Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1973, Side 9

Frjáls verslun - 01.04.1973, Side 9
ísland Olíukaupin frá Sovétríkjunum: Óhagkvæm viðskipti Olíufélögin þvinguð. í tilefni af þingsályktunar- tillögu, sem þingmenn Alþýðu- flokksins hafa flutt um að kosin verði 7 manna nefnd til að gera tillögur um endur- skipulagningu á innflutningi á olíuvörum, hefur Önundur Ás- geirsson, forstjóri Olíuverzlun- ar íslands tekið saman ítar- Iega greinargerð um olíukaup íslendinga í Sovétríkjunum og fleira varðandi rekstur olíu- félaganna. Hefur skýrsla þessi verið send þingmönnum en tillaga Alþýðu- flokksmanna gerir ráð fyrir, að endurskipulagning ætti „að tryggja fyllstu hagkvæmni í inn- kaupum, sölu og dreifingu olíu- vara innanlands svo að þær geti jafnan verið á boðstólum á lægsta verði til notenda." EÐLI SOVÉTVIÐSKIPTA Meðal flutningsmanna þessar- ar tillögu er Gylfi Þ. Gíslason, fyrrverandi viðskiptaráðherra, og er í skýrslu Önundar Ásgeirs- sonar sérstaklega vikið að því, hver þáttur viðskiptaráðherr- ans fyrrverandi hefur verið í ol- íukaupamálunum. Skýrslan varpar líka skýru ljósi á eðli þeirra samninga, sem í gildi eru við NAFTA, olíuflutningaverzl- un Sovétríkjanna. Fer hér á eft- ir úrdráttur úr skýrslunni: „íslenzku olíurélögin hefur ekki verið heimilað að leita sam- kepnnistilboða frá vestrænum olíufélögum urn þær olíuþarfir íslendinga. sem keyptar hafa verið frá Sovétríkjunum. Hefir viðskiptaráðuneytið jafnan á- skilið, að allar ofangreindar þarfir yrðu keyptar þaðan. Að- eins í einu tilfelli hafa olíufélög- in fengið heimild til að leita fastra verðtilboða frá vestræn- um samstarfsfélögum sinum. Gerðist bet.ta haustið 1968 og skal bað bví rakið hér að neð- an. Til forsögu þessa máls má eflaust telja, að framkvæmda- stjóri Norðurlandadeildar eins olíufélaganna hafði þá tvö sum- ur í röð gengið á fund þáverandi viðskiptaráðherra, dr. Gylfa Þ. Gíslasonar, og óskað eftir að greitt yrði fyrir því að meira magn af olíuvörum yrði keypt frá vestrænum olíufélögum. LÆGBI TILBOÐ VESTRÆNNA OLÍUFÉLAGA í frásögnum af samningavið- ræðum í Moskvu er þessum til- boðum lýst á neðangreindan hátt: „Einnig tilkynntu olíufélögin viðskiptaráðuneytinu með bréfi dags. 9/10 1968 að þau hefðu fengið tryggingu fyrir því, að hægt sé að kaupa til landsins frá vestrænum olíufélögum með fösturn samningum benzín- og olíuþarfir fslands árið 1969 . . . Lögðu olíufélögin sérstaka á- herzlu á að tilboð þessi væru um 120.4 millj. kr. (kr. 78 millj. kr. miðað við gengi dollars 57/—) lægri miðað við verð á núgild- andi samningi við Nafta annars vegar og ofangreindar heildar- þarfir af olíuvörum 1969 hins vegar... Óskuðu olíufélögin síðan eftir því að ráðuneytið tæki afstöðu til hvort eða að hve miklu leyti samninganefndinni væri heim- ilt að semia við Nafta um verð og skilmála. er yrðu óhagstæð- ari en verðtilboðin frá vestrænu félögunum. f svarbréfi viðskiptaráðuneyt- isins til samninganefndarinnar taldi ráðuneytið. með t.illiti til framanritaðra upplýsinga. eðli- legt að stefnt yrði að bví að ná verulega auknum afslætti og vænti ráðuneytið þess að samn- ingarnir yrðu ekki óhagstæðari en samningur ársins 1967, sem gerður var í Moskvu 1966. en bá lagði ráðuneytið áherzlu á bvð- ingu þess fyrir efnahag landsins að samningar tækjust og að ein- hugur stæði um samningsgerð- ina.“ Með þessu svari ráðuneytisins var í raun synjað um frekari samninga við hin vestrænu olíu- félög og fyrirmæli gefin um að semja við Sovétríkin um þarf- ir ársins 1969. Niðurstöður þeirra samninga voru þær, að samið var um verð, sem sam- svaraði 78 millj. kr. hærra verði en það tilboð, sem íslenzku olíu- félögin höfðu aflað sér ’frá vest- rænum olíufélögum, eða 10.6% hærra verði. Með þetta 1 huga svo og aðra framkvæmd, sem viðurkennd hefir verið í samningsgerð við Sovétríkin um kaup á olíuvör- um, verður því að vísa því á bug að forráðamenn olíufélag- anna hafi vanrækt að gæta hags- muna viðskiptamanna sinna í sambandi við olíukaup frá So- vétríkjunum.. Verður að telja, að samningsgerð þessi hafi verið gerð á stjórnmálalegum grund- velli og þá væntanlega með það í huga að greiða fyrir útflutn- ingshagsmunum Íslands til So- vétríkjanna. VIÐSKIPT a PÁmjNEYTIÐ ÞVINGAR Jafnframt ætti þetta dæmi að sýna. að það eru ekki íslenzku olíufélögin, sem njóta einokun- araðstöðu, heldur er fram- kvæmd viðskiptaráðuneytisins þvingun á olíufélögunnm. sem skerðir athafnafrelsi beirra til að ganga erinda viðskiptamanna sinna. svo sem annars tíðkast meðal vestrænna þióða. Þegar viðskiptin við Sovétrík- in byriuðu árið 1953 má segia að skortur væri á olíum og verð- lag því hagstætt. seliendum (sell- er’s market). Hélzt slíkt ástand allt fram til ársins 1958. Ástapð- ur þessa ástands voru óróleikar í olíulöndunum við austanvert. Miðjarðarhaf. þ. e. Mossaden í Iran 1953 og Súez-íhlutunin FV 4 1973 9

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.