Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1973, Page 27

Frjáls verslun - 01.10.1973, Page 27
Umferðaröryggi: Loftpúðar væntanlegir í amerískum bílum þegar á næsta ári Svo virðist sem loftpúðar í bifreiðum verði áður en langt um líður orðin helzta öryggis- ráðstöfun í stað bílbeltanna, sem nú er skylda að hafa í nýj- um bílum. Fréttir frá bíla- framleiðsluborgum Bandaríkj- anna herma, að enda þótt loft- púðarnir séu enn á tilrauna- stigi, og mjög umdeildir, megi búast við þeim á markaði snemrna árs 1974, og þá sem valkosti, er sérstaklega greið- ist fyrir. Verkfræðingar í bílaiðnaðin- um eru sagðir ánægðir með árangurinn, sem fengizt hefur til þessa í tilraunum á vegum úti við þau skilyrði, sem venju- legir ökumenn geta átt von á. Loftpúðarnir verka þannig: Við högg framan á bílinn fyllast púðarnir, sem komið er fyrir undir mælaborði og í undirstöðu stýrisins, út af lofti á sama andartaki og árekstur verður, og ver þannig öku- mann og farþega í framsæti gegn því að lenda á stýrinu, framrúðu eða mælaborði. VÍÐTÆKAR RANNSÓKNIR Núna munu vera um 1500 bílar með þessum útbúnaði í umferð í Bandaríkjunum. Þeir hafa ekið samanlagt meira en 48 millj. kílómetra og hafa lent í 250 árekstrum og slys- um. Aðeins í 12 tilfellum var um svo harðan árekstur að ræða, að púðarnir þendust sjáitkrafa út. Kannsóknarmenn frá fram- leiðslutyrirtækjunum hafa rannsakað hvert sfys mjög ná- kvæmfega og niðurstaðan er, að púðarnir hafi sannað giidi sitt í hvert skipti sem þeirra var þörf. Til þess að púðinn fyllist þarf höggið framan á bílinn að vera jafnþungt og um árekstur væri að ræða á steinvegg á 20 km hraða. Nærri 1000 af bílum með loftpúða, sem nú aka á veg- um vestan hafs, eru Chevrolet Impala, árgerð 1973, frá Gen- eral Motors. Hinir eru árgerð 1972 af Mercury Monterey frá Ford-verksmiðjunum. í Chevrolet-bílunum eru engin belti í framsætum, en í Mer- cury er hvoru tveggja, belti og púðar. Howard K. Shapar, starfsmaður Kjarnorkumála- stofnunar Bandaríkjanna, er einn þeirra, sem hefur reynt þessa loftpúðavörn í bíl sínum. Hann skýrði svo frá, eftir að hafa lent í árekstri í Los Angeles í febrúar, að hann hefði fyrst tekið eftir púðan- um samanföllnum á hnjánum á sér. Púðinn hafði þanizt út, varið Shapar fyrir högginu, og sigið síðan saman án þess að hann gerði sér raunverulega grein fyrir því. Hann sagði, að púðanum væri svo fyrir að þakka, að hann hefði ekki hlot- ið alvarleg meiðsli. „Fyrst eítir áreksturinn gætti ég þess vel að spenna öryggisbeltin,“ segir Shapar. „En nú geri ég það ekki leng- ur og fyrir fólk eins og mig, sem á eriitt með að laga sig eítir boðum og bönnum, er vissulega mikið öryggi af því að hafa púðann þarna á næsta leyti. Maður þarf ekkert að gera sjálfur.“ Eitt gleggsta dæmi um gildi loftpúðanna mátti þó finna í árekstri í Chicago í febrúar. Starfsmaður verksmiðju, sem framleiðir púðana, ók á kyrr- stæða lögreglubifreið á rúm- lega 100 kílómetra hraða. Báð- ir bílarnir eyðilögðust. Lög- reglumaður slasaðist alvarlega, en hinn ökumaðurinn meiddist aðeins lítillega. VERND FYRIR BÖRN? Menn velta því nú fyrir sér, hvort loftpúðarnir geti á full- nægjandi hátt verndað lítil börn, og hvort þeir geti hugs- anlega valdið óhöppum, ef þeir blásast út fyrir tilviljun við eðlilegar aðstæður að öðru leyti. Lítill drengur frá Indiana- ríki lézt af meiðslum, sem hann hlaut í bíl móður sinnar, og var bíllinn þó búinn loft- púðum. Móðirin komst hins vegar lífs af. Hún skýrði svo Loftpúðinn þenst út á broti úr sekúndu og kemur í veg fyrir, að farþegi hafni á framrúðunni eða mælaborðinu. Þessi mynd var tekin, þegar tilraunabíl var ekið' á 28 kílómetra hraða á fasta fyrirstöðu. Tjónið var metið á 1,853 dali, en farþeginn skreið ómeiddur út úr bílnum. FV 10 1973 27

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.