Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1973, Page 36

Frjáls verslun - 01.10.1973, Page 36
 ■X : f S 1 * V, ■|A rrf&t f framleiðslustöð Á.T.V.R. á Draghálsi. Þar er búið til brennivín og vodka m. a. Sherry og portvín er þar sett á flöskur en þaði er flutt inn í ámum. Átöppun. Tæpir 400 þúsund lítrar af sterkum drykkjum voru framleiddir hjá Á.T.V.R. í fyrra. líka, að íslendingar hafa um nokkuð langt árabil fengið vörukaupalán í Bandaríkjun- um með hagstæðum vöxtum, hin svokölluðu PL 480-lán, og hluti af þeim er ætlaður til tóbakskaupa. Það er rétt að taka fram, að tóbak er hér ódýrara en gerist á Norður- löndum, en áfengi aftur á móti heldur dýrara. — Hvaða sjónarmið ríkja hjá Á.T.V.R. í verðlagsmálum? — Verðlagningin er að sjálf- sögðu pólitísk ákvörðun eins og við vitum. En þó má segja, að við höfum gætt þess að fara varlega í verðhækkanir á vín- um, þar sem við höfum ekki st.erkt öl á boðstólum. Þó að sveiflur segi til sín á kostnað- arverði er ekki alltaf gripið til þess að hækka útsöluverð- ið. Það er gert annað slagið og hækkanirnar eru þá alloft nokkuð áberandi. Að undanförnu hafa orðið mjög verulegar hækkanir á vínum, sem við getum ekki ráðið við, því að vín frá Frakk- landi hafa t. d. hækkað um 100% frá framleiðendum. Eft- irspurn eftir vinum er geysi- iega mikii um þessar mundir og segir japanski markaðurinn páf serstaKiega tii sin, þvi að r'rakkar fiytja þangað nú tugi þusunda tonna af víni. Þetta er angi af aukinni neyzlu, sem alls staðar er mjög áberandi, bæði á fijótandi og fastri ætu. í innkaupunum reynum við að miða við markaðinn eins og hann er hérna. Við eigum allt- aí eitthvað meira á lager hlut- tallslega en einkasöiurnar á Norðurlöndum og tegundir eru sízt í minna úrvali en þar gerist. — Tegund- irnar hjá okkur njóta aipjóð- legrar viðurkenningar og hér þexkjast sem betur fer ekki slæmar tegundir af víni eins og sumir aðrir leyfa sér að hafa á boðstólum. — Þér minntuzt áðan á sterka oiið. tiruo per fyigjandi því, að bruggun þess og sala verði leyfð á fslandi? — Þegar ég sat á þingi kom bjórfrumvarp tvisvar sinnum til afgreiðslu og ég greiddi at- kvæði á móti í bæði skiptin. Þessa afstöðu mína byggði ég á tölulegum upplýsingum frá sænsku og finnsku einkasölun- um. Því var haldið fram á bjórbannsárum í Svíþjóð og Finnlandi, að áfengisneyzla myndi minnka, ef sterkur bjór yrði leyfður. Reynslan varð nú önnur, þegar bjórinn loksins kom. Ég lít svo á, að þar sem gos- drykkjaþamb er látið átölu- laust á vinnustöðum nú myndi sterki bjórinn koma í stað gos- drykkjanna, alla vega yrði mjög erfitt að stemma stigu við því. Sterka ölið er líka íkveikja að því leyti, að það kallar á enn sterkari drykki eftir kannski tvær eða þrjár bjórflöskur. Ölskatturinn gæti orðið tilfinnanleg ný peninga- leg byrði hjá íslenzkum fjöl- skyldum. Þar gæti orðið spurn- ing um tugi þúsunda á ári. Svo má aftur segja, að fólk hafi fullan rétt til þess að veita sér bjór, hafi það efni á því. Með þetta í huga væri í sjálfu sér eðlilegt, að þjóðaratkvæða- greiðsla færi fram um málið í sambandi við aðrar almennar kosningar. — Er áfengisneyzlan mjög áberandi vaxandi meðal ís- lendinga? — Hún er vaxandi, en þó 36 FV 10 1973

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.