Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1973, Side 33

Frjáls verslun - 01.10.1973, Side 33
Samlíðarmaður Jón Kjartansson: „Im áfengishættuna þarf að fjalla af fullu hispursleysi ■ skólum46 Yfirleitt er nú venjan sú, að ríkisfyrirtæki séu í augum almennings þjónustustofnanir, sem að meira eða minna leyti eru reknar með niðurgreiðslum af fé skattgxeiðendanna. Ein undantekning er þó afaráberandi í þessu efni, en það er Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins, sem skilar til ríkisins um 10% af öllum tekjum þess. Það er sem kunnugt er Jón Kjartansson, sem stjórnar rekstri þessa mikla fyrirtækis, sem Á.T.V.R. er. Jón er búinn að gegna forstjórastarfinu síð- an 1957, en áður hafði hann verið bæjarstjóri á Siglufirði í 10 ár, og skrifstofustjóri og verkstjóri hjá Síldarverksmiðj- um ríkisins þar nyrðra enn fyrr. Frjálsri verzlun er ánægja að kynna Jón sem sam- tíðarmann að þessu sinni og birta hér með nokkurn fróð- leik um rekstur Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins eins og hann gengur um þessar mundir. FV spurði Jón fyrst nokkuð um upphaf ríkiseinkasölu á áfengi og tóbaki. — Það er nú 51 ár síðan Peter Mogensen, lyfsali á Sevð- isfirði, var skipaður forstjóri Áfengisverzlunar ríkisins. Það er alltof langt mál að fara að rekja hér sögu Áfengisverzlun- arinnar og síðar Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins, en ég leyfi mér að minna á, að 1921 flutti þáverandi ríkisstjórn á Islandi, ráðuneyti Jóns Magn- ússonar, frumvarp til laga um einkasölu á áfengi og jafn- framt frumvarp til laga um einkasölu á lyfjum að því er varðaði innflutning. Alþingi féllst ekki á lyfja- einkasöluna, en tók upp j áfengiseinkasölulögin ákvæði um, að Áfengisverzlunin keypti inn lyf fyrir ríkissióð og lækna, sem rétt hefðu til lyfja- söiu. Lögin um Áfengisverzlun ríkisins fóru ekki hávaðalaust Jón Kjartansson forstjcri. FV 10 1973 33

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.