Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1973, Page 29

Frjáls verslun - 01.04.1973, Page 29
Hinn nýi biðsalur í flugafgreiðslu Loftleiða á Kennedy-flugvelli í New York. Á gólfum er íslenzkt gólfteppi frá Vefaranum og á einum veggnum skreyting eftir Nínu Tryggvadóttur. Fyrir leigu á afgreiðslusal og biðsal bcrga Loftleiðir 12000 dollara á mánuði. en alls munu þær vera 4000 tals- ins í föstum viðskiptum við Loft- leiðir vestan hafs. Til þess að gefa nokkra hug- mynd um það starf, sem rekið er á skrifstofunni hér í New York má geta þess til gamans, að hér fara fram 6000 símtöl á dag til allra hluta Bandaríkjanna. Það er bókanadeildin sem þau ann- ast aðallega, en þar sitja 40 stúlkur að staðaldri og svara fyrirspurnum eða taka við pöntunum. AIls meðhöndlar skrifstofan 4000 skeyti á dag, þar af 3600 í sambandi við bókun á fari, en hér eru bókaðir 65—70% af öllum farþegum Loftleiða. Gjöld fyrir síma námu 120 þúsund dollur- um allt árið í fyrra. Nýlega höfum við tekið upp tölvunotkun fyrir bókanadeild- ina, en tölva þessi er staðsett í Atlanta í Georgíuríki. Hver stúlka í bókanadeildinni hefur fyrir framan sig stjórntæki fyr- ir tölvuna, þar sem biðja má um ýmsar upplýsingar um ferðalög til íslands og Evrópu og ótal margt fleira auk þess sem tölvan tekur niður nöfn á farþegalista og segir til hvenær fullbókað er í flugvélarnar. Notkunartilfellin við tölvuna eru 21 þúsund á dag og það tek- ur 2y2 sekúndu að bíða eftir svari frá henni. Fyrir þessa þjón- ustu borgum við 35 cent á hvern farþega, sem greiðir fullt far- gjald með okkur en leigan á hverju stjórntæki fyrir stúlk- urnar er 95 dollarar á mánuði. Og úr því við erum farnir að tala um einstaka útgjaldaliði má láta það fylgja með, að fyrir af- greiðslu á Kennedy-flugvelli borgum við 2800 dollara fyrir hvert skipti, sem vél frá okkur hefur þar viðkomu að lending- argjöldum meðtöldum. Húsa- leigan fyrir afgreiðslu- og biðsalinn á flugvellinum er 12.000 dollarar og fyrir aðstöð- una í Rockefeller Center borg- um við um 15.800 dollara á mán- uði. — Ertu bjartsýnn á, að flug- mál íslendinga hér í Vestur- heimi muni áfram standa með jafnmiklum glæsibrag og þau hafa gert til þessa? — Ef rétt er á haldið, tel ég að það takist. Ég vil þó í þessu sambandi taka skýrt fram, að ég tel, að íslenzku flugfé- 'lögin eigi tvímælalaust að sam- einast, og þó fyrr hefði ver- ið. Hvarvetna hefur þróunin gengið í iþá átt að félög hafa myndað öflug samtök og unnið náið saman. Þannig er t. d. um SAS, KLM og Svissair. Það er útilokað að íslenzku flugfélögin geti áfram keppt á sama hátt og þau hafa gert nú undanfarið. Þarna þarf allavega að verða glögg verkaskipting, svo að þau berjist ekki á sama markaði.. — Lítið þið svo á, að Loft- leiðir megi þakka það dvöl bandaríska varnarliðsins á ís- landi, að félagið hefur notið skilnings og velvildar yfirvalda hér í Bandaríkjunum? — Það hefur of mikið verið gert úr þessu í umræðum. Satt bezt að segja koma varnarmálin alls staðar við sögu í málefnum er snerta samband íslands og Bandaríkjanna og viðskipta- samninga landanna. Annars er það áberandi, að hér er enginn greinarmunur gerður á smáþjóð eins og íslend- ingum og öðrum margfalt stærri og fjarlægum þjóðum. Lítill munur er á íslandi og Noregi t. d. í hugum manna hér. Bæði löndin eru langt í burtu, fámenn miðað við Bandaríkin og liggja norðarlega! Það hefur verið mjög uppörv- andi að starfa við þær aðstæður, sem hér ríkja i svo stóru um- hverfi og þetta hefur verið mik- ill skóli. Og það sem mest er um vert. Hér er allt opið, — hér er enginn að leyna manna stað- reyndum í sambandi við dagleg störf sín. FV 4 1973 29

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.