Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1973, Page 27

Frjáls verslun - 01.04.1973, Page 27
hafa ætíð fy“lgt þeirri grund- vallarreglu að vera einu skrefi á eftir hinum. Á því hefur til- vera félagsins byggzt. Hingað hafa komið margir sölumenn og fulltrúar Boeing- verksmiðjanna og lagt sig mjög fram um að ná samningum um breiðþotu. Ég tel vera viss göt í útreikningum þeirra en við höf- um ekki fengið greinargerð frá Douglas-verksmiðjunum nýlega um breiðþotu þeirra, DC-10. Nú eru í notkun 160—200 breiðþotur í heiminum, mest Bo- eing 747. Þær kosta nú 25 millj- ónir dollara án varahluta, og það er ekki hlaupið að því að láta slík risafarartæki bera sig rekstrarlega. Slík er reynsla þeirra félaga flestra, sem hafa fest kaup á breiðþotunum. — í næsta mánuði hefja Loftleiðir áætlunarflug til Chicago. Hvað er unnið með 'því? — Bilið milli fargjalda okkar og annarra félaga hefur stöðugt minnkað og hefur það leitt af sér takmörkun á markaðssvæði okkar. Með því að fljúga til Chicago komum við til móts við fraþega frá Miðríkjunum, sem ella þyrftu að kosta sig til New York að ná í vélar Loftleiða. Með Chicago-fluginu getum við boðið þessu fólki mun hagstæð- ari fargjöld. Flugréttindi til Chicago eru geysiverðmæt og bandarískir ráðamenn hafa verið sparir á þau. Þangað fljúga aðeins 8 Evrópuflugfélög. Við ætlum að hafa fimm ferð- ir á sumrin til Chicago og senni- lega tvær á veturna en jafn- framt höldum við sama ferða- fjölda á leiðinni New York— Lúxemborg. Vonir standa til, að nýtingin i Chicagofluginu verði 70% fyrsta árið. — Þú ert ekki einvörðungu forstjóri Loftleiða hér í New York heldur stjórnar þú líka rekstri og skrifstofuhaldi fyrir félag suður í Karabíska hafinu, Air Bahama, dótturfyrirtæki Loftleiða. Hvað er að frétta af því félagi? — Já. Það er rétt. Það var í febrúar 1969, sem við keyptum Air Bahama, en þá hafði það félag starfað í 250 daga og tap- að 10.000 dollurum á dag. Air Bahama flaug frá Nassau til Lúxemborgar og var komið inn á markað Loftleiða í Flórída. Á því leikur enginn vafi að Air Bahama hefði getað orðið okkur hættulegt, þó að illa gengi hjá þeim í byrjun. En með góðri aðstoð Péturs Thorsteins- sonar, sem þá var sendiherra í Washington, var þetta fyrirtæki keypt og síðustu tvö árin hefur það skilað smávægilegum hagn- aði. Lagaflækjur voru miklar í sambandi við kaupin og mála- ferli risu út af þeim í Nassau og Flórída. Það er fyrirtækið Hekla Holdings Ltd. í Nassau, sem á öll hlutabréf í Air Ba- hama, en svo til öll hlutabréf þess félags eru í eigu Loftleiða. Öll sölustarfsemi fyrir Air Ba- hama er á vegum Loftleiða. Flogið er sex sinnum í viku á sumrin milli Nassau og Lúx- emborgar og þrisvar á vet- urna og voru farþegar í fyrra 80 þúsund, þar af voru 55% að vestan, mest frá Flórída. Heild- arveltan hjá Air Bahama var 9 milljónir dollara í fyrra. — Hve margir starfsmenn eru hjá Loftleiðum í Banda- ríkjunum? — Það eru alls 250 manns, þar af 40 íslendingar. Við höfum skrifstofur í Washington, Chi- cago, Houston, San Francisco og Miami auk New York. Einnig eru skrifstofur okkar í Mexico og Kólumbíu, en umboðsmenn í Equador, Panama, San Salva- dor og Guatemala. Um 85% af öllum farþegum okkar koma fyrir milligöngu ferðaskrifstofa, Ccandinavia begins in lCELAND ^ ICHAHDIC LOFTMDm Sell IŒLAND- totcíthe . unspoHed œuntrlesl Loftleiðir auglýsa mikið í ferðamálatímaritum. Fyrir skömmu birtist þessi auglýsing í ritinu Travel Agent og henni fylgdi nýr bæklingur Loftlciða um ferðir til Norðurlandanna. FV 4 1973 27

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.