Frjáls verslun - 01.04.1955, Blaðsíða 54
fengu þjóðbankarnir aðstöðu til að skipta á
gjaldmiðli þá'tttökuríkjanna fyrir milligöngu
greiðslubandalagsins, svo að hægt var að greiða
skuld í einu landi með inneign í öðru landi. Þess-
ar ráðstafanir hafa gert viðskiptin frjálsari og
greiðari en áður var, og hafa Islendingar notið
góðs þar af, sérstaklega í sambandi við saltfisk-
sölur til Italíu. Þrátt fyrir þetta frjálsræði í
milliríkjaviðskiptum hafa samningar milli að-
ildarríkjanna að efnahagssamvinnustofnuninni
ekki fa.llið niður, en þeir ná nú aðallega til þeirra
vörutegunda, sem ekki eru á frílista.
Listar yfir innflutningsvörur eru nú alveg
horfnir úr samningunum við Vestur-Evrópurík-
in, en aftur á móti eru í samningunum við Dan-
mörku, Frakkland og Þýzkaland kvótar fyrir ís-
lenzkar aiurð'ir, sem ekki eru á frílista í þessum
löndum. I sænska samningnum er loforð um að
leyfður verði innflutningur á þeirri saltsíld, sem
Síldarútvegsnefnd semur um sölu á til Svíþjóð-
ar. Islenzkar afurðir má flytja inn óhindrað í
Italíu og þarf því ekki að semja um það sérstak-
lega, en í ítalska samningnum er sérstök áherzla
lögð á, að íslendingar kaupi meir af ítölskum
vcirum til þess að meiri jöfnuður náist í við'skipt-
um en verið hefur.
Samningar Islands við Vestur-Evrópuríkin
hafa verið framlengdir árlega, og franski samn-
ingurinn á hverju misseri, með litlum breyting-
um, nema austurríski og írski samningurinn,
sem hafa óákveðinn gildistíma.
Jafnkeypissamningar
Margar beztu viðskiptaþjóðir Islendinga
fylg'ja þeirri höfuðreglu í utanríkisviðskiptum
sínum, að innflutningur þeirra frá ákveðnu landi
skuli vera jafn útflutningi þeirra til sama lands.
Land, sem einkum flytur út fisk og fiskafurðir
á ekki annan kost en að semja á grundvelli jafn-
keypisviðskipta, ef það vill selja a-furðir sínar
til þessara landa. Um nauðsyn jafnkeypisvið-
skipt.anna fyrir Island geta. ekki verið skiptar
skoðanir, enda þótt menn geti að sjálfsögðu deilt
um, hversu víðtæk þau ættu að vera eða hversu
hagstæð einstök vörukaup frá þessum löndum
eru.
Samningunum við Finnland og Austur-Evrópu
löndin, önnnr en Rúmeníu, fylgja tveir vöru-
listar, annar yfir íslenzkar afurðir og hinn yfir
vörur hlutaðeigandi lands. Eru ákveðnir kvótar
fyrir livern vöruflokk, sem samningsaðilar skuld-
binda sig til að veita leyfi fyrir, en þar með er
ekki tryggt að úr viðskiptunum geti orðið, því
að það fer eftir því, hvort samkomulag næst um
vörukaupin milli kaupanda og seljanda.
í samningnum við Brazilíu er lofað að veita
innflutningsleyfi fyrir ákveðinni upphæð af
saltfiski og í staðinn verði keypt kaffi og aðrar
Brazilíuvörur. Samningarnir við Israel, Spán og
Rúmeníu eru ekki bundnir \’ið ákveðnar vörur,
en í þeim eru almenn ákvæði um jafnkeypisvið-
skipti.
Um greiðslufyrirkomulag og gagnkvæman yf-
irdrátt hjá þjóðbönkunum er venjulega gerður
sérstakur greiðslusamningur; þó eru stundum
sérstök ákvæði um þetta í viðskiptasamningn-
um.
Þýðing jafnkeypisviðskiptanna hefur farið
vaxandi undanfarin ár. Á síðastliðnu ári nam
útflutningurinn til jafnkeypislandanna 295 milj.
króna eða 34.8% af heildarútflutningnum, en
innflutningurinn þaðan á sama tíma nam 370
miljónum króna eða 33.5% af heildarinnflutn-
ingi.
Ekkert landa Vestur-Evrópu hefur hlutfalls-
lega eins mikil viðskipti við Austur-Evrópu og
Island og er þar um að ræða næstum eingöngu
jafnkeypisviðskipti.
Aukning freðíisksframleiðslunnar er ein aðal-
orsök fyrir vexti jafnkeypisviðskiptanna. Frysti-
tæknin hefur opnað markaði fyrir nýjan fisk,
sem ekki var hægt að nýta áður. Freðfiskurinn
er undirstaðan undir viðskiptunum við 5 jafn-
keypislönd, en það eru Sovétríkin, Tékkóslóva-
kía, Austur-Þýzkaland, Israel og Ungverjaland.
Saltfiskur er aðalútflutningsvaran til tveggja
jafnkeypislanda, Spánar og Braziliu, en sild er
stærsti vöruflokkurinn í samningunum við Finn-
land og Pólland. Til Rúmeníu hefur ennþá ekk-
ert verið selt og einnig mjög lítið keypt þaðan.
Það er athyglisvert við þróun utanríkisvið-
skiptanna eftir stríð, að þau eru nú mun dreifð-
ari en þau voru áður. Markaðslöndin og inn-
kaupslöndin eru nú miklu i'leiri en fyrir stríð.
Eylgja því augljósir kostir að viðskiptin gangi
beint og milliliðalaust og eins ætti að vera; meira
öryggi í að sala íslenzkra afurða dreifðist á
marga markaði og verði engum einum þeirra
um of háð. Til þess að þetta megi takast eru
viðskiptasamningar óhjákvæmilegir og vegna
framleiðsluhátta eru þeir þýðingarmeiri íslend-
ingum en flestum öðrum þjóðum.
78
FRJÁLS VERZLUN