Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1955, Blaðsíða 26

Frjáls verslun - 01.04.1955, Blaðsíða 26
Skrijstoja Thomsens-verzlunar 1907. fæti af því að landsmenn sjálfir höfðu ennþá tak- markaðan skilning á nauðsyn og gildi þessara. framfaramála. En hér var nýr grundvöllur lagð- ur og í þessu sambandi er einkum ætlunin að benda á ])á nýjung, sem hhitafélagsstarfsemin var í íslenzkum atvinnumálum. Sú stefna, sem þar var mörkuð, átti seinna eftir að koma fram í nýjum formum og hafa mikil áhrif á alla þró- un atvinnu- og viðskiplamála. Fyrsta félagsverzlunin Annað form fyrir nýjum framkvæmdum í við- skiptalífi verzlunarfrelsisins á einnig rætur sín- ar að rekja til Reykjavíkur, löngu seinna. Það er félagsverzlun almennings, á grundvelli þeirra hugmynda, sem Jón Sigurðsson setti fram. Hann hafði skrifað grein um „Félagsskap og samtök“ í Ný félagsrit 1844. Þar sagði hann m. a.: „Aldrei sýnir menntun manna fagrari ávöxtu, en þegar mörgum tekst að samlaga sig til að koma fram mikilvægum og viturlegum fyrirtækjum“. Með- al þess, sem hann telur að menn eigi að bind- ast félagsskap um, eru verzlunarmálefnin, fyrst og fremst til þess að beiðast verzlunarfrelsis og svo til þess „að slá sér saman til kaupa og sölu“. Þessa hugmynd um verzlunarfélag ákváðu nokkrir menn í Reykjavík að' framkvæma árið 1848. Þeir héldu fund á sumardaginn fyrsta og stofnuðu félagsskap til framkvæmda um garð- rækt og verzlun. Félaginu skiptu þeir í tvær deildir og var önnur þeirra verzlunarfélag. rFil- gangur þess var sá að kaupa í samlögum ýmsan erlendan varning og reyna að selja íslenzkar af- urðir. I þessu félagi voru ýmsir menntamenn, iðnaðarmenn og tómthúsmenn í Reykjavík og einhverjir bændur í nágrenninu. Verzlunarár- ferði var heldur óhagstætt, svo að ekki varð mikið úr verzlunarframkvæmdum, en samt töldu félagsmenn sig hafa hagnazt allvel á innkaupum sínum fyrst í stað, en afurðasalan gekk miður. Síðan mun deyfð hafa færzt yfir félagið. Það var seinna endurreist af Jóni Guðmundssyni rit- stjóra og var þá einskonar hlutafélag, eða hluta- veltufé’ag, eins og þá var sagt og í daglegu tali var félagið og verzlun þess kölluð Veltan. Eftir því heitir ennþá Veltusund í Reykjavík. Þetta félag varð gjaldþrota. Þó að ekki tækist þessi tilraun mjög vel, var hér beygður krókur að því, sem síðar varð og hafði mikil áhrif á viðskiptalíf verzlunarfrelsis- ins. Fyrsta félagsverzlun landsins hafði verið stofnuð í Reykjavík. Síðar urðu aðrar verzlun- arframkvæmdir í svipaða átt mjög umtalaðar og áhrifamiklar, þótt þær yrðu einnig síðar að lúta í lægra haldi fyrir illu árferði og eríiðleik- um. Það voru Gránufélagið og Verzlunarfélagið við Húnaflóa. Hér hefur aðallega verið bent á tvenn at- hyglisverð fyrirtæki í viðskiptasögu verzlunar- frelsistímans — upphaf hlutafélaga og félags- verzlunar, sem verður undanfari samvinnufélag- anna. En verzlun kaupmanna og kaupfélaga hefur sameiginlega mótað' verzlunarstefnu tíma- bilsins. Oft hefur verið deilt um þessi mál og stundum harðlega, en í heild sinni hefur þróun- in verið í þeim anda, sem forystumenn verzlun- arfrelsisins mörkuðu í upphafi, og þá fyrst og fremst Jón Sigurðsson, að það sé verzluninni sjálfri og þjóðlífinu öllu happasælast, að verz, unin sé frjáls. Karhnannajaiadeildin í Thnmsens-verzhm 1907. 50 FRJALS VERZLUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.