Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1973, Side 16

Frjáls verslun - 01.04.1973, Side 16
STORBROTIÐ ÚTSÝNI. Alls er húsið 26 hæðir og þar með ein hæsta bygging í Kaup- annahöfn. Á 25. hæð verður enn einn veitingasalur með sæt- um fyrir 85 gesti. Þaðan verður eitt albezta útsýni yfir Kaup- mannahöfn, sem um getur, og munu Christianshavn, með sjálfri höfninni, og sögufræg- ustu hlutar Kaupmannahafnar, frá Christiansborg til Amalien- borg verða áberandi þættir í þeirri heildarmynd. í hótelinu verður innisund- laug með gufubaði og þjálfunar- herbergi. í anddyrinu verða ýmsar smáverzlanir. Hótel Skandinavia er skammt frá miðborg Kaupmannahafnar, í leið frá borginni til Kastrup- flugvallar. Vagnar SAS, sem ganga á milli flugvallar og mið- borgarinnar munu hafa við- komu við hótehð samkvæmt sér- stakri áætlun. FJÖLÞJÓÐLEGT FYRIRTÆKI. Það hefur tekið tæp þrjú ár að reisa þetta stóra hótel. Það var flugfélagið SAS, sem átti frumkvæðið og stóð fyrir við- ræðum við yfirvöld hersins um kaup á lóðinni, sem var hin síð- asta, er til greina kom fyrir nýt- ingu af þessu tagi í hjarta borg- arinnar. Þegar samningar höfðu tekizt stóð SAS fyrir stofnun fyrirtæk- is til að hafa á hendi byggingar- framkvæmdir og í maí í fyrra gekk bandaríska hótelsamsteyp- an Western International Hotels inn í danska fyrirtækið sem hluthafi og ennfremur var á- kveðið, að hún skyldi annast rekstur hótelsins. Síðar kom japanska hótelfyrirtækið Prince Hotel Corporation inn í þennan félagsskap en það er deild úr stórfyrirtækinu Seibu í Japan, sem stundar margs konar starf- semi á sviði iðnaðar, verzlunar og samgangna. Mikil kynning hefur farið fram víða um heim á þessu nýja hóteli og þegar hafa borizt þús- undir af pöntunum á gistingu, bæði fyrir yfirstandandi ár og það næsta. Alls munu 400 manns starfa á Hótel Skandinavia, aðallega Danir. 3 SONY-* hUflmtoiii itndir «in« i«hi orvARPSvioTÆKt FM. og miöbylgja, PLÖTUSPILARI, KASSETTU __________ SEGULBANDSTÆKI. f l T i j TTjí 1j j i ■ V 1 ' 4 T 7 r /ijí i &'■’> íl y WJ*# £ fMI 16 FV 4 1973

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.