Frjáls verslun - 01.04.1955, Blaðsíða 47
Núverandi stjórn V. R. — F. v.: Jlannes Sigarðsson, Daníel Gíslason, Einar Elíasson, Gunnl. Briem, Pétur Sœmundsen, Guðjón
Einarsson, lngvar N. Pálsson, Októ Þorgrímsson, Einar Ingimundarson, Gunnl. Þorbjömsson og Olajur 1. IJannesson (jramlcv.stj.)
ræðu innan félagsins. Sú barátta hófst með skip-
un fyrstu launakjaraneíndar V. R. 1937. Var
lokunartími sölubúða aðalviðfangsefni þessarar
fyrstu nefndar og fékkst allveruleg stytting á
vinnutíma verzlunarfólks. Haustið 1939 voru
kjaramál verzlunarmanna tekin fastari tökum.
Upp frá því má segja að hagsmunamál verzlun-
arfólks fari að verða eitt helzta viðfangsefni fé-
lagsins.
í marz 1940 var húseignin Vonarstræti 4
keypt og skrifstofa félagsins flutt þangað, en
árið áður hafði verið ráðinn sérstakur skrifstofu-
stjóri til að annast dagleg störf. Við' þessi húsa-
kaup í hjarta bæjarins opnuðust möguleikar
fyrir aukinni starfsemi, og um haustð sama ár
var félagsheimilið opnað.
Arið áður, í janúar 1939, hóf félagið útgáfu á
sínu eigin málgagni, FRJÁLSRI VERZLUN, er
hefur komið út óslitið síðan.
Á árunum 1943—44 fékk félagið kr. 80.000.00
að gjöf til styrktar námsfólki, sem leggur stund
á verzlunarfræði. Var gefandinn Tlior Jensen,
og ber sjóðurinn nafn lians.
Haustið 1945 gerðust allrnikil tíðindi í sögu
félagsins, er stofnaðar voru innan vébanda þess
þrjár launþegadeildir, er hafa skyldu með hönd-
um málefni launþega, sér í lagi kjaramálin.
I beinu áframhaldi af þeirri skipulagsbreyt-
ing'u náðist merkasti áfanginn á þróunarbraut
kjaramála verzlunar- og skrifstofufólks, er und-
irritaður var heildarsamningur um lágmarks-
kaup og kjör meðlima í V. R., þann 18. janúar
1946. Með þeim samningi var í fyrsta sinn við-
urkenndur samningsréttur félagsins. Verður
þessi dagur ávallt talinn einn hinna helztu merk-
isdaga í sögu V. R. Guðjón Einarsson hefur ver-
ið formað'ur félagsins síðan 1946.
Sama ár er stofnað byggingarsamvinnufélag
V. lt., og hefur félagið þegar reist nokkur hús.
Á síðasta aðalfundi V. R., er haldinn var 28.
febrúar s.h, var svo stigið síðasta lokasporið á
þeirri þróunarbraut, sem félagið hefur stefnt að
FRJÁLS VERZLUN
71