Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1962, Síða 26

Frjáls verslun - 01.12.1962, Síða 26
TOLLVÖRUGEYMSLAN — FYRSTA ÁFANGA LOKIÐ Tollvörugeymslan — efns og hún lítur út fullbyggð Tollvörugeymslan við Héðinsgötu verður byggð í þremur áföngum, en nú má heita, að smíði fyrsta áfangans sé lokið og verður hann tekinn í notkun á næstunni. I júlí eð leið voru verksamningar undirritaðir, og tók Byggingariðjan að sér að bvggja húsið úr strengjasteypu, hóf verkið þegar í stað. Fyrsti áfanginn er 102 metrar á lcngd og 24 á breidd, en fullbyggð verður Tollvörugeymslan 8200 fermetrar. Útigeymslusvæði umlukt byggingarálm- unum verður 11.000 fermetrar að stærð. Teikningu Tollvörugeymslunnar gerði Bárðu Daníelsson arkitekt, yfirsmiður fyrsta áfangans hef- ur verið Kristinn Sveinsson. Stjórnarformaður Toll- vörugeymslunnar hf. er Albert Guðmundsson stór- kaupmaður. um miskilningi byggt. í þessu felst svo mikil mismunun við út- breiðslu prentaðs máls og helzt því líkast, að sett sé til höfuðs bókaútgáfu á íslandi. Ástandið í þessu efni var orðið mjög slæmt, en fyrir tveimur árum fékkst lítils- háttar lagfæring, þegar felldur var niður einn liður af tollum eftir tillögu stjórnskipaðrar nefndar, en það er ekki nærri fullnægjandi til að afnema ranglætið. Nú hefur verið felldur niður tollur á efni til íslenzks iðnaðar, sem og sjálf- sagt er, en ekki hefur enn fengizt fullnaðarlagfæring á aðstöðu við bókagerð á íslandi með því að fella niður hina háu tolla á bóka- pappír. Bað er mikið í húfi hjá bókaútgefendum þennan stutta tíma árs, sem bækur seljast aðal- lega. í því sambandi vildi ég minn- ast á það, að æskilegt væri að bókafélögin, sem gefa út fvrir fast- an kaupendahóp, gerðu réttara í því að láta sér nægja aðra tíma árs en setja ekki bækur á mark- aðinn rétt fyrir jólin þegar mest af ársmagninu frá öðrum útgef- endum kemur út á fáum vikum. Þannig fórust Gunnari Einars- syni orð, en hann er og hefur ver- ið undanfarin ár formaður Bók- salafélags íslands. Gunnar hefur látið fleiri málefni til sín taka. Hann hefur frá upphafi verið í stjórn Bálfarafélags íslands. Einn af helztu áhugamönnum Reyk- víkingafélagsins hefur hann og verið frá byrjun. Lengi var hann formaður Hins íslenzka prentara- félags og formaður Félags ísl. prentsmiðjueigenda um mörg ár, og í stjórn Vinnuveitendafélags ís- lands. Hann var meðal stofnenda Prentsmiðjunnar Aeta og Hamp- iðjunnar og í stjórn hennar um tíma, í stjórn Almennra trygginga hf. frá stofnun, og sat 8 ár í banka- ráði Búnaðarbankans. Kvæntur er Gunnar Einarsson Jónínu Jónsdóttur bónda að Fells- öxl í Borgarfirði, Símonarsonar, bróður Bjarna próf. á Brjánslæk. 26 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.