Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1955, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.04.1955, Blaðsíða 14
til verzlunin kæmist í hendur samtaka kaupmanna. Á ár- unum 1743—'58 var hún í höndum Hörmangarafélagsins svonefnda. Varð einokunin aldrei cins illræmd og í tíð þess félags. Fyrir harðvítuga baráttu Skúla Magnússonar (1711 —1794), sem tók við embætti landfógeta 1749, varð fé- lagið að hrökklast frá, eftir að hafa gert sig sekt um alls konar yfirtroðsitir og sviksemi. Tók konungur þá við rekstri verzlunarinnar til bráðabirgða, en sætti færi að koma henni af höndum sér aftur, enda varð haili á rekstrinum. Eftir að konungur hafði látið reka verzlunina um 5 ára skcið, vcitti hann verzlunarfélagi einu í Kaupmannahöfn, er nefndist Hið almenna vcrzlunarfélag, einkarétt til vcrzlunar á íslandi í 20 ár, frá 1864 að telja. Reyndist það félag litlu betur cn Hörmangarafélagið, bcgar frá leið. Skúli Magnús- son, sem cnn stóð dyggilega vörð um málstað landa sinna, fékk félagið dæmt í mikiar fjárbætur (4.400 rd.) fyrir að flytja skemmt mjöl til landsins. Leysti konungur félagið frá verzlunarrekstrinum 1874, þegar einkaleyfistími þess var hálfnaður, og tók hann aftur í sínar hendur. Einokunarverzlun á Islandi mátti nú heita fullreynd og stóð ntjög höllum fæti. Hafði enginn einn maður átt meiri þátt í þvi að bregða fyrir hana fæti en Skúli Magnússon. Hugsjón hans var, að verzlunin yrði frjáls og alinnlcnd. Barðist hann ötullega fyrir þeirri hugsjón sinni og gcrði ýtarlegar tillögur um framkvæmd hennar. Vinur Skúla og samherji, Jón Eiríksson, sem átti sæti í stjórninni og naut þar rnikils álits, var einnig hlynntur frjáisri verzlun, þótt hann gengi ekki eins langt í því efni og Skúli. Hann taldi, að ekki væri tímabært að gefa verzlunina frjálsa, og vann því á móti framkvæmd þeirrar hugmyndar. — Jón Eiríksson beitti annars hinurn miklu áhrifum sínum til að vinna landi sínu og þjóð allt það gagn, sem hann mátti, og er talinn hafa átt meginþáttinn í þeim tilraunum til viðreisnar og cndurbóta, scm ráðgerðar voru og ráðizt í mcðan hans naut við. Einokunin á undanhaldi Ánð 1770 skipaði konungur nefnd til að rannsaka hag landsins og gera tillögur um allt það, er hún tcldi að mætti verða þjóðinm til gagns og viðreisnard) Skyldi hún m. a. íhuga verzlunarhættina, mcð tilliti til einokunarverzlunar og frjálsrar verzlunar. Komst nefndin að þeirri niðurstöðu, að einokunarverzlunin væri landinu skaðleg, og lagði til, að verzlunin yrði gcfin frjáls, eftir að landið hefði verið reist úr því eymdarástandi, sem það var komið í. Gerði nefndin ýmsar tillögur til umbóta á högum landsins, scm stjórnin aðhylltist og síðar var sumpart hrundið í fram- kvæmd.2) 1) Lovsaml. for Island III., bls. 639—642 og 665—667. 2) Lovsaml. IV., bls. 34—50. Árið 1785 skipaði konungur aðra nefnd,3) og hafði hún tvíþætt hlutverk: 1. Að rannsaka afleiðingar Skaftáreldanna og gcra tilögur um raunhæf úrræði og bjargráð. 2. Að leggja á ráðin um alhliða umbætur á högum þjóðarinnar, og skyldi nefndin í því cfni styðjast við álit og tillögur nefndarinnar frá 1770. Var óskað cftir ýtarlegri álitsgerð og ákvcðnum t liögum um ýmis nánar tilgrcind atriði.4 5) Nefndin skiiaði áliti sumarið 1786. Sýndi hún með ýtarlegum útrcikningum, að sú skoðun, að einokunar- verzlunin væri ávinningur fyrir fjárhirzlu konungs og Island, hcfði ekki við nein rök að styðjast. Yfir 11 ára tímabilið, frá 1774 til 1784, höfðu tekjur (2.924.638 rd.) og gjöld (2.902.370 rd.) nálega staðizt á, en þá hefðu eng- ir vextir vcrið reiknaðir af því fé (1.050.000 rd.), scm lagt hafði verið í verzlunina. Samfara þessari slæmu afkomu verzlunannnar væri efnahagsafkomu landsins stefnt í voða. Jafnframt sýndi nefndin frarn á kosti frjálslegri verzlunar- hátta. Lagði hún til, að verzlunin yrði gefin frjáls við alla þegna Danakonungs í Evrópu, en öðrum hins vcgar ckki veitt þátttaka í henni. Gerði nefndin ýmsar aðrar tillögur varðandi fyrirkomulag verzlunarinnar, svo og stuðning við atvinnuvegina o. fl. Afnám einokunarverzlunar 1786 Með úrskurði 18. ágúst 1786,5) sbr. opið bréf, dags. s. d.,6 7) bauð konungur, að þáverandi fyrirkomulag vcrzl- unar á íslandi skyldi afnumið og öll ákvæði varðandi ein- okunarverzlunina felld úr gildi frá 1. jan. 1788 að telja og verzlunin gefin frjáls við alla þegna hans í Evrópu (þ. e. Dani, að meðtöldum íbúum hertogadæmanna, Norðmcnn, svo og Islendinga sjálfa). „Sé það því allranáðarsamlegast lcyft þessum Vorum þegnum að sigla til Islands frá hverj- um inn- eður útlenzkum stöðum, og eins frá íslandi til sérhvers inn- cður útlenzks staðar, er þeir helzt vilja, haldi þcir aðcins boðorð þau, scm almcnnt útgefin eru um kaup- höndlun og skipfarir til þvílíkra staða“7) — Hins vegar var jafnframt lagt bann við því, að þegnarmr ættu nokk- ur vcrzlunarviðskipti við annarra þjóða menn á Islandi, hverra erinda, sem þeir kæmu þangað. Sömuleiðis mátti einungis sigla „innléndum" skipuni í verzlunarerindum til íslands, þ. e. skipum framangreindra þjóða. — Ánð 1814 gekk Noregur undan dönsku krúnunni og gilti þá sama um Norðmenn og aðrar þjóðir utan danska ríkisins. 3) Lovsaml. V., bls. 118—120. 4) „stilet forncmmeligen derhcn, hvorledcs Handelen fra nu af kunde gives en saadan Indretning og föres efter saadanne Regler, der bedst maate være skikkede til Forbe- redeise for en efter Landets Omstændigheder dannet og for den hele Stat nyttig og fordclagtig Handels-Frihed“. 5) Lovsaml. V., bls. 301—316. 6) Lovsaml. V., bls. 317—338. 7) Lovsaml. V., bls. 319. 38 FUJÁLS VEltZLUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.