda ber vott
um það, að menn haifa flindið glögglega til þess,
að verzlunarkjörin fóru versnandi yfirleitt og
þar með hnignaði landshögum öllum.
Magnús Jónsson prúði, sýslumaður í Isafjarð-
arsýslu og Barðastrandarsýslu, minnist reyndar
ekki á verzlunina bein-
línis í aldarfarslýsingum
sínum í Pontusrímum.
Þó er kunnugt að hann
háði allharða baráttu
gegn harðnandi verzlun-
arkjörum á Vestfjörðum
um sína daga, eins og
kaupsetningar hans bera
vott um. (Saga M. P.
bls. 84—90). En hér var
við ramman reip að
draga. Sýnt er, að verzl-
un sú, er rekin var fyrir
reikning konungs, lét sizt á sér standa að hækka
verð á erlendri vöru langt umfram það, er tíðk-
azt hafði á fyrra hluta aldarinnar. Af dómi
Magnúsar prúða um kaupskap frá 1589 má
sjá það', að þýzkir kaupmenn voru ekki heldur
neinir englar í verzlunarsökum, og er vafamál,
að þeir hafi boðið betra verðlag en hinir dönsku
kaupmenn, en líkast til þó haft að jafnaði betri
vörur. Athugandi væri þá, hvort að breytingin
á sjálfu verzlunarlaginu, þ. e. einokun einstakra
hafna, hafi haft í för með sér harðari verzlun-
arkjör. Slíkt er hugsanlegt, þótt reyndar verði
ekki séð, að á þessum tíma væri neinar hömlur
innanlands, er bindi menn við' tilteknar hafnir,
eftir því hvar þeir voru búsettir, svo sem síðar
varð. Þó mun erfitt að sýna slíkt með röksemd-
um; til þess eru gögn urn verðlag of strjál. Hitt
er alkunnugt, að verðlag fór almennt liækkandi
á 16. öld. Peningavelta óx stórkostlega og þar
með hverskonar viðskipti. Gull og silfur lækk-
aði í verði, er mikið magn þessara málrna
streymdi til álfunnar frá Vesturheimi einkum.
Er talið að' þessi almenna verðhækkun á vörum
hafi numið því, að vöruverð almennt hafi tvö-
faldazt. Þetta hafð'i mikil áhrif víða um lönd, t.
d. í Danmörku, þar sem stóreignamenn og léns-
herrar fengu mikið magn af landbúnaðarvörum
upp í landskuldir, er þeir gátu síðan selt úr
landi eða innanlands fyrir peninga við tvöföldu
verði eða jafnvel þreföldu. Þessi verð'hækkun
kemur fyrst fram í Danmörku um 1530 og held-
ur áfram fram á miðja 17. öld. Hér á landi var
vfirleitt ekki um að ræða verzlun með öðrum
Kristján IV.
34
FRJÁLS VERZLUN