Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1973, Qupperneq 13

Frjáls verslun - 01.10.1973, Qupperneq 13
Velferðamál Stórmerk störf Lions-manna um land allt Lionshreyfingin á íslandi er löngu kunn orðin fyrir mikið og athyglisvert starf að ýms- um framfaramálum samfélags- ins. Klúbbarnir á íslandi eru nú orðnir rúmlega 60 og félag- ar munu vera um 2200. Á árs- þingi, sem haldið var á Egils- stöðum á sl. sumri, var lögð fram skýrsla um störf klúbb- anna á starfsárinu 1972-1973 og er fróðlegt að blaða í gegn- um hana og kanna, hvað Lions- félagar víða um land hafa haft fyrir stafni. Hvarvetna hefur Vestmanna- eyjasöfnunin sett svipmót sitt á klúbbana, enda söfnuðu þeir milljónum króna til aðstoðar Vestmannaeyingum, auk þess sem einstakir klúbbar og sam- tök þeirra á Norðurlöndum lögðu sitt af mörkum. Ef litið er á einstök verkefni önnur kemur fljótlega í ljós, að fram- lag Lionsmanna til búnaðar sjúkrastofnana er mikilvægt. Þannig hefur Lionsklúbburinn á Akranesi t. d. afhent sjúkra- húsi kaupstaðarins 120.000 krónur til kaupa á blöðruskoð- unartæki og aðra eins upp- hæð fyrir augnlækningatæki. Klúbburinn Baldur í Reykja- vík hefur tekið að sér nýtt verkefni, að kaupa tæki fyr- ir gjörgæzludeild nýfæddra barna á fæðingardeild Land- spítalans; í Hornafirði færði klúbburinn héraðslækninum ný ferðasúrefnistæki, og sjón- verndartæki voru afhent for- manni byggingarnefndar Heilsugæzlustöðvarinnar til- vonandi á staðnum. Klúbbur- inn á Sauðárkróki afhenti sjúkrahúsinu þar tækjabúnað fyrir 370.000 á árinu, þar á meðal hjartaritunartæki og endurhæfingartæki. Þannig mætti lengi telja. STARF FYRIR BÖRNIN Á Suðureyri hafa Lions- félagar rekið sunnudagaskóla í kauptúninu, enda prestlaust þar. Hafa þeir lesið upp úr bi- blíunni og sungið með börn- unum. Víðar láta Lions-félagar málefni barna og unglinga mjög til sín taka. Hafa þeir margir hverjir duglega stutt rekstur og framkvæmdir á vegum vistheimila fyrir börn. Nefna má starf Ægis í Reykja- vík, sem hefur um árabil unnið að uppbyggingu hælis- ins að Sólheimum í Grímsnesi og efndi m. a. til sjónvarps- bingós á sl. vetri til fjáröflun- ar fyrir það starf sitt. Sama má segja um Reykjavíkur- klúbbinn Þór, sem styrkir barnaheimilið í Tjaldanesi í Mosfellssveit, Njörð í Reykja- vík, sem veitir fé til kaupa á uppskurðarsmásjá fyrir heyrn- ardeild Borgarspítalans, Heyrn- arleysingjaskólans og Breiða- víkurhælisins, að ógleymdum Lionsklúbbunum á Norður- landi eystra, sem hafa sam- eiginlega staðið að söfnun fyrir vistheimilið að Sólborg við Akureyri. Auk þessara verkefna vinna Lions-félagar um allt land að margs konar öðrum velferðar- og líknarmálum eftir aðstæð- um á hverjum stað. Lionsklúbbur Önundarfjarð- ar gaf t. d. einstæðri móður kr. 15.000 í jólaglaðning og til styrktar vegna ferðakostnaðar til að leita sér lækningar. Lionsklúbbur Vopnafjarðar fékk eins og undanfarin ár nokkurt magn af áburði og fræi, sem íélagar dreifðu á uppblásið land. A Hellu starfar Lions-klúbb- urinn Skyggnir og beitir sér fyrir fjáröíiun fyrir byggingu elliheimilis i Rangárvaliasýslu. Lions-félagar í Sandgerði fóru tvö kvöld fyrir páska i Hvalneskirkju og flísalögðu gólf í kirkjunni. ÝMSAR FJÁRÖFLUNARLEIÐIR Til þess að stuðla að öflugri starfsemi fara Lions-klúbbarn- ir ýmsar leiðir til fjáröflunar. Á Þingeyri unnu klúbbfélag- ar m. a. að fjáröflun sinni með því að aka kvöldið fyrir bollu- daginn að hvers manns dyrum og bjóða til sölu nýsmurðar bollur, sem þeir sjálfir út- bjuggu. Þengils-félagar í Grenivík seldu pylsur og sælgæti í Gljúfurárrétt, og á Selfossi gáfu klúbbfélagar út skattskrá staðarins eins og undanfarin ár og seldist hún ekki síður vel en áður. Norðfjarðarklúbburinn fór í togaralöndun að landa fiski. Lögðu klúbb-félagar fram alla vinnu og akstur. Ágóði varð 100.000 krónur, sem runnu i líknarsjóð. Ýmsar aðrar fjáröflunarleið- ir eru að sjálfsögðu reyndar, eins og árviss kvöldsamsæti klúbbanna í Reykjavík, peru- og jólapappírssala, og sala á sælgæti fyrir jólin. Víða úti um landið, í sjávarplássunum, tíðkast það orðið, að Lions- menn fari í róður til að afla klúbbum sínum fjár. FV 10 1973 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.