Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1973, Side 19

Frjáls verslun - 01.10.1973, Side 19
Bílasala Tregða ■ endursölu nýlegra árgerða Mikið framboð er á notuðum bílum á Aðalbílasölunni. Mjög mikill innflutningur nýrra og notaðra bíla hefur eðiilega aukið framboð á eldri bíium hér innanlands. Vitað er, að margir bílaeigendur hafa lent í nokkrum crfiðlcikum með að losna við gamla bíia sína, og kannaði FV j>að hjá tveim bílasölum fyrir skömmu, hvernig ástandið raunverulega væri. Hjá Bílasölu Heklu var okk- ur tjáð, að mikil tregða væri yfirleitt í sölu árgerða ’71, ’72 og ’73. Eldri bílar og þá sér- staklega þeir, sem eiga að selj- ast á verði innan við 200. þús. krónur, seljast hins vegar miklu betur. í þessu sambandi er þó rétt að hafa hugfast, að tímabilið september fram til áramóta er yfirleitt erfitt fyrir bílasölu. Hjá Heklu hafa eldri bílar verið teknir upp í verð á nýj- um bílum og hefur gengið mis- jafnlega að losna við þá aftur. Hefur fyrirtækið því nær und- antekningalaust sett þá reglu að taka aðeins Volkswagen- bíla af eldri árgerðum. Eru þeir almennt i hæsta endursölu- verði á bílamarkaðinum hér. Þeir, sem selja gamla bíla um þessar mundir, þurfa að gera ráð fyrir að lána veruleg- ar upphæðir. Af bílverði upp á 300 þús. krónur má reikna með 100 þús. króna láni, sem greiðist með mánaðarlegum greiðslum upp á 10-15 þúsund. Nokkuð hefur borið á því, að gangverð á eldri bílum færi lækkandi að undanförnu, og eru bilar, sem myndu hafa ver- ið seldir á 340-350 þús. í ágúst nú komnir niður í 300 þús. Þetta á þó ekki við um enn eldri bíla á markaðinum, eins og árgerðirnar ’64 og ’65. Verð á þeim hefur lítið sem ekkert lækkað frá í sumar. Fulltrúi Aðalbílasölunnar á Skúlagötu hafði mikið til sömu sögu að segja. Mikið framboð er á notuðum bílum og segir innflutningur á not- uðum amerískum bílum þar talsvert til sín. Árgerðir ’71 og ’72 seljast nú á 500-600 þús. krónur og hefur framboð á þeim dregið áberandi mikið úr sölumöguleikum fyrir jafn- gamla evrópska bíla. Annars er það nokkuð til- viljanakennt, hve langan tíma tekur að selja bíl. Stundum gerist það, að bíllinn fer um leið og hann kemur á söluskrá, en oft selst hann alls ekki og þá vegna þess, að eigandi ætlar að halda verðinu á honum 1 hámarki. Eru dæmi um tiltölu- lega nýlega bíla, sem hafa nú verið á söluskrá í hálft ár, en ekki selzt af þessum sökum. Hjá Aðalbílasölunni fengum við ennfremur þær upplýsing- ar, að oft væri hægt að ná mjög hagstæðum samningum um greiðslukjör. Þess væru dæmi, að í 300 þús. króna bíl væru ekki borguð út nema 100 þús. og afgangurinn á 15 mán- uðum. FRJÁLS VERZLUN — IÞRÓTTABLAÐIÐ — SJÁVARFRÉTTIR eru gefin út af Frjálsu framtaki h.f., Laugavegi 178. — Sími 82300 - 82302. GERIZT ÁSKRIFENDUR. FV 10 1973 19

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.