Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1973, Page 13

Frjáls verslun - 01.10.1973, Page 13
Velferðamál Stórmerk störf Lions-manna um land allt Lionshreyfingin á íslandi er löngu kunn orðin fyrir mikið og athyglisvert starf að ýms- um framfaramálum samfélags- ins. Klúbbarnir á íslandi eru nú orðnir rúmlega 60 og félag- ar munu vera um 2200. Á árs- þingi, sem haldið var á Egils- stöðum á sl. sumri, var lögð fram skýrsla um störf klúbb- anna á starfsárinu 1972-1973 og er fróðlegt að blaða í gegn- um hana og kanna, hvað Lions- félagar víða um land hafa haft fyrir stafni. Hvarvetna hefur Vestmanna- eyjasöfnunin sett svipmót sitt á klúbbana, enda söfnuðu þeir milljónum króna til aðstoðar Vestmannaeyingum, auk þess sem einstakir klúbbar og sam- tök þeirra á Norðurlöndum lögðu sitt af mörkum. Ef litið er á einstök verkefni önnur kemur fljótlega í ljós, að fram- lag Lionsmanna til búnaðar sjúkrastofnana er mikilvægt. Þannig hefur Lionsklúbburinn á Akranesi t. d. afhent sjúkra- húsi kaupstaðarins 120.000 krónur til kaupa á blöðruskoð- unartæki og aðra eins upp- hæð fyrir augnlækningatæki. Klúbburinn Baldur í Reykja- vík hefur tekið að sér nýtt verkefni, að kaupa tæki fyr- ir gjörgæzludeild nýfæddra barna á fæðingardeild Land- spítalans; í Hornafirði færði klúbburinn héraðslækninum ný ferðasúrefnistæki, og sjón- verndartæki voru afhent for- manni byggingarnefndar Heilsugæzlustöðvarinnar til- vonandi á staðnum. Klúbbur- inn á Sauðárkróki afhenti sjúkrahúsinu þar tækjabúnað fyrir 370.000 á árinu, þar á meðal hjartaritunartæki og endurhæfingartæki. Þannig mætti lengi telja. STARF FYRIR BÖRNIN Á Suðureyri hafa Lions- félagar rekið sunnudagaskóla í kauptúninu, enda prestlaust þar. Hafa þeir lesið upp úr bi- blíunni og sungið með börn- unum. Víðar láta Lions-félagar málefni barna og unglinga mjög til sín taka. Hafa þeir margir hverjir duglega stutt rekstur og framkvæmdir á vegum vistheimila fyrir börn. Nefna má starf Ægis í Reykja- vík, sem hefur um árabil unnið að uppbyggingu hælis- ins að Sólheimum í Grímsnesi og efndi m. a. til sjónvarps- bingós á sl. vetri til fjáröflun- ar fyrir það starf sitt. Sama má segja um Reykjavíkur- klúbbinn Þór, sem styrkir barnaheimilið í Tjaldanesi í Mosfellssveit, Njörð í Reykja- vík, sem veitir fé til kaupa á uppskurðarsmásjá fyrir heyrn- ardeild Borgarspítalans, Heyrn- arleysingjaskólans og Breiða- víkurhælisins, að ógleymdum Lionsklúbbunum á Norður- landi eystra, sem hafa sam- eiginlega staðið að söfnun fyrir vistheimilið að Sólborg við Akureyri. Auk þessara verkefna vinna Lions-félagar um allt land að margs konar öðrum velferðar- og líknarmálum eftir aðstæð- um á hverjum stað. Lionsklúbbur Önundarfjarð- ar gaf t. d. einstæðri móður kr. 15.000 í jólaglaðning og til styrktar vegna ferðakostnaðar til að leita sér lækningar. Lionsklúbbur Vopnafjarðar fékk eins og undanfarin ár nokkurt magn af áburði og fræi, sem íélagar dreifðu á uppblásið land. A Hellu starfar Lions-klúbb- urinn Skyggnir og beitir sér fyrir fjáröíiun fyrir byggingu elliheimilis i Rangárvaliasýslu. Lions-félagar í Sandgerði fóru tvö kvöld fyrir páska i Hvalneskirkju og flísalögðu gólf í kirkjunni. ÝMSAR FJÁRÖFLUNARLEIÐIR Til þess að stuðla að öflugri starfsemi fara Lions-klúbbarn- ir ýmsar leiðir til fjáröflunar. Á Þingeyri unnu klúbbfélag- ar m. a. að fjáröflun sinni með því að aka kvöldið fyrir bollu- daginn að hvers manns dyrum og bjóða til sölu nýsmurðar bollur, sem þeir sjálfir út- bjuggu. Þengils-félagar í Grenivík seldu pylsur og sælgæti í Gljúfurárrétt, og á Selfossi gáfu klúbbfélagar út skattskrá staðarins eins og undanfarin ár og seldist hún ekki síður vel en áður. Norðfjarðarklúbburinn fór í togaralöndun að landa fiski. Lögðu klúbb-félagar fram alla vinnu og akstur. Ágóði varð 100.000 krónur, sem runnu i líknarsjóð. Ýmsar aðrar fjáröflunarleið- ir eru að sjálfsögðu reyndar, eins og árviss kvöldsamsæti klúbbanna í Reykjavík, peru- og jólapappírssala, og sala á sælgæti fyrir jólin. Víða úti um landið, í sjávarplássunum, tíðkast það orðið, að Lions- menn fari í róður til að afla klúbbum sínum fjár. FV 10 1973 13

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.