Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1973, Side 31

Frjáls verslun - 01.10.1973, Side 31
irtækið HARTZ MOUNTAIN Corp., sem framleiðir niður- soðna hunda- og heimilisdýra- fæðu. Eignir hans eru sagðar nema á milli 500-700.000.000.00 dala. Stern er yngstur hinna ný- ríku, en hann er aðeins 35 ára gamall. í greininni segir að Stern sé „vel gefinn, vakandi og búi yfir miklu sjálfstrausti, haldinn grófri kímnigáfu og hafi glæsilega framkomu“. Hann á íbúð í háhýsi í New York-borg, sumarhús á Atlantic Beach í New York-ríki, einbýlis- hús á Jómfrúeyju. Faðir Sterns, Max að nafni flutti til Banda- ríkjanna frá Þýzkalandi fyrir 40 árum, ásamt vini sínum og 2000 kanarífuglum. Þeir stofnuðu litla fuglabúð í New York og seldu alla fuglana og þannig hófst ævintýrið. í dag er Hartz Mountain Corp. stærsti fram- leiðandi gæludýrafæðu í öllum Bandaríkjunum. Fyrirtækið var samt næstum gjaldþrota þegar Stern yngri tók við stjórntaum- unum árið 1959, þá aðeins 21 árs að aldri, og sneri taprekstri upp í ævintýralegan gróða. Allt frá þeim tíma hefur hann aukið framleiðsluna upp í 12 mismun- andi fæðutegundir fyrir gælu- dýr, allt frá fuglum upp í stóra varðhunda. Fyrirtækið var í einkaeign þar til fyrir ári. að Stern breytti því í almennings- hlutafélag. „Þegar ég hugsa um auðæfi mín, segir Stern, þá virka þau ævintýraleg og óraun- veruleg11. 63 ÁRA GAMALL HJÓLBARÐASÓLARI. Roy J. Carver, er 63 ára gam- all, er stjórnarformaður og stofnandi fyrirtækisins Bandag Inc., sem framleiðir ýmsa hluti og vélar í sambandi við bíl- dekkjasólningu. Carver er einn af hinum auðugu mönnum, sem hefur aukið eignir sínar úr 10 millj. dollara og í 200-300 millj. á 5 árum. Carver fékk hugmynd- ina að umræddri aðferð er hann var á ferð í V-Þýzkalandi fyrir nokkrum árum. Þar kynntist hann manni. sem hafði fundið upp nýja aðferð til þess að sóla gömul bíldekk. Carver keypti framleiðsluréttinn af Þjóðverj- anum, endurbætti aðferðina og fékk einkaleyfi á henni. Nú sel- ur fyrirtæki hans Bandag vörur og vélar fyrir 70 millj. dala á ári. Greinarhöfundur segir að Cart- er sé „ljúfmannlegur í fram- komu, en nokkuð harður í við- skiptum“. Hann nýtur þess að eiga allan þennan auð og á t. d. hús í Iowa, Illinois, Florida og Frakklandi. Þar að auki á hann 13 sæta einkaþotu, tvær listi- snekkjur, og fjöldan allan af bíl- um. ÞAR ERU LYF GULLS ÍGILDI. Næst má nefna Jack M. Eck- erd, sem er 60 ára, en hann keypti tvær lyfjaverzlanir (drug stores) árið 1940. Nú á hann 300 slíkar verzlanir í öll- um ríkjum Bandaríkjanna. Heildar ársvelta þeirra nemur um 330 millj. dala. Persónuleg- ur auður Eckerds nemur milli 150 og 200 millj. dala. EIN LÍMTÚPA ER LYKILL MIKILLA AUÐÆFA. Robert H. Krieble, 57 ára, fann upp límefnið Loctite sem er talsvert notað í iðnaði og selt er á túpum. Hann hefur eignast mikinn auð á uppfinningu sinni. Loctite-efnið er framleitt og selt í 60 ríkjum heims og Krie- ble hefur eignast á 5 árum auð sem nemur a. m. k. 100 millj. dala. TROPTCANA-SAFTNN ER Á BORÐ VIÐ OLÍULIND. Ekki má gleyma Anthony Rossi. sem er 72 ára, en hann stofnaði Tronicana Products Inc., en það framleiðir Tropi- cana-ávaxtasafa, sem seldur er t. d. hér og hefur náð verulegri sölu hér, sem víðar. Rossi hef- ur eignast 70 milljónir dala á s.l. 5 árum og nær því ekki aiveg 100 millj. dala markinu. Hann er ólíkur mörgum sam- herjum sínum í viðskiptaheim- inum. Rossi er miög trúaður maður og eyðir miklum pening- um í trúmál. Hann er fæddur á Sikiley. af kaþólskum ættum. en hefur tekið upp mótmælendatrú og er Baptisti. Á sunnudögum kennir hann í sunnudagaskóla, en á virkum dögum hugsar hann um peninga. EKKI ER ÞETTA ALLT DANS Á RÓSUM. f greininni í Fortune greinir Louis einnig frá milliónamær- ingum, sem tönuðu 50 millj. dala á sama tímabili eða jafnvel hærri upphæðum. í þeim hóni eru sex menn, þar á meðal H. Ross Perot, sem er 43 ára. en hann stofnaði Electronic Data Systems í Dallas í Texas og stjórnar fyrirtækinu. Hann eign- aðist og tapaði meira en einum milljarð dala á árunum 1968 til 1970. að sögn Louis. „Jafnvel þótt hann sé kominn neðst á mælistikuna, þá er Perot enn meðal auðugustu manna Banda- ríkjanna“ segir greinarhöfund- ur. Ross á eignir upp á 300 til 500.000.000.00 dala og er því tæplega hægt að kalla hann , blankan mann“. Kjöt- iðnaðarvörur KJÖTFARS — BJÚGU PYLSUR — ÁLEGG. Úrvals vörur fyrirliggjandi. Heildsala, sniásala.: * Kjötverzlimin B Ú R F E L L Skjaldborg við Lindargötu, Reykjavík. — Sími 19750. ÍSLENZK FYRiRTÆKI Stærsta og útbreiddasta fyrirtækjaskrá iandsins FSiÁLST FRAMTAK H.F. Laugavegi 178 Símar 82300-82302 FV 10 1973 31

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.