Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1962, Qupperneq 17

Frjáls verslun - 01.12.1962, Qupperneq 17
lítill kaupsýslumaður og átti lengst af ekkert haf- fært skip, enda lá verzlun hans að mestu niðri sein- ustu ár hans i Ólafsvík, en hann andaðist árið 1805. En þá var reyndar nýr og athafnameiri kaup- maður kominn þar til skjalanna fvrir nokkru, nefni- lega Holger Peter Clausen. í Grundarfirði, sem var einn þeirra verzlunar- staða, sem ákveðið var að veita kaupstaðarrétt- indi í byrjun fríhöndlunar, gekk verzlunin líka heldur skrykkjótt. Verzlun sú, sem Heinrich van der Smissen i Altona setti þar upp árið 1788, lagð- ist alveg niður árið 1795. Og þótt allt bendi til, að vel hafi gengið ineð verzlunina, sem Ernst Matthias Heideman stofnaði þar árið eftir, mun lítið hafa úr henni orðið eftir að hann fórst með skipi sínu árið 1800, enda þótt ckkja hans reyndi að halda henni eitthvað áfram. Tveir íslendingar, Hallur Þorkelsson og Ejarni Magnússon, fengust líka við einhverja verzlun í Grundarfirði á þessum árum. En þeir voru báðir bláfátækir menn og gátu ekki haft annað á boð- stólum af vörum en það lítið, sem þeir fengu hjá lausakaupmönnum, sem vöndu nokkuð komu sína á Snæfellsneshafnir sum árin. Að verzlun þeirra Halls og Bjarna hefir þannig ekkert kveðið, svo að verzlun Hölters í Stvkkishólmi var i rauninni lengst af eina stöðuga verzlunin á norðanverðu Snæfells- nesi á fyrsta hálfum öðrum áratug fríhöndlunar. Þegar þess er gætt, að auk fyrrnefndra verzlana á norðanverðu Snæfellsnesi hafði Hölter enga ná- læga keppinauta, nema þá helzt kaupmanninn í Flatey og eitthvað af lausakaupmönnum stundum á sumrin, verður ekki annað séð en aðstaða hans í Stykkishólmi hafi verið heldur góð. Þar að auki mátti höfnin þar teljast fremur góð miðað við ýmsa aðra verzlunarstaði á landinu. Verzlunareignirnar í Stykkishólmi og aðrar eignir Hölters Hölter tók við verzluninni í Stykkishólmi við komu sína þangað frá Kaupmannahöfn í júlímán- uði 1788. Samkvæmt skuldabréfi hans lil sölunefnd- ar nam skuld hans rúmum 7200 ríkisdölum, og skyldi hún greiðast með jöfnum afborgunum, án nokkurra vaxta, á árunum 1790—1800. En á með- an eitthvað af skuldinni var ógreit.t, hafði sölu- nefnd fyrir hönd konungs fyrsta veðrétt í öllu, sem hann átti eða eignaðist. Voru þetta sömu kjör og aðrir fyrrverandi starfsmenn konungsverzlunar- innar sættu, sem tóku við verzlunareignum á ís- landi þetta ár. Þessar eignir voru þó ekki seldar kaupmönnum eftir mati, heldur með ákveðnum afslætti af því verði, sem þær voru skráðar á í bókum konungs- verzlunar. Þannig voru hús, innanstokksmunir og áhöld lækkuð um % hluta nafnverðsins og fyrir- liggjandi innfluttar vörur um 20% af útsöluverði þeirra eftir taxta konungsverzlunarinnar, sem gilti á árunum 1777—87. Nafnverðið á húsunum var miðað við upphaflegan byggingarkostnað að við- bættum síðari viðgerðarkostnaði, en ef þau höfðu verið byggð fyrir 1774, er konungur tók við verzl- uninni, var miðað við matsverð þess árs að við- bættum viðhaldskostnaði síðan. Á hliðstæðan hátt var verð innanstokksmuna og áhalda skráð í bók- um verzlunarinnar. Raunverulegt verðgildi þessara eigna var því ærið misjafnt og fór ekki svo lítið eftir meðferð þeirra í höndum liinna ýmsu verzl- unarþjóna. Þær innfluttu vörur, sem jafnan voru fyrirliggj- andi á verzlunarhöfnunum, voru að sjálfsögðu einn- ig mjög misjafnar að gæðum. En þegar þess er gætt, að útsöluverð á mörgum vörum hækkaði á fslandi eftir að fyrrnefndur taxti konungsverzlun- arinnar var afnuminn vorið 1787 og kaupmenn gátu líka sloppið við að taka við ónýtum vörum, máttu þetta teljast sæmileg kjör, ef um var að ræða vörur, sem einhver eftirspurn var eftir. Um verzlunareignirnar i Stykkisliólmi er það að segja, að húsin þar munu hafa verið í allgóðu lagi, en margt af vörunum var liins vegar af því tagi, sem ekki var sótzt mikið eftir, og voru því kjör ITöIters ekki nema í meðallagi miðað við suma aðra kaupmenn. f skuldabréfi hans voru vörurnar stærsti liðurinn eða rúmir 8400 ríkisdalir, hús, inn- anstokksmunir og áhöld námu tæpum 1800 ríkis- dölum og Ioks var peningalán að uppliæð 2000 ríkisdalir. Auk þessa fékk Hölter eina af duggurn konungs- verzlunar, sem var 46 stórlestir, og borgaði hana út í hönd með 2800 ríkisdölum. Voru það mjög hag- stæð kaup miðað við þáverandi verð á skipum. Og árið eftir komst hann yfir 18 stórlesta skútu, sem konungsverzlunin hafði átt, en þessi tvö skip voru það minnsta, sem hann gat komizt af með til flutninga á vörum milli Kaupmannahafnar og Stykkishólms, ef verzlunin átti að geta gengið sóma- samlega. Hölter hafði líka hug á að eignast nokkrar jarðir FRJÁLS VERZLUN 17

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.