Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1973, Page 37

Frjáls verslun - 01.04.1973, Page 37
American Express Umfangsmikil Islandskynning í undirbúningi — í tilefni af 1100 ára afmæli íslandsbyggðar Það var eftir því tekið, þegar fjölmargar prjónastofur um land allt fóru að framleiða eina ákveðna prjónakápu í tug- þúsundatali í fyrra til að senda á Ameríkumarkað. Kaupand- inn vestan hafs var fyrirtækið American Express, nánar til- tekið sú deild, sem annast útgáfu svonefndra „credit-cards“. American Express ætlar að halda áfram sölu á íslenzkum vörum í Bandaríkjunum og hefur nú sitthvað í undirbúningi þar að lútandi. James A. Lancaster, fulltrúi hjá American Express, sýnir liér nokkrar af hinum íslenzku framleiðsluvörum, sem American Ex- press mun hjóða viðskiptavinum sínum í kynningunni „Discover Iceland". American Express er einn af nokkrum aðilum í Bandaríkjun- um sem gefa út ,,credit-cards“, sem handhafar geta notað sem eins konar ávísanir. Málin hafa þróazt á þann veg, að náið sam- band hefur verið tekið upp við þessa viðskiptamenn með því að senda þeim tilboð um kaup á margs konar vörum, sem al- mennt eru taldar hafa sérstöðu á hinum bandaríska markaði og ekki eru fáanlegar í verzlun á næsta götuhorni. FJÁRSTEKKIR EINSTAKLINGAR. Yfirleitt er þessi varningur alldýr og mið tekið af því, að handhafar American Express- kortanna eru meðal fjársterk- ustu einstaklinga í veröldinni og í Bandaríkjunum nota t. d. um 95% allra stærstu fyrirtækja landsins þessa þjónustu Ameri- can Express. Fulltrúar Frjálsrar verzlunar litu inn hjá James A. Lancaster hjá American Express í New York og inntu hann nánar eftir upplýsingum um viðskiptin við ísland. PÓSTKOSTNAÐUR $ 175.000. Lancaster sagði, að fyrsta kynning vegna íslenzku prjóna- kápunnar hefði verið gerð í októ- ber 1971 og var verðið ákveðið í útsölu $ 89.95 fyrir hverja flík. í fyrstu var kápan kynnt fyrir 100 þúsund viðskiptamönnum með litprentuðum bæklingi, sem til þeirra var sendur. Síðan voru kynningarrit send til enn stærri hóps og má geta þess, að póst- kostnaður vegna þessarar kynn- ingar á íslenzku kápunni einn saman nam um $ 175.000. Sagði Lancaster, að brúttósala á káp- unni næmi um 30 þúsund stykkj- um. í október á þessu ári verður síðan kynntur nýr fatnaður frá íslandi, það er að segja þrjár prjónakápur, sem kynntar verða FV 4 1973 37

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.